Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Finxmtudaginn 12. þ.m. var Hús- mæðraskólanum á ísafirði sagt upp með virðulegri athöfn. Lauk ;þar með 38. starfsári skólans, en þess var sérstaklega minnst, að skólinn hefur nú starfað í 10 ár í hinu ágæta skólahúsi við Austur- veg. Húsmæðraskólinn á Isafirði hefur um nokkurt skeið verið eini staríandi húsmæðraskólinn í kaup- stað utan Reykjavíkur. Skólinn á sér langa og merka sögu. ísfirzkar konur í Kvenfélag- inu Ósk stofnuðu hann 1912, starf- ræktu hann um langt skeið með örlitlum opinberum styrk og hafa stjómað honum allt til þessa dags. Gáfaðar og mikilhæfar konur hafa helgað.honum krafta sína alla tíð. Aðalforgöngukona skólamáls- ins var frú Camilla Torfason, kona Magnúsar Torfasonar bæjarfógeta, en frú Kristín Sigurðardóttir, kona Áma Gíslasonar yfirfiskimats- manns, var fyrsti formaður skóla- nefndar og var það í nær 30 ár. Frú Sigríður Jónsdóttir, kaupkona hefur átt sæti í skólanefnd í 35 ár. Að skólanum hafa ráðizt ágætar forstöðukonur og kennarar, sem starfað hafa lengi og vel. Fyrsta forstöðukona skólans var frú Fjóla Fjeldsted, í 5 ár. Fröken Gyða Maríasdóttir veitti skólanum for- stöðu í 12 ár, og fröken Þorbjörg Bjamadóttir frá Vigur, núverandi forstöðukona hefur verið skóla- stjóri í 10 ár með miklum skör- ungsskap. Núverandi kennarar, frú Guð- rún Vigfúsdóttir og frk. Jakobína Pálmadóttir, hafa starfað við skól- ann lengst allra kennara, Guðrún í 13 ár og Jakobína í 12 ár. Mun óvenjulegt að húsmæðrakennarar starfi svo lengi samfellt við sama skóla. Við skólauppsögnina rakti skóla- stjórinn, Þorbjörg Bjarnadóttir frá Vigur, sögu skólans þau 10 ár, sem hún hefur veitt honum for- stöðu. Hvatti hún nemendur til starfs og dáða og þakkaði „litla ljúfa árganginum“ ánægjulegar samvemstundir, og sagði skólan- um slitið. Hólmfríður Jónsdóttir, magister, varaformaður Kvenfélagsins ósk, afhenti verðlaun úr sjóði Camillu Torfason. Verðlaunin hlaut ungfrú Erla Sigurðardóttir frá Akranesi. Frú Sigríður Jónsdóttir, kaup- kona, talaði fyrir hönd skólanefnd- arinnar. Flutti hún skólastjóra og kennurum þakkir fyrir ágæt störf, og óskaði skólanum góðs gengis og heilla í framtíðinni. Færði hún skólastjóra gjöf frá skólanum og blómakörfu frá skólanefndarmönn- um og kennurum blómvendi. Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri. Frú Anna Helgadóttir talaði fyrir hönd 10 ára nemenda og færði skólanum gjöf. Hvatti hún m.a. eldri og yngri nemendur til að sýna skólanum þakklæti og ræktarsemi með því að stuðla að því, að hann yrði jafna fullsetinn í framtíðinni. Ungfrú Ásta Þórðardóttir þakkaði skólastjóra og kennurum samstarf og samveru s.L vetur. Lauk þar með skólaslitaathöfn- inni, en milli atriða var almennur söngur undir stjórn Ragnars H. Ragnar, söngstjóra. Var nú öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju í borðsal skólans. Þar söng skólakórinn nokkur lög undir stjóm Ragnars H. Ragnar, söngstjóra og undirleik önnu Ás- laugar Ragnarsdóttur, sem er að- eins 11 ára. Undir borðum voru ræður flutt- ar. Til máls tóku: Ásberg Sigurðs- son, framkvæmdarstjóri, Hólm- fríður Jónsdóttir, magister, vara- formaður Kvenfélagsins Ósk, sem færði skólanum, skólastjóra og kennurum gjafir. Frú Guðný Frí- mannsdóttir, Ragnar H. Ragnar, söngstjóri og Marías Þ. Guðmunds- son, hinn nýskipaði formaður skólanefndar. Reybjavik - ísafjarðardjúp. Þorskafjarðarheiði er nýlega orðin fær bifreiðum. Áætlunar- ferðir sérleyfisbifreiða frá Reykja- vík að ísafjarðardjúpi eru hafnar. Bifreiðarnar fara frá Reykjavík á þriðjudags- og föstudagsmorgna, og til baka á miðvikudaga og laug- ardaga. Fagranes heldur, eins og áður, uppi ferðum í sambandi við bif- reiðamar. Tekur skipið farþega á Melgraseyri á þriðjudags- og föstudagskvöldum til Isafjarðar, og fer með farþega kl. 8 á miðviku- dags og laugardagsmorgna til Am- gerðareyrar. Sjúkrabús ísafjarðar fæst loks viður- urkennt sem fjórðungssjúkrahús. Heilbrigðismálaráðherra hefur með bréfi dags. 21. f.m. tilkynnt að ráðuneytið hafi viðurkennt Sjákrahús ísafjarðar sem fjórð- ungssjúkrahús, og samkvæmt því ber að greiða frá ársbyrjun 1958 dagstyrki úr ríkissjóði í samræmi við ákvæði um greiðslur til fjórð- ungssjúkrahúsa. Þessi viðurkenning hefur nú loks hlotizt, og mun gera það að verkum, að Sjúkrahúsið fær á þessu ári um 120 þús. kr. hækkun á ríkisstyrk, þar sem það nú hlýt- ur styrk samkv. hæsta flokki. Hinsvegar er rétt að geta þess, að styrkur samkv. sjúkrahúsalög- um hefur verið óbreyttuv að krónu tölu á hvem legudag frá því að lögin vora sett 1954, þrátt fyrir það að reksturskostnaður sjúkra- húsa hefur stórhækkað, þar til nú að fyrir síðasta Alþingi lá fyrir breyting á þessum lögum, en hún tekur ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 1959. ÞingmaÖur Isafjarðarkaupstað- ar, Kjartan J. Jóhannsson, hefur vel og trúlega unnið að því að fá leiðréttingu þessara mála og haldið lipurlega á málinu við þá embætt- ismenn og ráðherra, sem um þessi mál fjalla. Einnig er rétt að geta þess, að Kjartan J. Jóhannsson óskaði eftir því við bæjarstjóra, þegar hann taldi líkur fyrir því að Sjúkrahús Isafjarðar fengist við- urkennt sem fjórðungssjúkrahús, að umsókn yrði send til ráðuneyt- isins. I þessu sambandi má gjarnan minna á, að Alþingi og ríkisstjóm hafa tekið upp þá ósanngjömu stefnu að halda daggjöldum ríkis- spítalanna óbreyttum, ár eftir ár, og greitt sívaxandi halla þeirra úr ríkissjóði. Þetta hefur haft það í för með sér, að sjúkrahús bæjar- og sveitarfélaga hafa orðið að sætta sig við sömu daggjöld, en sívaxandi halli þeirra verið greidd- ur úr bæja- og sveitasjóðum með auknum útsvarsálögum. Leiðrétting þessa ranglætis þol- ir enga bið. Einar Guðfinnsson útgerðarmaður sextugur. Einar Guðfinnsson, útgerðar- maður í Bolungavík átti sextugs- afmæli 17. maí s.l. Einar er einn þekktasti og stærsti atvinnurekandi á Vest- fjörðum. Hann hefur af fádæma dugnaði og atorku byggt upp mikið verzl- unar- og útgerðarfyrirtæki, sem er þekkt um land allt. Kona hans er Elisabet Hjalta- dóttir, og er heimili þeirra hjóna víðfrægt fyrir gestrisni og höfð- ingsbrag. Forseti íslands sæmdi á s.l. vori að tillögu orðunefndar, Einar Guð- finnsson riddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu sjávarútvegsins. Nýr Hnffsdalsbátur. Um miðjan maí var lokið í Skipasmíðastöð M. Bernharðsson h.f. á ísafirði, smíði á nýjum vél- bát, sem heitir RÁN l.S. 51, og eru eigendur hans samnefnt hluta- félag í Hnífsdal, en framkvæmda- stjóri þess er Helgi Björnsson. Rán er um 60 br. smálestir, byggður úr eik, með 300 ha. Mann- heimvél. Báturinn er búinn öllum fullkomnustu siglingartækjum, þar á meðal radar. Rán er 30. báturinn sem er byggður í skipasmíðastöð M. Bem- harðssonar, hið glæsilegasta skip. Skipstjóri er Jóakim Hjartarson. Rán er leigður yfir síldarvertíð- ina til síldarleitar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.