Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND STJARNAN hafði leiðbeint þeim til Betlehem. Barnið hafoi þegið gjafir þeirra, og gefið þeim í stað- inn smástein, en þeim var enn ekki ljóst hvað gjöfin átti að merkja. Nú voru þessir þrír menn á heimleið. Þeir voru komnir að eyðimörkinni, þar sem stigamenn lágu í launsátrum, eyðimörk, sem hafði alið þá og uppfóstrað og um síðir mundi verða hinsti hvílu- staður þeirra. Um stund höfðu þeir gleymt því flestu, sem annars var þeim daglega efst í huga: Völdum og góssi, hernaði og þegnum, meira að segja hinni miklu lest, sem væntanleg var frá Persalandi, lángar raðir úlfalda klyfjaðar gulli, fílabeini, skartgripum frá Indíalcndum; þar voru gimsteinar og pell, og hið dýrmæta krydd. Þeir höfðu gleymt — já, þeir höfðu meira iað segja gleymt ITcródesi, iiinum volduga konungi. Nú lyrst mundu þeir orð Heró- desar. Leitið barnsins, hafði hann sagt, og þegar þið hafið fundið það þá látið mig vita svo að ég geti líka farið og veitt því lotn- ingu. mundi ekki lúta barni, hann mundi senda hermenn sína til þess að myrða það. Þeir yrðu að forðast Heródes. — Komið þið, sagði Kaspar. Við fönjm aðra leið til baka. Hann faldi steininn litla í belti sínu, og lagði af stað, en hinir fylgdu hon- um. Fylgdarlið konunganna þriggja beið þeirra við brunninn í Betle- hemsþorpi, og ekki leið á löngu þar til hin litla lest lagði af stað út í eyðimörkina, en börnin í þorpinu eltu þessa skrautbúnu menn og lest þeirra eins lengi og þau þorðu, undrandi og forvitin. Ekki höföu þeir lengi farið þegar iestarforinginn sagöi: — Héma er staðurinn, herra. — Hvaða staður? spurði Kasp- ar. — Ctaðurinn, sem þið áðuð og ckiptuð klæðum, fóruð úr ferða- fötunum og klæddust konungs- skrúðanum. — Rétt er það, en við skiptum ekk; um föt eS þessu sinni. Við höldum áfram eins og við erum. — Já, en, andmælti fyrirliðinn, liér er fullt af ránsmönnum og þegar þeir sjá konungsklæði ykk- ar, telja þeir víst að þið hafið dýrgripi í fórum ykkar, og við — Nemið staðar! Konungarnir héldu áfram án þess að anza kallinu. Ræningjarnir ráku upp öskur og gripu til vopna sinna, og bardagi virtist í aðsigi. Allt í einu brá leiftrandi birtu yfir konungana þrjá, og óttaslegnir stigamennirn- ir vörpuðu sér til jarðar. — Salem aleikum, sögðu þeir á á máli eyðimerkurinnar. Friður sé með yður. — Séuð þið góðir menn, tökum við u.ndir óskir ykkar, sagði Kaspar. Það var eins og ræningjarnir væru lamaöir af ótta. og skjálfandi liorfðu þeir á hina litlu lest fara fram hjá. * # ★ Á FJÓRÐA DEGI mættu þeir und- anreiðarmcnnum persnesku úlf- aldalestarinnar, og þegar þeir vis.su að þarna fóru konungarnir þrír, snsru þeir aftur og skýrðu íyrirliða lestarinnar frá því. Hin mT'la lest nam staðar, tjald var reist og teppi breidd út, og þar voru lögð fram sýnishorn þeirra djásna og dásemda, sem lestin hafði að flytja. Foringinn klædd- Við höfum leitað, og við höfum fundið, sagði Kaspar, sem hafoi gefiö barninu gull, og nú geymdi steininn, sem þeir fengu að gjöf. —■ Og nú? spurði Melchior, sem fært hafði barninu reykelsi. Nú höfum við séð barnið, svaraði Balthazar, sem hafði farið hundruð míina til þess að færa barninu öskju með hinni hcilnæmu myrru. Ekki gátu þeir snúið sömu leið til baka, því að þá hefðu þeir hitt Heródes og orðið að segja honum sannleikann, en þeir höfðu ekki lofað ITeródesi að snúa aftur, svo að þeir gátu ef þeir vildu valið sér rora leið um eyðimörkina. Hcródes sendir alla sína mcnn á eftir okkur, sagði Melchior. Auðnin er stór og vindurinn máir burtu spor okkar, svaraði Balthazar. Veldi Heródesar er í vestri, okkar í austri, og ég óttast Heró- des ekki. Það gerðu hinir ekki heldur, en þeim kom saman um að ITeródes erum svo fáliðaðir að við geturn ckki staðizt ræningjaflokk. — Það er ástæðulaust að við dulbúum okkur, sagði Balthazar. — Við höldum áfram eins og við erum, sagði Melchior, og þar með héldu þeir út í eyðimörklna. Lestarforinginn benti á að leið- in væri sjaldfarin. Hætta væri á að hitta stigamenn, sem hvorki virtu lög né menn, villidýr, sem hættuleg væru úlíöldunum og auk þess væri hætta á . . . En konungarnir þrír svöruðu aðeins: Höldum áfnam, óttist ekki. Að kvöldi þriðja dags sneri fyrirliðinn úlfalda sínum allt í einu aftur, og kallaði: — Sjáið! Þarna bíða þeir okkar. Þeir eru yfir hundrað að tölu. Lcstin nam staðar. Konungarn- ir tóku af sér vefjarhettina og röktu þá sundur. í hverjum þeirra var geymd gullkóróna. Þeir settu kórónurnar á sig og riðu fram með lestinni. Það stirndi og glampaði á gullkórónurnar í tunglskininu. Þegar þeir nálguðust stigamenn- ina, gekk foringi þeirra fram. ist skrautbúningi og fór til móts við konungana. Salem aleikum, sagði hann lotningarfullur. Aleikum es salem, svöruðu þeir. Við höfum fengið að fara í friði um lönd ykkar, sagði foring- inn, sem jafnframt var yfirkaup- maöur lestarinnar. Hér ber vel til, þvi að nú getum við sýnt þakk- læti okkar. Við höfum brotið upp farangur og lagt íram gersemar, svo að þið getið valið það, sem þið helzt óskið. — Far þú í friði, sagði Kaspar, er þér frjáls umferð um lönd okkar svo oft sem þér gott þykir. — Lítið á og kjósið ykkur gripi eða hvað sern er, sagði kaupmað- urinn. Þið skuldið okkur ekkert, sagði Melchior. — Satt er það að vísu, en við viljum gjarnan sýna þiakklæti okk- ar, og hér á teppunum er gull og fílabein, þarna eru gimsteinar og skartgripir, á hvíta teppinu er glitvefnaður og pell og purpuri, í kössunum þarna eru skrautleg vopn og í bögglunum krydd. Ekk- ert er falið, og þótt allt hafi ekki verið opnað, þá bíður það þess að þið kjósið. Konungarnir þrír ræddust um stund við í hljóði. Síðan sagði Kaspar: — Ekki ætlum við að móðga þig, Ben Alem, en við höfum verið i vesturvegi, og þar sáum við slíka dásemd, að allir dýrgripir þínir blikna við samanburðinn. Ben Alem stóð hugsi um stund. — Sáuð þið þennan fjársjóð í höll Heródesar? sagði hann svo. — Nei, ekki í höll Heródesar, öðru nær. Ben Alem yppti öxlum og bauð þeim að ganga inn í tjaldið og neyta matar og drykkjar. Hann reyndi aftur að freista þeirra með varningi sínum, en konungarnir þáðu ekki. — Farðu í friði, sagði Kaspar, en farðu varlega. Ræningjar eru allstaðar á ferli í eyðimörkinni. — Við höfum búið okkur undir að veita stigamönnum viðnám og mæta erfiðleikum, svaraði kaup- maðurinn. En við höfðum ekki búist við að heyra um meiri fjár- sjóð en það, sem við förum með. Hvaða fjársjóður er þetta? — Þú munt koma í lítinn dal, sagði Kaspar og brosti, og þar muntu frétta af sveinbarni, og einnig þú munt leita það uppi og tilbiðja það. Síðan héldu konungarnir af stað, en Ben Alem stóð eftir hugsi. — Já, lítið barn, sögðu þeir, en hvar er þá fjársjóðurinn? ★ % ★ KONUNGARNIR héldu áfram, og loks komust þeir út úr eyðimörk- inni og tók þá við frjósamt og fagurt land. Þeir gáfu sér ekki tóm til að nemia staðar, en héldu áfram enn um skeið, unz þeir viku úr leið áleiðis til lítils pálmalund- ar, sem þarna var ekki fjarri. Við litinn læk meðal blóma og fiðrilda hittu þeir Símon, spekinginn. Hann var kolbrúnn á hörund af sól og vindi, og pírði augum af því að hann mændi löngum á stjörnur og aithugaði þær og taldi. Við hlið Símonar stóð leðurskjóla með vatni, en annars átti Símon ekk- ert og óskaði sér einskis. Konungarnir lutu Sírnoni, en hann óskaði þeim friðar. — Við fylgdum stjörnunni, sagði Kaspar. Við fundum barnið Framhald á 17. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.