Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 22

Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 22
22 &an$ a/6S3’P)KZXXR S3tlOFS3iE»)S>fíOOai bikkja, sem hægt var að hugsa sér. Íjí — Já, ég skal segja þér frá upphafi míns leikferils. Það var í marz árið 1916, sem ég lék í fyrsta skipti og það var hjá Goodtemplurun- um í marz 1916, þannig að ég átti 50 ára leikafmæli á þessu ári. — Það atvikaðist þannig, að Helgi Sveinsson banka- stjóri, síðar tengdafaðir minn, hitti mig einu sinni á götu og spurði mig hvort ég væri nú ekki tilleiðanlegur til þess að leika hjá templurunum. Það varð úr, að ég fór að leika í smáleikriti, Nei-inu eftir Heiberg. Þetta er svona klukkutíma einþáttungur og hafði ég þar nokkuð stórt hlutverk. — Helgi stjómaði þessum undirbúningi og lék aðalhlut- verkið, Hringjarann alveg stórkostlega vel. Ég hefi séð Nei-ið leikið bæði erlendis og í Reykjavík og mér fannst ekki nærri eins gaman að neinum Hringjaranum eins og mér þótti gaman að Helga. Það var mikið líf og fjör í þeim kalli. Hann var búinn að leið- beina okkur Nikólínu Árna- dóttur Sveinssonar, sem að lék á móti mér, og hann var m.a. búinn að segja okkur að taka þessu öllu rólega og vera ekki taugaóstyrk. Þessi ein- þáttungur er eins og svo margir af þessum gömlu dönsku einþáttungum með ein tali. Ég átti að reka hausinn innum dyrnar og segja: „Nú, hvað hér er þá enginn,“ og ganga svo innfyrir og tala við sjálfan mig dálitla stund, ósköp rólega, setjast niður og síðan standa upp og ganga um gólf. En þegar ég rak hausinn innfyrir dymar, þá óð ég bara beint inn, og það greip mig svoleiðis hræðsla, — ég kunni þetta alveg upp á mina tíu fingur, — að ég æddi um gólfið og ruddi þessu úr mér eins fljótt og ég gat. En svo þegar að Nikkólína kom þama inn og sagði eitthvað á þá leið: „Nei, emð það þér Hammer,” þá róaðist ég strax og svo gekk þetta allt ágætlega. — Upp úr þessu var tekið fyrir að leika Skugga-Svein. Það vom líka templarar, og við lékum það hvorki meira né minna en 17 sinnum á ísa- firði. Þá kom fólkið utan úr Bolungarvík og Hnífsdal, innan úr Álftafirði, og svona var áhuginn mikill fyrir því að sjá þetta íslenzka leikrit. Það var ákaflega gaman að leika í Skugga-Sveini vegna þess, að við tókum margsinnis eftir því, að fólk kom aftur og aftur, sérstaklega eldra fólk. Það kom meira segja fyrir, að þarna sátu gamlar konur með prjónana sína inn arlega í salnum, og ef að stóð í einhverjum leikara, þá vom þær komnar með setninguna um leið á undan leikaranum, þær vom eins og „sufflörar" úti í sal og kunnu allt leik- ritið. — í Skugga-Sveini lék ég Helga stúdent og oft hefi ég leikið í því leikriti síðan. Eftir því, sem ég hefi komizt næst, mun ég hafa leikið 13 hlutverk á ísafirði. Mest var það í einþáttungum, en þó vom þar stór hlutverk eins og í Skugga-Sveini og svo Sherlock Holmes, og svo lék ég í Ævintýri á gönguför, hljóp þá inn í Ævintýrið fyr- ir annan, sem hafði veikzt, Það var fyrir kvenfélag og þar lék ég Herlöv, þannig að ég hefi leikið fjögur hlutverk í Ævintýri á gönguför í allt. Þau era auk Herlövs, assessor Svale, sem ég lék fyrst eftir að ég byrjaði að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur, svo var það Krans birkidómari, svo loksins var það Skrifta- Hans og svo Krans aftur. — Leikstarfsemin á Isa- firði á þessum ámm var fyrst og fremst fyrir hin ýmsu fé- lög í bænum, en leikfélag var ekki starfandi. Þetta vom fyrst og fremst félögin, sem stóðu fyrir leiksýningum í fjáröflunarskyni fyrir starf- semi sína, og það var oft, sem þetta gaf góðan pening. — Um leikstjóra var tæp- asþ að ræða. Þó að Helgi Sveinsson væri að hjálpa okk ur unga fólkinu, og hann gamall og reyndur leikari, þá var venjulega bara kallað saman fólk til æfinga og hver æfði sitt hlutverk, sem var nú venjulega kallað á ísafirði ,,rolla,“ og maður lærði rulluna sína, eða hlut- verkið, og svo var byrjað að æfa. Þegar allir kunnu og talið var að byrja mætti sýn- ingar, þá var stundum feng- inn maður, sem eitthvað hafði fengizt við leiklist; ég man að Helgi var fenginn til þess stundum og Jóhann Þorsteins son kaupmaður og þeir Hall- dór og Magnús Ólafssynir, ef þeir vom ekki sjálfir með, því að þeir tóku mikinn þátt í leikstarfseminni báðir eftir að ég byrjaði að leika, Magn- ús og Halldór, þeir vom miklir félagsmenn og áhuga- menn um leiklist og konur þeirra beggja, nú, það má segja að einasta leiðbeiningin, sem að maður fékk, það var eftir að þessi maður hafði setið á einni sýningu, stund- um bara á aðalæfingu, og sagði hvernig honum líkaði og hvort hann áliti að það ætti að vera fjömgra eða meiri dramatík í því. Við sem sagt fengum krítíker strax, en það gagnaði auð- vitað ekki nokkurn skapaðan hlut, því að það fór enginn eftir því, sem hann sagði. — Leiktjöldin? Þau vom nú svona upp og ofan. Venju- legast vom þetta stofuleik- rit og þá var þetta ósköp ein- falt, en alltaf varð að sækja húsgögn út í bæ. Það var ekki sjaldan, sem sótt voru húsgögn til Halldórs Ólafs- sonar og hans konu og Magn- úsar Ólafssonar. Man ég það, að þegar við knattspyrnu- mennirnir lékum Sherlock Holmes, sem við Gunnar Hall- grímsson unnum mest að, þá vann að leiktjaldasmíði og málningunni með okkur; við unnum það svo mikið sjálfir, Ólafur Jónsson málari, sem var ágætis maöur og list- fengur mjög. Þá vantaði okk ur mjög góö húsgögn, og ég segi þetta bara sem dæmi um, hve fólk var hjalpsamt, að þaö þurftu að vera fín húsgögn heima hjá Sherlock Holmes. Ég hafði veriö heimagangur hjá Magnúsi Torfasyni; við vorum leikbræður Brynjólfur sonur hans og ég, og ég vissi að hann átti falleg kabinett- húsgögn, svo að ég gerðist svo höfðingjadjarfur, að ég fór og bað um að fá hús- gögnin lánuð. Já, já, Magnús sagði að það væri sjálfsagt, en það yrði bara að skila þeim á hverju kvöldi. Og það varð úr, húsgögnin vom borin á milli á hverju kvöldi. — Þú spyrð hvar hafi ver- ið leikið. Þegar ég kom fyrst til Isafjarðar, þá var Good- templarahús á hominu, þar sem hann Finnbjöm málari er, í húsinu sem hún Soffía Jóhannesd. byggði. Á þeirri lóð stóð templarahúsið áður; lítið hús, en í kjallaranum var trésmíðaverkstæðið, sem mað- ur að nafni Ragúel átti. Þarna hafði ég einu sinni komið á leiksýningu sem drengur, en það var ekki algengt, að böm fæm á leiksýningar, þó að aukasýningar væm fyrir böm, en stundum var maður að reyna að stelast inn, sem var nú heldur illa séð. Jæja, þetta hús brann og þá byggja Templarar sitt myndarlega samkomuhús og það var í því stærra leiksvið, heldur dýpra leiksvið heldur en í Iðnó, og breiddin var miklu meiri, því að sitt hvom megin vom búningsherbergi. Þetta var reglulega myndarlegt hús. Þá var bara salurinn niðri, en síðarmeir, eftir að þeir keyptu það hús, Helgi Guð- bjartsson og Matthías Sveins- son og ráku þar bíó aðallega, þá byggðu þeir svalir, þar sem verið hafði kaffistofa, þannig að sæti vom komin fyrir yfir 400 manns í húsinu. Þetta hús brann og stendur gmnnurinn eftir það auður enn svo að segja beint á móti Hebron, sem kallað er, þar sem nú er Góðtemplara- húsið. — 1 þessu húsi var mikið leikið og húsið var mjög gott. Þar lék Boesen með sína flokka. Hann kom þarna 1911 og 1912 og kannske oftar, og í öll þau skipti var ég þeirra aðstoðarmaður. Þessi Boesen kom svo aftur seinna til Isa- fjarðar. Þá var hann búinn að drekka sig út úr Konung- lega leikhúsinu, hann var drykkfelldur, og þá var hann að selja bækur fyrir Gylden- dal. — Þegar þetta hús brann árið 1930 hvarf leiklistin að mestu úr skemmtanalífi Isa- fjarðar í mörg ár, eða eigin- lega þangað til Alþýðuhúsið er byggt. Þetta var mikið á- fall fyrir leiklistarlífið og Leikfélag ísafjarðar, því að það tapaði miklu af sínum eignum í þessum bruna. Svo álít ég að það hafi líka verið skaði fyrir leiklistarstarf- semina hve Alþýðuhúsið var óhönduglega byggt fyrir leik- starfssemi, og hefi oft minnzt á það við gamla ís- firðinga, að það væri kominn tími til ,að byggja félags- heimili með góðu leiksviði á Isafirði. — En það voru fleiri þætt- ir í félagslífinu á Isafirði en þeir, sem ég hefi þegar minnzt á. Ég hefi oft skamm- azt mín fyrir það, að við stráklingarnir vorum oft að gera sprell á Hjálpræðishers- samkomum. Við fórum kann- ske inn á hersamkomu í öfug um jökkunum, máluðum okk- ur í kinnum með eksportpapp ír, lituðum augabrýrnar með brenndum eldspýtum, sett- umst þar aftast í sal og vor- um með alls konar sprell. Stundum kom það fyrir að við sprengdum þar ólyktar- pillur, en þó var þetta miklu skárra í minni tíð en verið hafði áður fyrst eftir að Her- inn kom. — Hjálpræðisherinn á ís- landi var ekki vel liðinn, ég veit ekki hvemig í ósköp- unum stóð á því; þetta þótti eitthvað svo langt frá okkar kirkju, sem er nú náttúrlega ÍJr „Skuggasveini" á Isafirði 1916. Frá vinstri: Sigrún Júlíusdóttir sem Manga, Brynjólfur sem Helgi og Jón Maríasson sem Grímur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.