Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.10.1970, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.10.1970, Blaðsíða 2
2 scna aJés'jnœxxn sttAoFSjæsisxioom VJ sjsns sÆs'jFKzyim sansRsyjssvsmma Útgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest fjarðakjördæmi. Blaðnefnd: Guðmandur Agnarsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, Sigurður Jónasson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guðmundsson, Hnífsdal, Úlafr Ágústsson, Is. Ábyrgðarmaður: Finnur Th. Jónsson Afgreiðsla: Uppsölum — Sími 3062. Prentstofan Isrún hf., Isafirði. --------------—-------------------------—-----------1 Menntaskólinn á Isafiröi Menntaskólinn á ísaíirði var settur í fyrsta sinn 3. okt. sl. Þar með hófst nýr þáttur í sögu fræðslumála á Vestfjörð- um, og á þeirri stundu rættust vonir, sem margir Vest- firðingar munu hafa alið í brjósti. Óþarí't er að rekja hér aðdraganda að stofnun Mennta- skólans á fsafirði, hann er Vestfirðingum kunnur, en skylt er að þakka þeim mönnum, sem einarðlegast hafa barizt fyrir framgangi þess máls, bæði þeim fjölmörgu innan- héraðsmönnum sem ötuiast sóttu fram, og einnig utanhéraðs- mönnum, er veittu málinu lið. Þótt Menntaskólinn á ísafirði muni um ófyrirsjáanlegan tíma gegna stóru hlutverki fyrir Vestfirði og Vestfirðinga, þá er hann og verður jafnframt skóli allrar þjóðarinnar. Og um það verður spurt, þegar hann verður dæmdur í fram- tíðinni, hvern þátt nemendur hans hafa átt í því að hefja íslenzka þjóð til aukinnar farsældar og aukins þroska. Þá vaknar sú spurning, á hvern hátt helzt megi hrinda á leið hag skólans, svo að orðstír hans verði sem mestur í framtíðinni. Þessi spurning varðar Vestfirðinga miklu, því að fyrir þeirra tilstilli var skólinn stofnaður. Eins og fram hefur komið í ræðu og riti, er gert ráð fyrir því, að auk náms- kjarna menntaskóla, verði við skólann valfrjálst námsefni til undirbúnings í þágu atvinnuveganna t.d. fiskiðnaðar. En til þess að svo megi verða, þarf að útbúa skólann ýmis konar sérbúnaði. Er ekki ástæða fyrir einstaklinga og þó einkum atvinnufyrirtæki og sveitarstjómir á Vestfjörðum, að styrkja skólann með fjárframlögum til að kaupa á þeim sérhúnaði, jafnhliða fjárveitingum rikis, sem væntanlega fara fyrst um sinn til nauðsynlegrar uppbyggingu og reksturs skólans? Þessu er varpað hér fram, sem svari við spumingunni. Á hvern hátt megi efla hag skólans?, og jafnframt flýta fyrir menntun sérhæfðra manna til sfcarfa í þágu atvínnuveganna. sem því miður virðist vera hörgull á í flestum atvinnugrein- um. Því betur, sem skólinn er búinn kennslutækjum og að- stöðu til kennslustarfa þeim mun auðveldar verður að fá góða kennara til starfa við hann. Skólameistari við Menntaskólann á ísafirði er Jón Baldvin Hannibalsson, maður fjölmenntaður. Með honum liefur val- izt til kennslu ungt fólk. Óhætt mun að fullyrða, að þetta unga fólk mun halda ótrautt á merki skólans til vaxandi virðingar, svo lengi sem þess nýtur og viðunandi starfsað- staða er fyrir hendi. Að lokum er það ósk Menntaskóanum á lsafirði til handa, að hinn fámenni hópur nemenda, sem hóf nám sitt í skól- anum nú í haust, verði vísir að margfallt stærri hóp nem- enda, er hefiir göngu sína við skólann ár hvert, og þeir æskumenn, sem þaðan hverfa, verði íslenzku þjóðfélagi til gagns og virðingar. Meiritalutaflokkarnir gefast... Framhald af 1. síðu Reiðileysið i meðferð bæjar- málanna, skortur á samstarfs vilja og bæjarstjórakjörið eru orsakir samvinnuslita meiri- hlutaflokkanna. ÞEIR HAFA GEFIST UPP. TYLLIÁSTÆÐA Til þess að dylja framan- greindar staðreyndir, er nú sett á svið sú tylliástæða fyr ir samvinnuslitunum, að Barði Ólafsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknar, hafi svikið samkomu- lag meirihiutaflokkanna varð andi ráðningu í starf skrif- stofustjóra bæjarins. Barði lýsti þó strax yfir stuðningi við Magnús Reyni Guðmundsson í starfið, en umsókn þess manns, sem hin- ir bæjarfulltrúar meirihlutans studdu, kom fram löngu síð- ar. Það er ekkert einsdæmi, að bæjarfulltrúi meirihluta hafi greitt atkvæði með minnihlut- anum við ráðningu í störf hjá bænum og bæjarstofnunum, án þess að til samvinnuslita hafi komið. Nú þótti hins vegar henta að grípa tækifærið. Barði Ól- afsson, ungi maðurinn, sem Framsókn ætlaði að leiða til áhrifa í bæjarstjóm Isafjarð- ar, er nú yfirlýstur, sem póli- tízkur óbótamaður í höfuð- málgögnum meirihlutaflokk- anna. Þessar ásakanir voru jafnvel birtar í Tímanum, án þess að Barða væri jafnframt gefinn kostur á að láta í ljós álit sitt í sama blaði. Slík framkoma er hlutað- eigandi aðilum til skammar. Trúi þeir, sem trúa vilja, að kosning í starf skrifstofu- stjóra bæjarins hafi raunveru lega leitt til samvinnuslita meirihlutaflokkanna. Þeir, sem trúa, bera ekki mikið skynbragð á stjómmál. Á fölskn nótunum Orðrétt sagði Jón Á. Jó- hannsson, skattstjóri, þessi orð á framboðsfundinum í Alþýðuhúsinu fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar: „Mig langar til að skjóta því hérna inn í, að áróður- inn gegn unga fólkinu er m.a. sá, að annar maður á listan- um, Barði, jú hann spili. Ég fullyrði, að við Barði spilum ekki falskt, við látum þeim það eftir þessum herrum, sem sitja hérna beggja megin við mig.“ Barði hefur hingað til verið talinn sæmilega lagviss, en Tilkynning FRÁ BARNASKÖLA ÍSAFJARÐAR Samkvæmt tillögu Fræðsluráðs Isafjarð- ar hefir bæjarstjórn samþykkt „að bæjarsjóður ísafjarðar greiði 3/4 hluta af kostnaði við almennar tannviðgerðir skólabarna frá 1. marz sl.” En þar sem enginn samningur við tann- lækni er nú í gildi varðandi tannviðgerð- ir nemenda í barnaskólanum, verða að- standendur barnanna sjálfir að koma þeim til tannlæknis. Isafirði, 7. október 1970. Skólastjóri. Bændnr Stofnlánadeild landbúnaðarins vill minna bændur á það, að frá og með árinu 1971 þurfa teikningar samþykktar af Teiknistofu landbúnaðarins, að fylgja með Iánsumsóknum til deildarinnar. STOFNLÁN ADEILD LANDBÚNAÐARINS. Dánardægur Gísli Jónsson, fyrrum al- þingismaður lést í Reykja- vík hinn 7. október sl. Þessa merka athafna- og stjórnmálamanns verður minnst nánar í næsta blaði. hvernig hefur skattstjóranum gengið að stilla sína strengi? HVAÐ ER FRAMUNDAN ? Ekki er líklegt að formlegur meirihluti verði myndaður inn an bæjarstjórnar í bráð. Sameining Isafjarðar og Eyr arhrepps virðist nú skammt framundan, ef vel er á mál- um haldið. Þá verður að sjálfsögðu efnt til bæjarstjómarkosninga í hinu nýja sveitarfélagi, og jafnframt gefst ísfirðingum lækifæri, til þess að leggja dóm á þá atburði, sem nú hafa gerzt. Þeim dómi kviði ég ekki. Högni Þórðarson. Dánardægur Hinn 13. þ.m. andaðist Kristjana S. Gísladóttir, Smiðjugötu 1, Isafirði, kona Arnórs Magnússonar, skip- stjóra. Þeim hjónum varð 8 bama auðið, en auk þess ólu þau upp sonarson sinn. Eru 7 af börnum þeirra á lífi. Kristjana var fædd 4. júlí árið 1900 og átti heima á ísa- firði alla ævi. Hún var hin mætasta kona í hvívetna. Húseignir til sölu við Aðalstræti, Túngötu og Seljalandsveg á ísafirði. Upplýsingar gefur Jón Grimsson Aðalstræti 20, ísafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.