Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Vesturland - 01.10.1971, Blaðsíða 8
8 &JJR3> HfesJFlKZXXH S3fUlFSSiKF>SXiD(}(R Eyrhreppingar — Isfirðingar Trjggjnm oddvita Eyrar- hrepps setu i bæjarstjórn Við sameiningu Eyrarhrepps og ísafjarðar hljóta að koma upp vandamál, þar sem sérþekking á málefnum hvors sveitar- félags er nauðsynleg til farsællar lausnar. Þess vegna er nauðsynlegt að tryggja það, að fulltrúar frá báðum sveitarfélögunum, er mynda hinn nýja kaupstað, verði valdir til sveitarstjórnarstarfa. I kosningunum á sunnudaginn kemur hefur aðeins einn Eyr- hreppingur möguleika á að ná kosningu, en það er 5. maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Guðmundur H. Ingólfsson, oddviti Eyrarhrepps. Guðmundur hefur sýnt og sannað, að hann er traustur maður og fylginn sér, og hefur staðgóða þekkingu á málefnum Eyrar- hrepps. E YRHREPPIN G AR! Á atkvæðum ykkar getur oltið, hvort oddviti ykkar verður kjörinn í bæjarstjórn. ÍSFIRÐINGAR! Sýnið þann drengskap að tryggja einum Eyrhreppingi sæti í bæjarstjórninni, um leið og þið kjósið dugandi og traustan bæjarfulltrúa. TAKMARKIÐ ER Guðmundur H. Ingólfsson í bæjarstjórn. Lánsf jaðrir Sumir vinstriflokkanna vilja eigna sér þá hugmynd, að ráðinn verði framkvæmda- stjóri fyrir Fjórðungssam- band Vestfirðinga, sem gegni ýmsum öðrum störfum í þágu Vestfirðinga. Það er leitt til þess að vita, að þess- ir menn skuli þurfa að skreyta sig með lánsfjöðrum. Hið rétta í málinu er, að á Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var á ísafirði fyr- ir skömmu, var samþykkt eftirfarandi tillaga, sem borin var fram af Högna Þórðar- syni: Fjórðungsþing Vestfirðinga 1971 samþykkir að ráðinn verði framkv.stjóri Fjórð- ungssambandsins strax og fjárhagsástæður leyfa. Til þess að standa undir launagreiðslum starfsmanns- ins og skrifstofukostnaði, fel- ur þingið stjórn sambandsins að leita nýrra tekjustofna, s. s.: 1. Framlaga sveitarfélaga innan Fjórðungssambands Vestfirðinga. 2. Framlaga ríkis eða ríkis- stofnana. 3. Að kannaðir verði mögu- leikar á því, að verulegur hluti af launum og skrifstofu- kostnaði verði greiddur af ríkisfé, enda vinni framkv.- stjórinn jafnframt að gerð Vestf jarðaáætlunar í atvinnu-, heilbrigðis-, félags- og menn- ingarmálum í samráði við Efnahagsstofnunina, stjórn Fjórðungssambandsins og sveitarstjórnir á Vestfjörð- um. Mannval vinstrimanna Við Sjálfstæðismenn höfum bent á það hér í blað- inu og á framboðsfundum, að vinstriflokkarnir bjóði fram marga reynslulausa menn til bæjarstjórnar, sem lítt hafi kynnt sér bæjarmálin og meðferð þeirra. Vinstrimenn hafa mjög kveinkað sér undan því, að bent hefur verið á þessa staðreynd. En hafa kjós- endur gert sér grein fyrir því, að auk hinna reynslu- litlu frambjóðenda þurfa þessir flokkar, ekki sízt nýliðarnir, að velja fulltrúa sína í um það bil TUTTUGU RÁÐ OG NEFNDIR, sem starfa á vegum bæjarstjórnarinnar á ýmsum sérsviðum. Halda bæjarbúar, að til þeirra starfa fáist margir reyndir og hæfir menn úr röðum þessara litlu flokka?

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.