Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.07.1977, Blaðsíða 2

Vesturland - 22.07.1977, Blaðsíða 2
2 Útgefandi: Blaðnefnd: Ritstjóri: Afgreiðsla: Kjördæmisráð Sjálfsta'ðisllokksins i Wstfjarðak|ör<l;rm i Guömundnr Þórðarson Isafiiöi lórm. (iuðmundur Agnarsson Bolungarvík. Kinar K. Guöfinnsson Bolungarvik. Halldór Bcrnódusson Suöun yri. Hafsteinn Davíösson Fatrcksliröi. Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík Aö l'ppsölum fsafiröi simi B2II2. Vcrð í lausasölu kr. 70.00. Prentstofan Isrún h.f. Isafiröi. Aldrei meira gert ALDREI hefur í tíð nokkurrar rfkisstjórnar verið gert meira í fiskverndunarmálum, en núna, eftir að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar komst til valda. Þrátt fyrir að Ijóst sé að þorskurinn sé enn ofveiddur er það mál sjómanna og annarra þeirra er gleggst þekkja til að árangurinn af verndunar- aðgerðunum sé nú ótvírætt að koma í Ijós. Ríkisstjórnin hafði ótvíræða forystu um útfærslu landhelginnar f tvö hundruð mílur. Sjálfstæðisflokkurinn gekk til kosninga árið 1974 með þá kröfuá oddinum að landheigin yrði færð út. Alþýðubandalagið sem löngum hefur gumað af forystu í land- helgismálum, gerði þá lítið úr nauðsyn þess að færa landhelgina út í tvö hundruð mílur. Reynslan hefur hins vegar leitt í Ijós að þessi útfærsla var okkur nauðsynleg. Ennfremur að á alþjóða- vettvangi hefur þróunin orðið sú að strandrrki hafa krafist 200 mflna efnahagslögsögu. Við þurftum að berjast hart fyrir viðurkenningu á 200 mílna landhelginni. En okkur hefur tekist það sem við ætluðum okkur. Utlendingar veiða núna nær engan þorsk á miðunum umhverfis fsland, en fyrir útfærsluna veiddu þeir um helming alls þorskafla er hér fékkst Og einmitt þessa dagana er að koma í Ijós afar athyglisverð afleiðing útfærskunnar. Grálúða veiðist núna í stórum stil norðan við landið. Þetta gerist tvímælalaust vegna útfærslunnar. Austur-Þjóðverjar og Sovétmenn gátufyrirhana veitt grálúðu að vild með þeim afleiðingum að grálúðuveiði Islendinga lagðist nánast niður um margra ára skeið. En þó vel hafi tekist til með útfærslu landhelginnar, getum viö ísiendingar engan veginn hætt að hugsa um fiskverndun. Svo nærri var búið að ganga þorsksfofninum að enn um sinn þurfun við að beita ströngustu friðunarráðstöfunum. j þeim efnum hefur núverandi ríkisstjórn einnig mikið gert og um leið tekið tillit til þröngra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar. Nefna má að aldrei fyrr hefur verið lögð eins rík áhersla á að nýta aðrar fisktegundir en þorskinn en núna. Varið hefur verið miklum upphæðum f að athuga möguleika á að veiðaloðnuyfir sumarmánuðina, einnig kolmunna, djúprækju, svo eitthvað sé nefnt. Allar hafa þessar tilraunir gefið góðan árangur og ástæða er til að ætla að veiðar á þessum fisktegundum geti skapað þjóðarbúinu, ómæld verðmæti. Fiskverðsákvarðanir hafa einnig miðað að því að hvetja sjómenn til þess að veiða aðrar fisktegundir en þorskinn. Af þessum sökum var verð á karfa hækkað mjög mikið. En karfi er ein þeirra fisktegunda sem islendingar hafa veitt lengi og hafa hlotið reynslu í að selja. Þá var á aðeins einu ári aukin möskvastærð trolls úr 120 milllmetrum í 155. Nýjar og áhrifaríkar reglur voru settar um skyndilokanir veiðisvæða sem smáfiskur veiddist á. Loks voru eftirlitsmenn ráðmir til þess að athuga hvort það finndist of mikill smáfiskur í afla togaranna. Allar þessar aðgerðir hafa reynst áhrifaríkar. Erlendar þjóðir sem hér höfðu veitt um margar aldir hafa sklljanlega mjög reynt að þrýsta á íslensk stjórnvöld með að fá leyfi til fiskveiða í íslenskri iandhelgi, Ríkistsjórnin hefur mætt þessum beiðnum með fyllstu kurteisi, en jafnframt gert út- lendingum Ijóst. að ekkert er til skiptanna. Það er, ástand fiskstofna hér við land leyfi ekki veiðar útlendinga, Hinar miklu fiskverndunaraðgerðir íslendinga sjálfra, sem beinast að ís- lenskum fiskiskipum, sannfæra erlend stjórnvöld enn um hve mikil alvara liggur á bak við orð okkar um ofveiði þorskstofnsins. Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands sem hér var nýlega í oplnberri heimsókn sagði einmitt að eftir viðræður sínar við Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra, hefði hann sannfærst um hvílíka nauðsyn bæri til að vernda þorskstofninn við landið. Sjávarútvegsráðherra Matthfas Bjarnasun hefur verið ásakaður um að grfpa ekki til nægilega róttækra ráðstafana til verndunar á „Aldrei meiri þorskur“ „Samkvæmt okkar reynslu hefur aldrt i veriö meiri þorskur á ferðinni en í ár. Við höfum verið með sömu veiðarfærin í fjögur ár og fiskiríið hefur aukist síðan þá og mest af þorski. Sóknin hjá okkur á þessum tíma hefur þó ekkert aukist.” — Segir Guðjón Kristjánsson skipstjóri á Páli Pálssyni GuðjónKristjánssonskfpstjóri á Páll Pálssyni og formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar. Á þessa lelð fórust Guö- jóni Kristjánssyni skipstjóra á skuttogaranum Páli Páls- syni og formanni skipstjóra- og stýrimannafélagsisns Bylgjunnar orð, þegar frétta- maður Vesturlands ræddi við hann. ,,Það gera sér fáir grein fyrir hvað það þýddi í raun fyrir okkur að losna við út- lendingana af miðunum Það þýðir geysilega friðun á fiskinum,” sagði hann. ,,Þá virðast skilyðrin fyrir þorskinn vera afar góð um þessar mundir. Það er mikið af uppvaxandi loðnu. — Þorskinn virðist ekki vanta neitt.” Varöandi þær aögerðir sjávarútvegsráðherra, að banna um tiltekinn tíma allar þorskveiðar sagði Guðjón Kristjánsson: ,,Hafi þær verið nauðsyn- legar álít ég þær eðlilegar. Hins vegar get ég ekki mikið sagt hvað þær kunna að þýða fyrir okkur.fyrr en ég er búinn að sjá hvað aðrir stofnar gefa af sér. Vel má vera að unnt verði að veiða aðrar fisktegundir í ein- hverjum mæli, en svo kann einnig að fara að það takist ekki vel. Það atriði verður tíminn á leiða í Ijós.” t' " „Þurfti að banna þorskveiðarnar“ þorskinum . Þau dæmi sem hér hefur verið bent á sýní svo ekki veröur um villst að alrangt er að halda fram að ráðherrann hafi ekki viljað gera sitt ýtrasta til að vernda þorskstofninn. Það hefur hinsvegar verið markmiðið að reyna til þrautar að koma í veg fyrir að stöðva þyrfti veiöar, með hreinu þorskveiðibanni. Bann við þorskveiðum var því sett af illri nauðsvn. eftir ítarlegar viðræður við útvegsmenn, sjómenn og fiskifræðinga. Að vernda þorskinn er spurningin um að viðhalda efnahagslegu sjálfstæði okkar. Of mikill samdráttur f þorsk- veiðum nú kann einnig að verða okkur þungur í skauti. Núverandi ríkisstjórnin hefur tekið mið af hvoru tveggja og tekist vel. EKG ,,Ég held að alli séu sammála um að það þurfti að banna þorskveiðarnar”, sagði Guðmundur Guðmundsson formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða þegar Vesturland innti hann álits á þeirri reglugerð sem sjávarútvegsráöuneytið hefur sett, að banna allar þorskveiðar um tiltekinn tíma og áður hefur verið sagt frá í fréttum. Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður — segir Guðmundur Guðmundsson formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða ,,Það eru ekki miklir möguleikar á þessum árs- tíma að nýta aðrar fiskteg- undir, helst að maður eygi þann möguleika að veiða grálúðu'i sagði Guðmundur jafnframt. ,,Ég tel að þær skyndilok- anir sem gripið hefur verið til á ákveðnum svæðum hafi verið til góðs og allir munu vera sammála þeim eins og þæreru núna framkvæmdar. Hins vegar er ég algjör- lega ósammála þeim breyt- ingum sem Hafrannsóknas- stofninun vildi láta gera á viðmiðunararstærð þorsks- ins. Þar var aö mínum dómi gengið of langt. Stækkun á möskvanum úr 120 millimetrum í 155 var til bóta, svo og skipun eftirlits- manna til þess að hafa eftirlit með afla skipanna." Guðmundur Guðmunds- son kvaðst ekkivera nógu á- nægður með að ekkert kæmi fram í áliti fiskifræðingaanna um. að þörf væri á að vernda meira hrygningarsvæðin. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að friðun á þeim svæðum væri ekki síst mikil-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.