Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 17
óhegnt, sem leggur nafn hans viö hégóma." Þarna kemur mjög skýrt fram hversu alvarlegt þaö er aö brjóta þetta boðorð. Refsing vofiryfir þeim sem það gera. Þannig áréttar samhengið aö nafn Quös er heilagt af þvi að Guð er heilagur. Viö megum aldrei umgangast nafn hans af léttúð eða kæruleysi og ekki tengja það neinu sem felur í sér hirðuleysi eöa skort á virðingu. Um merkingu annars boðorös- ins segir Lúther: „Vér eigum aö óttast og elska Guð svo að vér eigi biöjum óbæna í nafni hans, sverjum, fremjum fjölkynngi, Ijúg- um eöa svíkjum, heldur áköllum það í allri þörf, biðjum, lofum og þökkum." Þannig ber ekki eingöngu að líta á boðorðin sem varúöarmerki gagnvart því sem á að láta ógert heldur jafnframt og ekki síður leiðbeiningu um það sem er rétt og æskilegt. Fyrsta boðorðið fjallar um veru Guðs en annað boðorðið um nafn hans. Þar er um aö ræða tvær hliðar á sama máli. í Biblí- unni er nafn hverrar persónu mjög mikilvægt, lýsir eðli hennar og eiginleikum. Aö misnota nafn er þvi alvarlegt brot gegn persón- unni sem ber nafnið. Nafn Guðs er tjáning á guðdómlegu eðli hans; opinberun hans sjálfs. Sá sem misnotar nafn Guðs hvorki óttast hann né elskar en þannig útskýrir Lúther (Fræðin minni) hvernig við eigum að kappkosta aö halda fyrsta boðorðið. Að halda fyrsta boðorðið er besta leiðin til að geta haldið annað boðoröið. Annaö boðorðið er prófsteinn á það hversu alvarlega við tökum fyrsta boðorðið. Því er ekki úr vegi í lokin að hnykkja á jákvæðri hvatningu boðorðsins. Nafn Guðs megum við og eigum að nota í réttu sam- hengi. Boöorðiö kallar okkur til bænar, lofgjörðar og þakkargjörö- ar til hans sem gefur allt og sem við eigum allt undir. | Hvers vegna eru ekki allar kirkjudeildir með sömu númeraröð á boðorðunum? í síðasta tölublaði Bjarma birtist grein um 1. boðorðið. Flér birtist önnur greinin og fjall- ar um 2. boðorðið. Þá er viðbúið að sumir lesendur fari að velta fyrir sér hvað hafi orðið um eitt boðorðiö. Ástæðan er sú aö hinn kristni heimur fylgir ekki allur sömu hefðinni. Til eru tvær myndir af boðorðunum. Þegar bækur á erlendri tungu eru lesnar þarf þess vegna að átta sig á hvorri röðinni er fylgt. Hér að neöan er skýring á þessum tveim röö- um boðorðanna. Hún er eftir dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor og birtist í Fræðum Lúthers hinum minni, útgefnum af Skálholtsútgáfunni árið 1993, bls. 14-15 og er hér birt með góðfúslegu leyfi höfundar: Biblíuleg mynd boðoröanna í 2. Mósebók eru boðorðin í þessari mynd: 1. Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. 2. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir þvi, sem er á himnum uppi, eður þvi, sem er á jörðu niðri, eöur því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já i þriöja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. 3. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þins viö hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma. 4. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þinar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvildist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. 5. Heiðra fööur þinn og móður þína, svo að þú veröir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér. 6. Þú skalt ekki morð fremja. 7. Þú skalt ekki drýgja hór. 8. Þú skalt ekki stela. 9. Þú skalt ekki bera Ijúgvitni gegn náunga þínum. 10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þins. Þú skalt ekki girnast konu náunga þins, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eöa asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á. Kirkjuleg mynd boflordanna Kirkjuleg mynd boðorðanna er styttri en biblíulega myndin, a.m.k. sú mynd boðorðanna, sem hefur veriö við lýði innan rómversk-kaþólsku og lúthersku kirkjunnar og fram kemur i Fræðunum minni. Ástæöa þess er sú, að á miðöldum fóru menn innan kirkjunnar í Vestur-Evrópu, Vesturkirkjunnar, að nota boðorðin tiu í sambandi við skriftir. Menn áttu að prófa samvisku slna í Ijósi boðorðanna og var mönnum uppálagt að kunna þau utan aö. Því var álitið, að þau þjónuðu best tilgangi sínum sem spegill fyrir samviskuna (skriftaspegill), ef þau væru sem styst minnisvers. Þess vegna voru allar skýringar og viðbætur felldar niður. Boðorðið um myndbannið var líka fellt niður, þar eð menn álitu, að það væri ekki sjálfstætt boðorð, heldur skýring á fyrsta boöoröinu, þar sem væri út- skýrt í hverju tilbeiðsla framandi guöa væri fólgin. Tiunda boðorðinu samkvæmt 2. Mósebók var skipt í sundur, svo aö tala boðorðanna varð tíu. Lúther játaðist þessari skoðun og hélt boðorðunum i sinni kirkjulegu mynd. En hann tók inntak boðorðsins um myndbannið upp í heildarútskýringu við boðorðin. Kalvín tók aftur á móti upp þá mynd boðoröanna sem er aö finna í 2. Mósebók, svo aö kirkjur mótaðar af Kalvín, hafa boðoröin þannig. Kirkjan í eystri hluta Evrópu, Austur- kirkjan, hefur líka þá mynd boðorðanna. 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.