Heilbrigðismál - 01.12.1949, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.12.1949, Blaðsíða 4
sóttinni sé komnar á brautarenda, þar sem ekki verður lengra kom- izt í bili. Reyna verður einhverjar nýjar leiðir og ekki er ómögulegt að við gætum lagt þar eitthvað til málanna ef við hefð'um skilyrði nútíma vísinda til slíkra rannsókna. Ef við eigum kost á slíku boði er vonandi að stjórnarvöldin hafi vit á að þiggja það. Slík stofnun væri mikill metnaðarauki og ætti að geta orðið okkur til sóma. Við eigum marga unga, efnilega lækna, sem mikils mætti vænta af, ef þeir hefðu slík vinnuskilyrði. Og ekki skortir verkefnin. Nýtt sjóveikismeSal Amerísku læknarnir O. Lucius Gay og P. E. Carliner athuguðu sjóveiki í 1366 hermönnum, sem fóru frá New York til Bremerhaven á herflutningaskipi sem var 13.000 smálestir að stærð. Skipið fór af stað þ. 27. nóvember 1948, félck vont veður á leiðinni og kom ekki til Bremerhaven fyrr en 7. desember. Fjórar deildir í skipinu, 3E, 3F, 4E og 4F, voru teknar til þessara athugana vegna þess að hreyfingin í þeim af sjógangi var sú sama. Af þeim 485 mönnum, sem í þessum deildum voru, fékk helmingur- inn nýja sjóveikismeðalið dramamin, eða töflu, sem var eins að út- liti, en án meðalsins, um leið og skipið lét úr höfn frá New York. Hinn helmingurinn fékk dramamin, eða gerfitöflu, tveim til tólf klukkutímum eftir að sjóveiki varð vart. Nægilega margir fengu gerfi- töflur til samanburðar. Dramamin var gefið í 100 mg. skömmtum fimmta hvern klukkutíma og fyrir svefn. Lyfið kom í veg fyrir sjó- veiki hjá öllum nema tveim mönnum af 134 í deild 3E. Gerfitaflan hindraði ekki sjóveiki hjá neinum í 3F. Þeim 34 mönnum, sem veikt- ust þar, létti algerlega innan klukkutíma sjóveikin, eftir að þeir fengu dramamin. Lyfið læknað'i líka algerlega 13 menn, sem urðu sjóveikir í 4E, úr því að þrír klukkutímar eða lengra var liðið frá því að þeir létu úr höfn. Gerfitafla bætti ekki líðan 14 manna, sem urðu sjó- veikir í 4F, en þeim létti öllum algerlega hálftíma eftir að þeir fengu dramamin. Nítján mönnum, sem urðu sjóveikir 3 klukkutímum eða meira eftir brottför frá New York, létti eftir að þeir fengu gerfitöfl- urnar og þurftu engra lyfja með upp frá því. Alls voru 881 í öð’rum deildum skipsins. Af þeim urðu 195 illa sjóveikir. Af þeim batnaði 187 algerlega hálftíma eftir að þeir fengu dramamin. Ferðin stóð yfir í 10 daga og lyfið var gefið 389 sjóveikum mönnum. Af þeim batnaði 372 algerlega innan klukkustundar frá því að þeir tóku inn 100 mg. af meðalinu. Seytján mönnum létti aðeins að' nokkru leyti. Dramamin er tekið inn, en ef uppköst eru mikil, svo að hætt er við að sjúklingurinn kasti því upp, má láta það inn í endaþarminn. 4

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.