Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Hin gömlu kynni Smásaga eftir HANS KLAUFA EG ER aftur kominn lieini til ættjarðar minnar, eftir að liafa dvalið langvistum erlendis. Mörg undanfarin ár hef ég ferðast stað úr stað, numið ný lönd, kvnsl nýju fólki, lært nýja siði. Þessi ór liafa reynst mér lærdómsrik, og ég mun búa að þeim það, sem eftir er ævi minnar. Ég hef unnið fyrir mér með pennan- um mínum, og það héfur oft verið þröngt í búi hjá mér, en ég hef líka verið rikur öðru hvoru. Eg hef lifað marga langa og fagra sólskinsdaga, en ég hef heldur ekki farið varhluta af dimnnun dögum, fullum leiðinda og heimþrár. Vor hverl hef ég horft löngunarfullum augum á eftir far- fuglunum, sem beint liafa flugi sínu norður á bóginn. Norður heim til átthaganna minna. Mig hefur langað til að fylgja þeim eftir, en ég lief all- af staðist mátið. Minn tími var ekki kominn. Aætlunarverki mínu var ekki lokið. Er ég yfirgaf ættland mitt, steig ég á stokk og strengdi þess lieit, að snúa ekki aftur, fyr en ég hefði getið mér frægð og frama. Draumar mínir Iiafa rætsl. Ég er orðinn kunn- ur fyrir ritstörf mín, og hamingjan brosir við mér. Burtfarardagur minn, fyrir sautján lárum, er mér enn í fersku minni. Ég var fátækur, umkomulaus drengur, er ég lagði af stað í hina löngu ferð. Ég átti hvorki nesti né nýja skó, en ég átti mér fagra framtíðardrauma og ódrepandi vilja til þess að verða köllun minni trúr. Slíkt veganesti verður aldrei að fullu metið. Hópur þeirra manna, er fvlgdu mér til skips, var fámennur. Árnaðaróskirn- ar voru hvorki margar né fjölbreytl- ar. Síðan befir margt breytsl. Tala þeirra, er virða mig viðlals, virðist hafa vaxið að mun síðustu árin. Nú eru til menn, er liætta sinn dýrmæta lifi með því að fara yfir hinar fjöl- förnustu götur, aðeins til þess að þrýsta hönd mína og spyrja um líðan mína. Maður skyldi halda, að allir þessir vingjarnlegu menn hefðu bor- ið mig fyrir brjósti, frá því ég var barn, en það efast ég nú um. Ég brosi til þessara manna, og undantekning- arlaust misskilja þeir bros mitt. Bros mitt á rót sína að rekja til þess, að þetta eru sömu mennirnir, er töldu það ekki ómaksins vert að kasta á mig kveðju fyrir fáeinum árum. Timarnir breytast og mennirnir með. Samkvæmissalir auðmanna og brodd- borgara þessa bæjar standa mér opn- ir. Ég er i tisku eins og stendur. En hver veit, hve lengi það varir. Tískan er hverful - eins og svo margt annað. Nú labba ég um göturnar og hef gaman af því að alhuga það, sem fyrir augun ber. Mér verður starsýnt ó allar þær miklu breytingar, seni

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.