Samtíðin - 01.06.1955, Side 17

Samtíðin - 01.06.1955, Side 17
SAMTÍÐIN 13 Albert Schweitzer EINHVERN TÍMA lásum viö þau ummæli norsks konungs um Gissur biskup ísleifsson, að úr honum hefði mátt gera þrjá menn: vikingahöfð- ingja, konung eða biskup, og væri hann til alls væI fallinn. Albert Schweitzer, þýzki mann- vinurinn, sem sæmdur var friðar- verðlaunum Nóbels 1952 (hann mátti að vísu ekki vera að því að veita þeim viðtöku fyrr en tveim ár- um seinna), liefur fært lieiminum heim sanninn um, að hann er af- burðamaður á fjórum sviðum að minnsta kosti. Iiann ,er talinn einn mesti heimspekingur, sem nú er uppi, og höfuðböli mannkynsins lýs- ir hann með þessum orðum: Menn, dýr, jurtir og allt anuað í veröldinni heyja hatramma lífsbaráttu í sí- felldri samkeppni hvert við annað, og reynir hver að tortíma öðrum. Læknisráð hans við öllu þessu böli Vyiilifmenni /0 llrif)nr altlarinnar: ALBERT SCHWEITZEB er ofur ,einfalt: aðeins meiri góð- vild. Hinn mikli mannvinur i sveita- læknisgervinu veit, að það mundi verða marghrjáðum heimi allra meina hót. „Veröldin er ægilegur draumur um viljann til að lifa, andhverfan sjálfum sér,“ segir Schweitzer, og hann ráðleggur mannkyninu að bera lotningu fyrir lífinu, „enda á sérhver maður að finna til tak- markalausrar ábyrgðar gagnvart öllu, sem lifsanda dregur. Það er skvlda hans að gera allt, sem í hans valdi stendur til að hjálpa með- bræðrum sínum. Það er gott að við- halda lifinu og efla það, en slæmt að vinna því tjón,“ eins og hann kemst að orði. Schweitzer býður mönnum að fórna sér fyrir aðra. Honum er ekki nóg, að háskólakennarinn leysi fræðslustarf sitt af hendi á viðun- andi hátt, að listamaðurinn iifi ein- göngu fyrir list sína, né að athafna- maðurinn fullnægi einungis starfs- hvöt sinni með framkvæmdum sín- um. Hann krefst þess, að allir þess- ir menn fórni hluta af lífi sinu fyrir aðra. Þetta mun ýmsum þykja ærið hörð kenning, og ekki er hún i anda þess fólks, sem blásið hefur að glæð- um illúðar og mannhaturs á þessari öld, bölvalda mannkynsins. En hún ,er hins vegar einn af hyrningarstein-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.