Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 41

Fréttablaðið - 23.01.2010, Page 41
Laust er til umsóknar starf yfirmanns Áhættustýringar Landsbankans. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á fjármálamarkaði. Hlutverk Áhættustýringar er að greina og hafa eftirlit með heildaráhættu bankans. Sex deildir tilheyra einingunni: Eigna- og skuldaáhætta, hagdeild, hönnun og greining, markaðsáhætta, rekstraráhætta og útlánaáhætta. Helstu verkefni: • Stjórnun og skipulagning áhættustýringar í bankanum. • Stuðningur við yfirstjórn við að koma á og miðla markmiðum um áhættutöku. • Yfirumsjón og eftirlit með gerð og útgáfu áhættuskýrslna, gæðum áhættugagna og skilum á skýrslum til hlutaðeigandi aðila, þar með talið bankaráðs og eftirlitsaðila. • Samskipti við eftirlitsaðila og matsfyrirtæki. • Yfirumsjón með mati á virðisrýrnun, álags- og sviðsmyndaprófunum og útreikningi á eiginfjárnotkun. Hæfniskröfur og eiginleikar: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Haldgóð reynsla og þekking á verkefnum fjármálafyrirtækja. • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Fagmennska og heiðarleg vinnubrögð. • Framúrskarandi greiningarhæfileikar. • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum. • Gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar veitir: Atli Atlason, framkvæmdastjóri Starfsmanna sviðs í síma 410 7904. Umsókn fyllist út á vef bankans, www.landsbankinn.is, merkt „Yfirmaður Áhættustýringar“. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Yfirmaður Áhættustýringar Viltu vera í okkar liði? Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 10 þúsund einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Verkefnastjóri í áætlana- og skýrslugerð Starfið tilheyrir sölu- og markaðssviði Actavis á Íslandi og eru helstu verkefni sviðsins markaðssetning og kynning á vörum fyrirtækisins, gerð sölu- og kynningaráætlana, birgðastýring og skráning lyfja á innlendan markað. Starfið felur m.a. í sér áætlana- og skýrslugerð fyrir sviðið og ábyrgð á þeim. Um er að ræða gerð söluáætlana fram í tímann, áætlanir fyrir líðandi ár sem og reglulega skýrslugerð um sölu og birgðir. Starfsmaður hefur auk þess umsjón með birgðahaldi í samvinnu við starfsmann birgðaeftirlits. Við leitum að einstaklingi með viðskiptamenntun en háskólapróf í lyfjafræði, hjúkrunarfræði eða raunvísindum kemur einnig til greina auk þess sem reynsla af íslenska lyfjamarkaðinum er kostur. Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu, auk góðrar tölvukunnáttu og þá sérstaklega í Excel. Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, jafnframt er gerð krafa um sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir, risaksdottir@actavis.com. Actavis Group Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 31. janúar nk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.