Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 3 „Hingað kemur fjölbreyttur hópur fólks, allt frá iðnaðarmönnum til ráðherra og rektora,“ segir Sig- urður Jónas Eysteinsson, eigandi Núðluskálarinnar á Skólavörðustíg 8, þegar blaðamaður stelur honum stundarkorn frá súpupottunum. Sigurður opnaði Núðluskálina í nóvember síðastliðnum en hafði verið með hugmyndina að staðn- um í maganum í fjölda ára. Fyrir rúmu ári var stefna hans í lífinu þó allt önnur en sú að gerast súpu- kokkur. „Ég var að vinna sem ráðgjafi hjá Capacent ráðningum og var nýtekinn við nýju starfi sem sér- fræðingur í ráðningum erlendra sérfræðinga, aðallega í banka- geirann. Í október 2008 var þeirri vinnu sjálfhætt,“ segir Sigurður glettinn. Í framhaldi af hruninu ákváðu hann og maður hans, Kristj- án Hannesson, að setja til hlið- ar peninga í sjóð sem þeir ætluðu að grípa til ef stefnan yrði sett út fyrir landsteinana, sumsé hálf- gerðan landflóttasjóð. „Á sama tíma vorum við þó að velta fyrir okkur öðrum möguleikum. Ég hafði til dæmis í fimmtán ár beðið eftir því að einhver myndi opna núðlubar og velt fyrir mér hvern- ig ég myndi útfæra slíkan stað,“ segir Sigurður. Hann tók síðan að sér kennslu í prismanámi og í þeirri skapandi orku sem þar ríkti ákvað hann að útfæra núðlubars- hugmyndina fyrir alvöru. Í Núðluskálinni eru aðeins í boði soðnar núðlur. „Hér er ekk- ert brasað, aðeins fersk og saðsöm hollusta,“ segir Sigurður glaðlega en hann sækir bragðheiminn til Taílands þar sem hann var skipti- nemi átján ára gamall. Hugmynd- ina að framsetningu matarins sækir hann hins vegar til Hong Kong. Sigurður stendur sjálfur yfir pottunum en fær hjálp frá eigin- manninum á kvöldin. Hann eldar fjölbreyttar súpur, sumar aðeins með grænmeti en aðrar með kjúkl- ingi og kalkúnabollum. „Kjötinu má svo alltaf skipta út fyrir tófú og þannig henta allir réttirnir grænmetisætum,“ segir Sigurður súpukokkur. solveig@frettabladid.is Landflóttasjóðurinn var notaður í Núðluskálina Þegar Sigurður Jónas Eysteinsson missti starfið haustið 2008 stefndi hugur hans til útlanda. Hins vegar varð gömul hugmynd um núðlubar til þess að breyta fyrirætlunum hans. EL BULLI, spænski veitingastaður- inn, sem hefur margsinnis verið valinn sá besti í heimi, verður lokaður í tvö ár frá og með 2012. www.freisting.is Sigurður gæðir sér á girnilegri núðlusúpu í Núðluskálinni á Skólavörðustíg. FR ÉT TA B LA IÐ /A N TO N Vínsmakkarinn er vefsíða sem Stefán Guðjónsson og Sævar Már Sveinsson halda úti. Þar eru þeir með vínumfjöllun, smökkun og fróðleik. www.smakkarinn.is Í tilefni áttræðisafmælis Hótels Borgar býður Silfur upp á tilboðsmatseðil með ljúffengum afmælisréttum þar sem val er milli tveggja forrétta og tveggja aðalrétta og endað á 578 2008 EINSTAKT KVÖLD Á GRILLINU Ljúffengur matur og víðáttumikið útsýni gera kvöldið einstakt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.