Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.10.1965, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 Þeir VITRU sögðu Nýjar bækur f GEIR HALLGRlMSSON: „Saga fram- tíðarinnar verður skrifuð af öllurn Islend- ingum, sem nú lifa og eftir eiga að starfa — að vísu mismunandi sterkum og ör- lagaríkum dráttum .... Sumum mönn- um finnst stundum allt vera leiðinlegt og fánýtt — telja, að enginn hugsi nema þeir, en allir aðrir sinni aðeins líðandi stund. Slíkur nöldurtónn getur einstaka sinnum komið af stað gagnlegunt lífs- hræringum, en almennt ber hann vitni þess, að nöldrarinn gerir meiri kröfur til annarra en sjálfs sín. Fullyrða má, að eng- in kynslóð hefur átt betra hlutskipti á íslandi en við, sem nú lifum, og vafa- samt er, að annars staðar um víða veröld sé nú skemmtilegra að lifa en á Islandi, meiri tækifæri til að tjá sig og betri mögu- leikar að njóta hæfileika sinna. Óvíða á ungt fólk fleiri leiðir opnar. Óvíða getur æskumaðurinn betur reynt krafta sína í lífsbaráttunni og fundið, að bað rnunar um hann og framlag hans. Hér þarf ein- staklingurinn ekki að hverfa í fjöldann.“ PICASSO: „Ég er ekki einn af þeim, sem vantreysta ást við fyrstu sýn, en ég álít, að maður eigi að skoða stúlkuna oft- ar en einu sinni. . . Hvísl fallegrar stúlku heyrist hetur en háværasta rödd skyld- unnar . . . Maður, sem á ekki konu, sem trúir á hann og elskar hann, er í þann veginn að glata sjálfsvirðingu sinni.“ H. W. BEECHER: „Sérhver rnaður ætti að eiga sér rúmgóðan kirkjugai’ð til þess að grafa yfirsjónir vina sinna í.“ OLIVER WENDELL HOLMES: „Arf- gengi er strætisvagn, sem allir foifeður okkar aka í. öðru hverju stingur einhver þeirra höfðinu út og kemur okkur í bobba.“ Guðrún A. Jónsdóttir: Taminn til kosta. Skáld- saga. Fyrri og síðari hluti. 298 l)ls., íb. kr. 240.00. Jakob Jónsson: Myllusteinninn. Skáldsaga. 223 bls., ib. kr. 240.00. Anitra: Guro. Skáldsaga. Stefán Jónsson þýddi. 220 bls., íb. kr. 190.00. I’áll G. Kolka: Úr myndabók læknis. Bókin hef- ur að geyma ýmsar minningar frá læknisævi höfundar, kvæði, fyrirlestra og ritgerðir. 280 bls., íb. kr. 284.00. Heinz Knoke: Ég flaug fyrir foringjann. Sjálfs- ævisaga eins fremsta orustuflugmanns Þjóð- verja i siðari heimsstyrjöldinni. Með mynd- um. Ásgeir Ingólfsson jxýddi. 171 bls., íb. kr. 220.00. Björn Jóhannsson: Frá Valdastöðum til Vetur- húsa. Brot úr endurminningum. Mcð mynd- um. 223 bls., íb. kr. 200.00. Fegurst af öllum. Saga aðalsmeyjar og bónda- sonar. G. M. Thompson þýddi. 105 bls., ib. kr. 110.00. Ragnheiður Jónsdóttir: Og enn spretta laukar. Úr minnisblöðum Þóru frá Hvammi. 180 bls., ib. kr. 245.00. Wladimir Korolenko: Blindi tónsnillingurinn. Skáldsaga. 2. útg. Guðmundur Guðmundsson þýddi. 142 bls., ób. kr. 85.00. Ólafur Olavius: Ferðabók I. bindi. Landshagir i norðvestur — norður- og norðaustursýslum Íslands 1775—1777. Steindór Steindórsson þýddi. 330 bls., íb. kr. 425.00. Steinn Steinarr: Ivvæðasafn og greinar. Inn- gangur eftir Kristján Karlsson. 371 bls., ib. kr. 445.00. Signe Utne: Skólaástir. Skáldsaga fyrir ungar stúlkur. Guðrún Guðmundsdóttir þýddi. 128 bls., ób. kr. 120.00. John Steinbeck: Mýs og menn. Lcikrit (Smá- bækur Menningarsjóðs 17). Ólafur Jóh. Sig- urðsson þýddi. 117 bls., íb. kr. 140.00. Útvegnm allar fáanlegar bækur. Kaupið bæk- urnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bókaverzlun Isafoldar Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.