Bækur og menn - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Bækur og menn - 01.12.1936, Blaðsíða 3
:ækur og menn 3 TÍðburður í þjóðlegum fræðum, að bók þessi skuli vera komin út. Þar er bók, sem lengi mun verða í góðu gildi, bók, sem á það skilið að verða mikið keypt og mikið lesin, bók, sem á að skipa virðingarsæti hjá íslenzkum bóka- mönnum, við hliðina á Þjóðsögum Jóns Árnasonar“. Pálmi Hannesson rektor segir m. a.: ,,Bókin er vegleg- ur varði yfir hinn ágæta og fjölfróða mann. En bókin er meira. Hún er merkilegt heimildarrit um menningu og atvinnuhætti þjóðarinnar, og hygg eg fyrir víst, að margir muni leita þangað fróðleiks um liðna tíma“. Eins og í æfintýri. Allir þekkja æfintýrin um kóng og drottningu í ríki sínu og karl og kerlingu í koti sínu. Karl og kei'ling áttu son, og kóngur og drottning áttu fegurstu kóngsdótturina í veröldinni. En það atvikaðist venjulega þannig í æfintýr- unum, að karlssonurinn vann kóngsdótturina fögru og hálft ríkið meðan kóngur lifði, en allt eftir hans daga. Margir hafa litið og líta smáum augum á þessi æfin- týri, telja þau hégilju eina og að engu hafandi — en lesa þau samt. En af hverju halda menn, að þessi æfintýri séu lesin enn þann dag í dag? Það er í fyrsta lagi af því, að þau hafa í sér fólgin mikil og eftirtektarverð sannindi. Og það er í Öðru lagi af því, að þessi æfintýri eru alltaf að gerast með öllum þjóðum og á öllum tímum. Þau ger- ast að vísu ekki bókstaflega nema örsjaldan, en þau ger- ast samt. í æfintýrunum var það æfinlega afburðamaðurinn — að viti og hreysti —, sem hnossið hreppti. Karlssonurinn þurfti að leysa af hendi hverja þrekraunina annari meiri, áður en hann eignaðist ríkið. Svona var það — og svona er það. Enn þann dag í dag þarf vit og þrek til þess að sigrast á erfiðleikunum, áður en komist er að takmark- inu, en það birtist enn sem fyrr oft í líki fagurrar meyjar, valda, frægðar eða fjármuna. Og eins og í gamla daga finnst þeim, er markinu nær, að hann sé ,,konungur“ — sem allir vegir séu færir. Einn af þessum ,,karlssonum“, sem sigrað hafa, er landi vor Kristmann Guðmundsson. Hann fór að heiman úr kot- inu fyrir eitthvað 15 árum, og hélt út í heiminn til að leita sér fjár og frama. Hann hafði lítinn farkost, varla meira en skreppu með nokkrum molum, slitin klæði og tóma pyngju. Hann kom í óþekkt land öllum ókunnugur, en með dæmafáum dugnaði samfara góðum hæfileikum vann hann hið ókunna land og lagði það undir sig — ekki með valdi og ofbeldi, heldur með penna sínum, anda sín- um, valdi hins ritaða máls. Strax og Kristmann Guðmundsson var orðinn kunnug- ur tungu landsmanna, tók hann að semja skáldrit, sem fram á þennan dag eru að auka hróður hans ekki ein- ungis um öll Norðurlönd, heldur víðsvegar um Evi'ópu og jafnvel víðar. Frá því hefir verið skýrt hér heima, að nýlega sé ein af bókum Kristmanns komin út á kínversku hjá stærsta bóka- forlagi i Asíu. Og ekki nóg með það, heldur sé þessi bók, Brúðarkjóllinn, gefin út í safni ,,klassiskra“ rita. Það hefir verið furðu hljótt um þessa frétt hér á landi; menn hafa líklega ekki tekið eftir henni fyrir stríðsfrétt- um frá Spáni o. fl., en vissulega hefði hún átt að vekja meiri fögnuð hér en hún virðist hafa gert. Það kemur hér fram sem oftar, að „enginn er spámaður í sínu föðurlandi“. Það er ekkert skrum, þótt sagt sé, að Kristmann Guð- mundsson sé a. m. k. annar víðþekktasti íslenzki rithöf- undurinn. Koma ekki aðrir til greina, sem þekktari séu, en Nonni (Jón Sveinsson). Og megum vér vera stoltir af að eiga slíka fulltrúa meðal erlendra þjóða. Að lokum mætti geta þess til gamans, að vér höfum séð í bókahillu hér í bænum bók eftir Kr. G. á 10 tungumálum. Það eru ekki margir, sem hafa unnið ,,kóngsríkið“ á jafnskömmum tíma og íslendingurinn Kristmann Guð- mundsson. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS er félag allra landsmanna. Arbók Ferðafélags Islands er meira virði en hún kostar. Fæst aðeins hjá Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar. Isafoldarprentsmiðjii h.f.

x

Bækur og menn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bækur og menn
https://timarit.is/publication/651

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.