Fréttablaðið - 18.08.2010, Side 6

Fréttablaðið - 18.08.2010, Side 6
6 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hverjar eru afleiðingar monsún- flóðanna í Pakistan? PAKISTAN Monsúnflóðin í Pakistan hafa kostað meira en 1500 manns lífið. Nærri 900 þúsund hús hafa gereyðilagst eða skemmst illa og uppskeran af meira en þremur milljónum hektara af ræktarlandi er ónýt. Flóðin hafa haft alvarleg áhrif á líf nærri 20 milljóna manna og meira en 700 þúsund manns hefur þurft að bjarga úr beinni hættu. Milljónir manna bíða enn eftir neyðaraðstoð, þrátt fyrir þrot- laust starf heimamanna og víð- tæka aðstoð að utan. Alþjóðastofn- anir og innlend líknarfélög hafa unnið hörðum höndum að því að koma matvælum, vatni og lyfjum til fólks á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Verst hefur ástandið verið í hér- uðunum Púnjab og Sind, og enn má búast við auknum flóðum í Sind- héraði neðarlega í Indusfljóti næstu tvo daga. Alþjóðlegar hjálparstofnanir segja þó að viðbrögðin við beiðni um fjárhagsaðstoð frá öðrum lönd- um hafi ekki verið jafn rausnarleg og vonast var til. Asaf Ali Zardari, forseti Pak- istans, viðurkenndi sömuleiðis í gær að stjórnvöld heima fyrir hefðu ekki brugðist við af nægum krafti. „Jú, ástandið gæti verið betra. Jú, gera hefði mátt frekari ráð- stafanir. Jú, allt hefði getað verið betra. Því miður,“ sagði hann á lok- uðum fundi með innlendu hjálpar- starfsfólki. „Við verðum samt að halda áfram þrátt fyrir þá gagn- rýni sem við fáum,“ bætti hann svo við. Zardari beið mikinn álitshnekki þegar hann ákvað að halda í ferða- lag til Evrópu í síðustu viku þegar flóðin voru að komast í hámark. Venjulega færir monsúntíðin Pakistan langþráða úrkomu síð- sumars í kjölfar steikjandi sum- arhitanna. Oft fylgja úrhellinu þó flóð, en þau eru mismikil og þetta árið eru þau verri en þekkst hefur í áttatíu ár. Tjónið af völdum flóðanna í ár verður meira en tjónið sem varð af jarðskjálftanum mikla þar í landi árið 2005. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, heim- sótti flóðasvæðin á sunnudag og sagði þessi flóð ekki eiga sér for- dæmi, þess vegna þurfi líka meiri aðstoð þangað en áður eru for- dæmi fyrir. Sameinuðu þjóðirnar óskuðu í síðustu viku eftir fjárframlögum upp á 459 milljónir dala, eða um 55 milljarða króna, til neyðarhjálp- ar. Stjórnvöld í Pakistan fullyrða að nú þegar hafi borist fé eða lof- SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Vilt þú að lögregla fái heimildir til að rannsaka einstaklinga án þess að grunur sé um ákveðið brot? Já 45,0% Nei 55,0% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fannst þér rétt að færa yfir- mann kynferðisbrotadeildar til í starfi eftir ummæli hans í fjölmiðlum? Segðu þína skoðun á visir.is Milljónir manna bíða enn aðstoðar Monsúnflóðin í Pakistan hafa raskað lífi 20 milljón manna og meira en 700 þúsund hefur verið bjargað úr beinni hættu. Zardari viðurkennir að viðbrögð stjórnvalda hafi ekki verið nógu góð. Íslenska ríkið gefur 23 milljónir króna. Monsúnflóðin í Pakistan Flóðin í ár eru þau mestu sem orðið hafa í 80 ár. Tjónið er meira en jarð- skjálftinn mikli árið 2005 olli. KÍNA KASMÍR-HÉRAÐ (stjórnað af Pakistan) KASMÍR-HÉRAÐ (stjórnað af Indlandi) Kýber Paktúnva Ættbálkasvæðin BALÚKISTAN PÚNJAB SIND INDLAND Indusfljót Arabíuflói © Graphic News Heimild: Sameinuðu þjóðirnar Taunsa Multan Chashma Kalabagh Lahore Islamabad Peshawar Guddu Sukkur Kotri Hyderabad Karachi Quetta P A K I S T A N Mikil áhrif Nokkur áhrif Stíflur í Indusfljóti 160 km BÚSLÓÐINNI BJARGAÐ Nærri 900 þúsund hús hafa gereyðilagst eða skemmst illa í flóðunum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGGÆSLUMÁL „Ég hafna ekki hug- myndum um forvirkar rannsóknar- heimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eft- irlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirk- ar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög var- lega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar,“ segir hún og hrósar jafnframt dóms- mála- og mann- réttindaráð- herra fyrir að setja jafn mik- ilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpa- starfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis.“ Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lög- reglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um sak- næmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. - jss ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR Þingflokksformaður Samfylkingar styður hugmyndir dómsmálaráðherra en Ung vinstri græn mótmæla harðlega: Vill strangt eftirlit með forvirkum rannsóknum orð um fé sem nemur 352 milljón- um dala, jafngildi ríflega 42 millj- arða króna. Alþjóðabankinn sagðist í gær ætla að leyfa að 900 milljónir dala af þeim lánum, sem Pakistan hefur þegar fengið hjá bankanum, megi nota til hjálpar- og uppbyggingar- starfs í staðinn fyrir önnur verk- efni í landinu, sem féð var ætlað til. Samkvæmt tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu í gær hefur verið ákveðið að íslenska ríkið leggi 23 milljónir króna til neyðarastoðar í Pakistan. gudsteinn@frettabladid.is Ég hafna ekki hug- myndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR ÞINGFLOKKSFORMAÐUR SAMFYLKINGAR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.