Fréttablaðið - 10.09.2010, Side 34

Fréttablaðið - 10.09.2010, Side 34
8 föstudagur 10. september af öðrum vörum 20% afsláttur Skokkar Áður 16.990 NÚ 12.990 Kjólar Áður 16.990 NÚ 12.990 Í FLASH Stærðir 38-48 Stærðir 38-48 NÝ SENDING FRÁ PARÍS Tískan verður á óformlegu nótunum en þó snyrtileg í haust og vetur. Köflóttar skyrtur verða vinsælar hjá karlmönnum á meðan konurnar klæðast síðum prjónapeysum sem þær reyra saman í mittið. Fylltir hælar, stígvél og reimaðir skór verða áfram áberandi. Föstudagur fékk nokkra vel valda spekúlanta til að lýsa hauststraumum tískunnar. TÍSKULÖGGUR LEGGJA LÍNURNAR Afslappað og snyrtilegt. Þannig lýsir Stefán Svan Aðalheiðarson, starfsmaður hjá GK, herratísk- unni í haust og vetur. „Tískan verður nokkuð óform- leg á næstunni, mikið um köfl- óttar skyrtur og chinos-buxur, sem hafa notið nokkurra vin- sælda. Við þetta er svo sniðugt að nota jakka og skó í fínni kant- inum, einhneppta, aðsniðna og fremur stutta jakka og svo ljós- brúna eða koníakslitaða skó í svona „Camebridge-lúkki“. Reim- uð ökklastígvél eru líka mjög heit.“ Jarðlitir, gráir og brúnir tónar í bland við sterkari liti á borð við rauðan og bláan og fjólu- bláan verða að hans sögn áber- andi á næstunni og sömuleiðis gallaefni. „Hvað gallaföt varðar, þá heldur þessi ljósi litur sem var í sumar áfram og við bætist þessi eilítið dökki litur sem er vinsæll á veturna.“ Dömutískuna í haust og vetur segir Stefán einkennast af kven- legum sniðum. „Við eigum eftir að sjá nokkuð af aðsniðnum kjól- um úr fínu efni, svo sem silki og flaueli, sem ná niður að hnjám. Þetta er mjög klæðileg sídd sem hentar konum á öllum aldri. Svo eru það buxurnar sem ná hátt upp í mitti, eru svolítið „loose“ efst og mjókka svo niður. Við þær eða gott pils er tilvalið að klæð- ast fallegri blússu og girða ofan í. Nú, notalegar, víðar og fallegar prjónapeysur eiga alltaf vel við á veturna og ekki verra ef þær eru úr kasmír.“ Þá getur hann þess að gróf stígvél og „turna-hælar“ séu það sem verði áberandi í skótísku kvenna á næstunni. Köflóttar skyrtur & koníakslitaðir skór Fylltir hælar, stígvél og her-mannaklossar. Í stuttu máli sagt er þetta og á eftir að verða heitast,“ segir Hildur Guðrún Halldórsdóttir hjá GS skóm í Kringlunni, innt út í skótísku kvenna í haust og vetur. Stígvél- in og hermannaklossana segir hún fást bæði í fínum og gróf- um afbrigðum sem henti jafnt við hversdagsleg sem og fínni tilefni. „Brúnt, hermannagrænt og grátt er í tísku og svo er svart alltaf inni.“ Þótt þetta séu vin- sælustu skógerðirnar um þessar mundir segir Hildur margt fleira í boði. „Við erum ekki eingöngu bundin af þessari tísku hjá GS skóm heldur leggjum áherslu á að hafa úrvalið sem fjölbreyti- legast svo allir fái eittvað við sitt hæfi.“ Fjölbreytnin ræður sömuleið- is ríkjum í skótísku herra að sögn Sindra Snæs Jenssonar, hjá Sautján í Kringlunni. „Auðvitað eru samt vissar gerðir heitari en aðrar og sem dæmi get ég nefnt að ökklastígvél og „desert boots“ frá Samso eru inni.“ Skóna segir hann henta við öll tilefni. „Svo eru líka í tísku sparilegir skór með reimum og rúnaðri tá, en támjóir skór eru úti.“ Svart og dökkbrúnt segir hann einkenna skóna, auk þess sem skór með mynstruðum tám þyki flottir. „Strigaskór frá Coverse standa svo alltaf fyrir sínu.“ Eyðimerkurstígvél & grófir klossar Stefán Svan hjá GK segir herratískuna fremur afslappaða í haust og vetur. Kvenleg snið og fín efni munu hins vegar ráða ríkjum í kventískunni. Svöl tíska Stígvél og reimaðir skór með rúnaðri tá eru og verða áfram áberandi að sögn Sindra hjá Sautján í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tískan í haust verður fyrst og fremst kósý eftir því sem Anna Soffía Árnadóttir og Svala Lind Þorvaldsdóttir í Rokki og rósum komast næst. Stórar prjónapeys- ur verði áberandi og mittin reyrð saman með beltum. „„Fifties“ tímabilið er að koma mikið inn núna, með áherslu á mittið. Litirnir verða camel, eld- rauður, blár og brúnn og bolir, skyrtur og peysur verða bundin saman í mittið,“ segir Anna Soff- ía. Hún segir ullarslár og ponsjó einnig verða vinsæl í haust og samfestingar af öllum gerðum haldi vinsældum sínum, bæði stuttbuxna og síðir. Þá sé gott að vera í þykkum grófum ullar- sokkabuxum við stuttbuxurnar. - rat Reyrð mitti Anna Soffía Árnadóttir og Svala Lind Þorva segja hausttískuna einkennast af kósýheitu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.