Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 4
4 18. september 2010 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Þeir sem tóku gengis- tryggt húsnæðislán upp á 20 millj- ónir í árslok 2006 hafa að meðal- tali þurft að borga fimmtán þúsund krónum meira á mánuði af láninu sínu en þeir sem tóku jafnhátt verð- tryggt lán. Þetta sýna útreikning- ar frá fyrirtækinu Sparnaði, sem byggjast á sömu forsendum og útreikningar vegna gengistryggðra bílalána, sem Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag að væru ólögmæt. Hafa ber í huga að nákvæm útfærsla á endurreikningi gengis- tryggðra húsnæðislána liggur ekki fyrir þar sem frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra þar um hefur ekki verið lagt fram á þingi. Þeirri boðuðu löggjöf er ætlað að tryggja jafnræði við úrlausn skuldamála einstaklinga í kjölfar dóms Hæsta- réttar í máli Lýsingar. Gengistryggðum bíla- og hús- næðislánum verður breytt yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör, sem mun lækka höfuðstól lánanna um allt að helming og í sumum tilvikum munu lánþegar fá endurgreitt eitthvað af þeim greiðslum sem þeir hafa ofgreitt til fjármögnunarfyrirtækjanna. Mun lántakendum einnig bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það á óverðtryggða íslenska vexti. Heildarvirði ólöglegra, erlendra lána til einstaklinga hér á landi er metið á 186 milljarða króna, sam- kvæmt upplýsingum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, og þar af eru 61 milljarður í bílalán og 78 í húsnæðislán. sunnav@frettabladid.is stigur@frettabladid.is 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Tö lu r í m ill jó nu m k ró na Staða á 20 milljóna láni teknu í des. 2006 Gengistryggt lán Verðtryggt lán Óverðtryggt lán 15.000 krónum meira greitt af myntkörfunni Þeir sem tóku 20 milljóna gengistryggt húsnæðislán í desember 2006 hafa að meðaltali borgað 15 þúsund krónum meira á mánuði en þeir sem tóku jafnhátt verðtryggt lán á sama tíma. Endurreikningur lána hefst á næstu vikum. Avant: Útreikningar hafnir og ráðgert að innheimta endurreiknaðra samninga hefjist á ný í byrjun október. Ekki verður um uppsafnaðar mánaðargreiðslur að ræða heldur venjubundna mánaðarlega fjárhæð afborgunar miðað við forsendur dóms Hæstaréttar. Talið er að rúm þrjá- tíu prósent viðskiptavina hafi haft eigendaskipti á bílum sem keyptir voru með gengistryggð- um lánum og taka endurreikningar á slíkum málum lengri tíma. Lýsing: Lýkur vonandi á næstu vikum. Sendir viðskiptavinum sínum fljótlega bréf þar sem farið verður yfir stöðuna. Ekki ljóst hvenær greiðsluseðlar verða sendir út. Ekki hefur verið greint hversu stór hluti bíla hefur skipt um hendur. Íslandsbanki fjármögnun: Sextíu prósent viðskiptavina munu fá endurútreikninga um miðjan október og greiðsluseðlar verða sendir út 1. nóvember. Í hinum tilvikunum hafa eigendaskipti átt sér stað og úrlausn þeirra mála tekur lengri tíma. SP fjármögnun: Endurreikningar hafa staðið síðan í júní og eru langt komnir. Tilkynningar verða sendar út til viðskiptavina á næstu dögum. Hvenær verður lánið mitt endurreiknað? Í súluritinu má sjá hver staðan er á þremur ólíkum en jafnháum lánum sem tekin voru á sama tíma. Geng- istryggða lánið kemur til með að lækka verulega. 39,5 7,24 24.,8 6,53 25,5 11,2 Eftirstöðvar Heildarafborganir til þessa VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 20° 15° 14° 16° 20° 14° 14° 24° 16° 28° 24° 32° 12° 18° 19° 15°Á MORGUN Strekkingur syðst annars fremur hægur vindur. MÁNUDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. 8 7 6 6 6 8 8 66 6 8 8 6 7 7 7 7 7 4 10 3 5 5 6 4 3 3 2 3 4 10 2 NOKKUÐ BJART er viðeigandi lýsing á veðrinu næstu daga. Lítils háttar væta gæti þó fall- ið með ströndum landsins en inn til lands er lítil hætta á úrkomu. Vindur verður fremur hæg- ur víðast hvar og það kólnar heldur í veðri um helgina. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FASTEIGNIR „Eitt af því sem kemur til greina er hótelrekstur en það er allt á hugmyndastigi enn þá,“ segir Pálmar Harðarson, sem keypt hefur byggingu gamla Iðn- skólans á Akureyri. Síðast var Háskólinn á Akureyri með hluta starfsemi sinnar í byggingunni. Pálmar átti hæsta boð í húsið, 160 milljónir króna, þegar Akur- eyrarkaupstaður setti það á sölu. „Ég hafði í raun ekkert sérstakt í huga með húsið en sá þar einfald- lega góðan möguleika. Hugmynd- in var að finna leigjanda og húsið verður einfaldlega innréttað með það í huga,“ segir Pálmar. - gar Iðnskólinn á Akureyri seldur: Jafnvel hótel í skólahúsnæðið ALÞINGI Níu þingmenn úr Samfylk- ingu, Sjálfstæðisflokki og Hreyf- ingunni leggja til að þáttur Íbúða- lánasjóðs í þenslunni í aðdraganda falls bankanna verði rannsakaður. Rannsóknarnefnd Alþingis metur breytingar á fjármögnun og lánareglum sjóðsins sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda hrunsins. Vilja þing- mennirnir að sú ályktun verði rannsökuð í þaula og að Alþingi fái skýra mynd af starfsemi sjóðs- ins þar sem fyrir liggi að nauð- synlegt sé að veita honum umtals- vert fé vegna útlánatapa. - bþs Meint hagstjórnarmistök: Rannsaka ber Íbúðalánasjóð IÐNSKÓLINN Seldur fyrir 160 milljónir króna. EVRÓPA „Það er enginn Evrópuher til fyrir börnin að fara í og ef ein- hver myndi vilja neyða þau í her, þá gæti það einmitt verið NATO, sem Ísland hefur verið hluti af í sex- tíu ár,“ segir Alyson Bailes, fyrr- um sendiherra Breta í Finnlandi og aðjúnkt við HÍ. Orðin lét hún falla á opnum fyrir- lestri Alþjóðamálastofnunar í gær, spurð um auglýsingar ungra bænda á Íslandi, sem vara við því að fylgi- fiskur ESB-aðildar sé herskylda Íslendinga. Bailes segir að verði „bylting“ í evrópskri varnarstefnu eftir ein- hver ár og Bandaríkin dragi sig í hlé frá Evrópu og Evrópuþjóðir ákveði þá að þær vilji vinna saman að vörn- um, þá sé mögulegt að Íslandi yrði boðið að taka þátt í Evrópuher. „En sem aðildarríki myndi það hafa neitunarvald,“ segir Bailes. Hún segir að til hafi staðið að þjóðir Evrópu ynnu saman að varn- armálum eins og öðru í árdaga Evr- ópusambandsins, og aðildarríkin hafi heitið hvert öðru stuðningi, en NATO hafi leyst þær hugmyndir af hólmi að lokinni annarri heimsstyrj- öld og í kalda stríðinu. Að loknu Balkanskagastríði var rætt um þetta að nýju í Evrópu og úr urðu aðstoðarsveitir og frið- argæsla, mjúkur hernaður vegna styrjalda utan sambandsins, segir Bailes. Langt í frá Evrópuher. „Sumir myndu halda því fram að stækkun sambandsins væri meg- invarnarstefna ESB,“ segir Bai- les. Með því að setja nágranna sína þannig undir sömu lög væri Evr- ópa að byggja upp æ stærra öruggt svæði. - kóþ Fyrrum sendiherra Breta segir að Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af einhverju öðru: Það er enginn Evrópuher fyrir börnin ALYSON BAILES Hefur rannsakað breyt- ingar á varnarstefnu ESB með Lissabon- sáttmálanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKJAVÍK Borgastjórnarflokk- ur Sjálfstæðisflokks gagnrýn- ir tafir á gerð fjárhagsáætlun- ar fyrir næsta ár og hefur kallað eftir aukafundi í öllum fagráðum Reykjavíkurborgar í næstu viku. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir í tilkynningu að of margt sé á huldu vegna næsta árs. „Enn þá hefur ekki verið ákveðið hvaða meginlínur skuli gilda í kom- andi fjárhagsáætlanagerð, hvort skattar verði hækkaðir, hvort gjaldskrár verði hækkaðar, hvort gripið verði til uppsagna starfs- fólks eða hvort einhver þjónusta við borgarbúa verði skert.“ - þj Gagnrýna meirihlutann: Vilja aukafundi í fagráðum DEILT Í BORGINNI Sjálfstæðismenn eru óánægðir með tafir á fjárhagsáætlana- gerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tveir fluttir á slysadeild Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Hringbrautar og Njálsgötu í Reykjavík skömmu eftir hádegi í gær. Töluverð- ar tafir urðu á umferð og þurfti að senda dælubíl á staðinn til að hreinsa upp olíu sem lak úr öðrum bílnum. LÖGREGLUFRÉTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 17.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6002 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,58 117,14 182,63 183,51 152,61 153,47 20,491 20,611 19,177 19,289 16,526 16,622 1,3584 1,3664 177,67 178,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Rannsókn á Icesave Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að rannsókn á Icesave-samningunum frá í fyrra verði liður í viðbrögðum Alþingis við skýrslu rannsóknarnefnd- ar þess um fall bankanna. Þing- flokkurinn lagði fram slíka tillögu í sumar en vill nú að hún verði hluti af viðamiklum aðgerðum þingsins. ALÞINGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.