24. júní - 24.06.1934, Blaðsíða 3

24. júní - 24.06.1934, Blaðsíða 3
1. tbl. 24. Júní 3 Hvert atkvæði, sem fellur á kommúnista, verður ónýtt. Að vinna að sem fullkomnastri landhelgisgæslu á bátamiðum landsmanna og auknum öryggis- ráðstöfunum til slysavarna (ra- diovitar, björgunarskip, talstöðv- ar í bátum og á höfnum, full- komnari veðurathuganir, fullkom- ið eftirlit skipa, véla og vinnuað- ferða). Að breyta skatta- og tollalög- gjöfinni þannig, að tollum verði létt af nauðsynjum, en beinir skatt&r að sama skapi hæklcaðir af háum tekjum og stóreignum. Ad. afla ríkhm aukinna tekna með arðvænlegum ríkisfyrirtælcj- um i verzlun, framleiðslu og iðn- aði. Að ákveða með löggjöf að tekjuafgangur góðæra verði lagð- ur til hliðar til aukinnar atvinnu og fraimkvæmda á krepputímum, sbr. frumvarp Alþýðuflokksins um jöfnunarsjóð ríkisins. Að tryggja bæjar- og sveitar- félögum fasta telcjustofna, svo sem hæfilegan hluta af fasteigna- skatti og tekju- og eignaskatti til móts við ríkissjóð. Að koma á fullkomnum alþýðit- tryggingum á þeim grundvelli, sem lagður er með frumvarpi því, um almennar alþýðutryggingar, sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa borið fram á undanförnum þingum (sjúkra-, slysa-, örorku-, elli- og atvinnuleysis-tryggingar). Að koma á ríkiseinkasölu á lyfjum til aukins öryggis og lækk- unar á lyfjakostnaði. Aö reisa rammar skorður viö áfengisnautn í landinu með rót- tækri áfengislöggjöf og ríflegum styrkjum til bindindisfræðslu og annarar bindindisstarfsemi, með því markmiði að útrýma sem fyrst öllu áfengi úr landinu. Að breyta framfærslulöggjöf- inni og endurbæta hana, meðal annars með því að gera allt land- ið að einu framf ærsluhéraði og að styrkja sérstaklega ekkjur og ein- hleypar mæður til að framfæra börn sín (mæðrastyrkir). Að efla byggingarsjóði verlca- manna. Að öll skólagjöld verði afnumin og efnilegustu nemendum úr al- þýðustétt trygð ókeypis vist við æðri mentastofnanir. Að koma á ríkisútgáfu skóla- bóka, er tryggi nemendum vand- aðar og ódýrar námsbækur. Að setja upp stofnun er hafi það verkefni, að útvega ungu fólki atvinnu við hvers eins hæfi og að skipuleggja starfsemi með- al atvinnulausra unglinga þeim til mentunar og þroslta. Að koma á nýrri og endur- bættri réttnrfars og refsilöggjöf. Að afnema rílcislögregluna i vísu trausti þess, að unt sé að stjórna þcssari friðsömu þjóð með þeirri mannúð og þvi rétt- læti, að úr engum deilum þurfi að slcera með hernaði og ofbeldi. Þeta eru aðeins nokkur atriði úr stefnuskrá Alþýðuflokksins og eru sett hér fram til að sýna hve Alþýðuflokkurinn stendur hinum flokkunum langt framar að stefnuskráratriðum, og að hann, einn allra flokkanna, lætur brýn- ustu hugsmunamál verkalýðs til lands og sjávar til sín taka að nokkru ráði. Aðal heróp flokksins er við þessar kosningar: Lýðræði í stjórnmálum og at- vinnumálum. Skipulag í þjóðarbúskapinn. Vinna handa öllum, sem vilja vinna. Akureyri, Ey j afj arðar sýsla, V estmannaeyj ar keppa um sama uppbótarsætið á landslista Alþýðuflokksins. Hvert verður hlutskarpast? Barði Guðmundssoo er fæddur að Þúfnavöllum í Hörgárdal 12. Október 1900. — Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1917, stúdentsprófi í Reykjavík 1923, meistaraprófi í sagnfræði í Kaupmannahöfn 1929. Varð sama ár adjunkt við Mentaskólann í Rvík og settur prófessor í sag-n- fræði við háskóla islands frá 1. jan. 1930 til 1. ág. 1931. Hann var formaður Menntamálaráðs ís- lands 1931—1934 og er nú ritari þess ráðs. Hann er maður gáfað- ur, málsnjall og rökfastur, og allra manna prúðastur í ræðustól. Hann er með allra álitlegustu frambjóðendum ur hópi yngri manna. Hann er nú í fyrsta sinn í framboði fyrir Alþýöuflokkinn í Eyjafjarðarsýslu. Að verki! Verkafólk i sjávarþorpum, hásetar og smáútgerðarmenn, iðnaðarmenn og smábændur i Eyjafjarðarsýslu geta eignast sinn eigin fulltrúa á Alþingi, ef þeir sameinast um fram- bjóðendur Alþýðujlokksins. Eltir nýju kosningalðgunum fá þeir stjórnmálafiokkar, er ekki fá eins marga kjðrdæraakosna þing- menn og þeir eiga, samkvæmt at- kvæðamagni og í blutfalli við aðra flokka, svokðlluð uppbótarþingsæti, sem jafnar svo á milli flokkanna, að allir bera að iokum Ifkann hlut frá borði. Nú stendur þannig á með Al- þýðuflokkinn að hann hefir ekki aðstöðu til að fá kjðrdæmakosna nema 6—7 þingmenn af 10 — 11, eða máske fleirum, sem honum ber eftir atkvæðamagni. Hann hlýt- ur þvi að fá 4—5 uppbótarþing- sæti, og það eru einmitt þessi þingsæti, sem hin ýrasu kjördæmi keppa um. Til að skýra þetta nánar, skal eftirfarandi dæmi tekið: Við kosningarnar 24. júní fær Alþýðuflokkurinn atkvæðamagn til að hljóta 10 þingsæti. Flokkurinn fær 6 kjördaemakosna þingmenn — 2 f Reykjavík, 1 f Hafnarfirði, 1 á Isafirði, 1 f Norður-ísafjsrðarsýslu og 1 á Seyðisfirði — samtals 6. Uppbótarþingsætin 4, skiftast þá þannig. Fyrsla fær þriðji frambjóð- andi Alþýðuflokksins f Reykjavfk, þvf hann hefir flest atkvæði. flnnað fær frambjóðandi f þvf kjördæmi, sem skilar hæstri hlutfallstölu at- kvæða, úg það myndi verða Suð- ur-Múlasýsla. priðja sætið fær fyrsti maður á landslista flokksins. Pá er 10-unda sætið eftir, og það fellur f blut þess kjördæmis, sem skilar mestum atkvæðafjölda á kjördegi, næst þeim kjördæmum, sem áður eru talin. Kjðrdæmin, sem koma til að keppa um þessi sæti eru: Eyja- fjarðarsýsla, Akureyri og Vest- mannaeyjar. Nú hefir Eyjafjarðarsýsla besta aðstöðu til að ná sætinu, þar sem Siglufjörður hefir á að skipa stór- um og sívaxandi hópi alþýðukjós- enda, og sjávarþorpin við fjörðinn eru mannmörg. Alþýðukjósendur f Eyjafjarðarsýslu geta þvf gengið sigurreifir til kosninganna, ef þeir láta ekkert atkvæði ónotað. Mæta með tölu á kjörstöðunum og kjósa fulltrúa Alþýðuflokksins. Varist að kasta atkvœðum yðar á sprengiflokkana. Kfosið öll. Vinir sveitafólksins tala. »Eg get ekki hugsað mér meiri ógæfu geta hent bændur, en ef Alþýðusambandinu tækist að hækka kaup í opinberri vinnu eins og það hefir ákveðið«. Pétur E. Stefánsson á framboösfundi á Siglufirði 12. Júní 1934. Finst ekki lausamönnum i sveitum og einyrkjum Bænda- flokksmennirnir hugsa hlýtt til vegavinnumannanna? Eru það íatæku einyrkjarnir, sem græða á lága kaupinu? Kjósið alþýðuflokkinn! Frambjóðendur Framsóknarflokksins eru vissir í sýslunni an stuðnings alþýðuflokksmanna.

x

24. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24. júní
https://timarit.is/publication/662

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.