Póst- og símatíðindi - 01.09.1967, Blaðsíða 2

Póst- og símatíðindi - 01.09.1967, Blaðsíða 2
2 c. Bögglar með áhvílandi póstlcröfu: Frá íslandi til Austurríkis 28 000 ísl. krónur. Frá Austurríki til íslands 17 000 austurrískir schillingar. Það skal tekið fram, að engar breytingar hafa orðið á gildandi reglum um gjaldeyrisleyfi. Póststofum og póstafgreiðslum var tilkynnt þetta bréflega í september s. 1. V. Innborgunargengi póstávísana. Ákveðið hefur verið nýtt innborgunargengi á finnsku marki, sem hér segir: 1 finnskt mark = 10.50 kr. VI. Talning almennra póstsendinga. Með bréfi dagsettu 20. október, var póststofum og póstafgreiðslum ritað sem hér segir: Hér með tiikynnist. yður, að hin árlega talning almennra póstsendinga (síðari hluti) á nú, og þar til annað verður ákvcðið, að fara fram dagana 0.—19. nóvember að báðum dögum meðtöldum. Talningartímabilin verða því framvegis: 6.—19. marz og 6.—19. nóvember. Tilkynnið bréfhirðingum og sjáið um að skýrslur frá þeim berist strax að talningartimabili loknu. VII. Sjálfvirkar símstöðvar. a. Sjálfvirk símstöð í Hveragerði. Ný sjálfvirk símstöð var tekin í notkun kl. 16.00, 10. maí 1967 í Hveragerði í nýbyggðu húsi á lóð Pósts og síma við Breiðumörk. Notendur handvirku bæjarsímastöðvarinnar, 132 að tölu, voru tengdir við hina nýju sjálfvirku símstöð, svo og 18 nýir notendur, en um 17 umsóknir um nýja sima lágu þá fyrir óafgreiddar. Sveitasímalínurnar, 5 að tölu, með alls 45 notendasimum, eru óbreyttar og, eins og áður, tengdar við handvirka landssímaborðið í gamla lands- símahúsinu. Símanotendur hafa símanúmerin 4100 til 4300, en svæðisnúmer stöðvarinnar er 99. Framangreind stöð heyrir undir þann flokk sjálfvirkra símstöðva, sem heita: ARK-521. Stöðin er með búnað fyrir 200 nfimer og 11 vallínur til hnútstöðvarinnar á Selfossi. Skipt var um talfæri hjá símanotendum og voru sett upp ný talfæri með tengli og stillanlegri bjöllu. Heiti talfæranna er: DIALOG5/DLG1215/1/86, tenglanna: RPV1150 og veggsímanna: DLN1211/1/86. Ný sjálfvirk innanhússtöð 5—1-30 nr. var sett upp hjá heilsuhæli NLFf og voru tengdir 20 innanhússimar og 5 bæjarlínur. b. Sjálfvirk símstöð í Stgkkishólmi. Ný sjálfvirk símstöð var tekin í notkun kl. 16.30 22. september 1967 í húsi Pósts og síma í Stykkishólmi. Notendur handvirku bæjarsímastöðvarinnar, 197 að tölu, voru tengdir við hina nýju sjálfvirku símstöð, svo og 4 nýir notendur, en um 5 umsóknir um nýja síma

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.