Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Page 31

Morgunn - 01.04.1920, Page 31
MORGUNN 25 Þegar trúarlærdómadeilurnar hófust og kristnir menn tóku aö greinast sundur í flokka, þá bjuggu menn trúarjátning- ar til svo sem eins konar kvíar, til þess að geyma hjörð- ina í. Hvorki Kristur né postular hans notuðu slíkt. Kristur bendir á alt annað ráð. Hann segir: »Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín«. Leiðin til þess að velja réttilega og gera hans vilja er æfinlega þessi: að elska hann. Það er næsta einkennilegt, að hann segir ekki á þessum stað: ef þér trúið á mig, eða kann- ist við mig, eða fylgið mér eftir. Nei, hér notar hann það orðið, aem felur í sér meatan innileik: Ef þér elskið mig. Lengra gat hann naumast komist frá öllum deilum trúarjátninganna. Skoðanirnar fella engan í augum hans. Þær geta verið ófullkomnar. Þær geta verið rangar. En sé hjartað einlægt gagnvart honum og fult elsku til hans, þá er öllu borgið. Elskan til Krists er sannari mælikvarði á þinn innra mann en allar trúarjátningar. Byrjaðu ekki rannsóknina á sjálfum þér raeð þvi að segja: Samþykki eg þennan og þennan trúarlærdóm um hann? heldur á hinu: Elska eg hann, vil eg láta hann stjórna mjer, þrái eg að gera hans vilja? Elska eg hreinleik hans, tnann- ást hans, hugprýði hans og sannleiksþor? Ef þór elskið mig — segir hann. Hugsaðu um niðurlæging hans vegna mannkynsins, um hann korainn frá guðdómlegri dýrð, lagðan í jötu, þyrnikrýndan, krossfestan. Hugsaðu um hann upprisinn, inngenginn i Ijósheim guðs, krýndan heiðri og tign og valdi, en þó nálægan með einhverjum hætti sérhverjum þeim læ'risveini, sem mest þarf hans með, nálægan hon- um með þjónandi kærleika sinn, sem væri hann hinn ein- asti. Iíaíir þú lifað fram á þennan dag og enn ekki orð- ið snortinn af elsku hans, þá ert þú ófær til að dæma um, hvort hræringa heilags anda sé nú að verða vart með mannkyninu. Þá vant.ar og löngunina til að halda boðorð hans og gera vilja hans. En elskir þú hann, þá segir hann sjálfur, að þú munir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.