Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 37

Morgunn - 01.12.1957, Blaðsíða 37
MORGUNN 123 inn, sem entist henni fram í háa elli. Sá eldur brann raun- ar oft með meira afli en vinum hennar var þægilegt og varð þrásinnis tilefni árekstra, sem bökuðu henni mikla þjáning. Hún þráði samræmi og frið, en andstæðurnar í sjálfri henni voru sterkar. Um bernsku hennar og æsku má margs verða vísari af hinni gagnmerku ritgerð hennar: Bernskuheimilið mitt, sem er fágætt menningarsöguplagg og birt var fyrst í Eimreiðinni og löngu síðar í Ritsafni hennar. 19 ára gömul hleypti hún heimdraganum frá fátæklega kotinu norður á Vatnsnesi, óvenjulega gáfuð, með listþrá, sem aðrir gátu ekki skilið, og óviðráðanlega óbeit á um- hverfinu, sem hún hafði búið við á bernsku- og æskuár- um. Hún komst til Reykjavíkur og nam ljósmóðurfræði. Fór þá til Kaupmannahafnar til frekara náms að tilstuðl- an J. Jónassens landlæknis, og settist síðan að sem ljós- móðir í Reykjavík. Hún giftist þar þrítug Halldóri Guð- mundsyni, ágætum manni, og fluttust þau norður að Hlöð- um í Eyjafirði. Eftir lát Halldórs fór hún til Akureyrar, síðan til Reykjavíkur og andaðist þar hálfáttræð níu ár- um síðar . Áður en hún giftist mun hún hafa orðið fyrir vonbrigð- um og snemma hjúskapar lá hún lengi mikið veik. En fá- gæt umhyggja manns hennar og skilningur hans á eðli hennar, kostum þess og göllum, urðu henni græðandi smyrzl á gömul sár. Enda var yfir heimilislífi þeirra og sambúð jafnvægi og friður,. sem naumast haggaðist. Ólöf var einræn kona og ekki við allra skap. Nyrðra eignaðist hún vini, sem hún mat mikils, og hafði samneyti við menn um málefni, sem voru henni hugstæð. En jafnan mun hún hafa skapað um sig þann svala blæ, að hún hlaut að verða mikið ein. Enda veit ég að hún taldi fáa eina skilja þann hugmyndaheim, sem hún lifði í í litla, fágaða húsinu sínu á Hlöðum. Tilsvör hennar girtu fyrir öll frek- ari kynni, þegar hún vildi svo, og hún hafði fágætan hæfi- leika til að koma fyrir sig orði. Raunar naut hún heillar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.