Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 18

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 18
18 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 4. nóvember, er haft eftir Brynj- ari Níelssyni, að undirritaður hafi í álitsgerð, sem unnin hafi verið fyrir slitastjórn Glitnis banka h.f., í tengslum við málarekstur slita- stjórnarinnar o.fl. á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl., fyrir dómstóli í New York, fullyrt, að dómstólar hér á landi geti ekki leyst úr jafn viðamiklu skaðabóta- máli og málsóknin gegn „sjömenn- ingunum“ sé. Í tilvitnaðri álitsgerð minni segir m.a. í íslenskri þýðingu en frum- textinn er á ensku: „Óhætt er að fullyrða að íslenska dómskerfið sé bæði sjálfstætt og að innan þess starfi mjög hæfir dómarar með sér- þekkingu á flestum réttarsviðum.“ Í framhaldinu er gerð grein fyrir uppbyggingu íslenska dómstóla- kerfisins og er væntanlega ekki ágreiningur um þá lýsingu. Þá segir ennfremur í álitsgerð- inni: „Íslenska dómskerfið er bæði undirfjármagnað og undir- mannað, hvað varðar fjölda dóm- ara og fjölda löglærðra aðstoðar- manna. Ljóst er að hrun íslensku bankanna í október 2008, eftir- farandi greiðslustöðvun þeirra og slitameðferð og gjaldþrot margra að stærstu fyrirtækjum landsins, hefur haft í för með sér verulega fjölgun munnlega fluttra dóms- mála. Búist er við að sú þróun muni halda áfram enda eru hundruð dómsmála í undirbúningi.“ Þá eru í álitsgerðinni raktar upplýsingar frá Dómstólaráði um fjölda þeirra mála sem slitastjórn- ir og skiptastjórar fjármálafyrir- tækja hafi vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur tímabilið 1. janúar 2005 til 30. júní 2010. Þar kemur fram að á árunum 2005-2009, að báðum árum meðtöldum, hafi sam- tals 42 mál af þessu tagi verið þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar af hafi 31 mál verið þingfest á árunum 2008 og 2009. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 hafi hins vegar 273 mál verið þingfest. Þá segir í álitsgerðinni að búist sé við að málum af þessu tagi muni fjölga verulega á síðustu sex mán- uðum yfirstandandi árs og að á árinu 2011 megi búast við verulegri aukningu mála miðað við árið 2010. Þá segir ennfremur að vænta megi þess að dómskerfið muni á komandi árum verða yfirhlaðið af dómsmál- um, bæði einkamálum og refsimál- um og að sum þessara mála muni verða mjög umfangsmikil, flókin og tímafrek. Þá segir: „Það er skoðun mín að íslenska dómskerfið sé vegna framangreindra staðreynda og fyrir- sjáanlegs framtíðar málafjölda, illa undir það búið (ill prepared) að taka við jafn flóknu og umfangsmiklu máli og hér um ræðir, ekki vegna skorts á faglegri hæfni og metnaði heldur af fjárhagslegum og skipu- lagslegum ástæðum.“ Að fullyrða að ég hafi sagt að íslenskir dómstólar „geti ekki“ leyst mál af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir er rangt. Að dómstólar séu illa undir það búnir vegna fjárskorts, of fárra dómara og aðstoðarmanna, í ljósi þess gríð- arlega álags sem nú er á dómstólun- um og fer vaxandi, er hins vegar að mati undirritaðs rétt. Það veldur mér vonbrigðum að formaður Lög- mannafélags Íslands skuli ekki sjá sér fært að taka undir þá ályktun. Eftir að álit mitt var skrifað og lagt fram hafa birst í fjölmiðlun, m.a. frá Dómstólaráði, upplýsingar um stórfellda fjölgun ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta fyrstu níu mánuði ársins og fyrirsjáanlega mikla fjölgun einkamála og refsi- mála á næsta ári og árum. Vegna ummæla formanns Lög- mannafélagsins í Fréttablaðinu Athugasemd Þórður S. Gunnarsson hæstaréttarlögmaður Mannréttindaráð Reykjavíkur-borgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borg- arfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskefl- ur áfalls og sorgar. Þar er hverj- um mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núver- andi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvit- að er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til ham- faraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföll- um? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóð- kirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnu- regla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verk- efni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru krist- innar trúar, eru það ekki mann- réttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjón- ustu við börnin okkar. Við vilj- um að þau njóti fullra mannrétt- inda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttinda- ráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnun- um að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.“ Markúsarguðspjall 10.14-16. Besta þjónustan við börnin Kirkjuheimsóknir Bára Friðriksdóttir sóknarprestur Öflug heilbrigðisþjónusta er lykill að jafnræði byggðar- laga, öryggi þeirra og búsetu- skilyrðum. Fram komnar tillögur um stórfelldan niðurskurð í rekstri heilbrigð- isstofnana mæta að vonum mikilli andstöðu um land allt. Engum dylst þó að nú þarf að spara í öllum ríkis- rekstri. Það sem deilt er á er ekki síst skortur á sam- ráði og lýðræðislegri umræðu. Stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvernig gagnrýni verð- ur mætt og innan ríkisstjórnar- innar er vilji til að koma til móts við framkomna gagnrýni. Í ályktunum sem borist hafa frá fundum víðs vegar um land- ið er sérstaklega fundið að því að tillögur um niðurskurð nú séu settar fram án samráðs við íbúa og starfsmenn þeirra stofnana sem þjónustuna veita. Hér skiptir miklu að árið 2003 voru lagðar niður stjórnir heil- brigðisstofnana sem skipaðar voru fulltrúum sveitarfélaga og starfsmanna. Það er alls ekki ætlunin að halda því hér fram að ráðgef- andi stjórnir hefðu getað komið í veg fyrir allan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en með aðkomu þessara stjórna hefði mátt finna þeim annan og far- sælli farveg þar sem meira jafnræðis hefði gætt milli byggðar- laga. Við sem höfum að undanförnu farið um kjördæmin og fengið heilbrigðis- umræðuna beint í æð á heimavelli vitum hvað er í húfi fyrir fólkið og byggðirn- ar í landinu. Í litlum samfélögum eru tugir starfa í hættu og lak- ari þjónusta mun auka á misrétti lands- hluta og skerða búsetuskilyrði. Við því megum við síst nú um stundir. Þegar þáverandi heilbrigðis- ráðherra lagði stjórnir heil- brigðisstofnana niður árið 2003 var því mótmælt og sá sem hér skrifar benti meðal annars á lýðræðislegt mikilvægi þess- ara stofnana og mikilvægi þess að halda tengslum stofnananna við umhverfi sitt, neytendur og samfélag. Rök fyrir þessari ákvörðun voru óljós og helst þau að tryggja miðstýringu ráðu- neytis í sessi. Með því sem nú á sér stað eru komnir fram þeir alvarlegu van- kantar sem bent var á í umræð- unni 2003. Það er því vel að á Alþingi liggur nú frammi tillaga um að endurvekja stjórnir heil- brigðisstofnana og samþykkt þess gæti orðið liður í þeirri sáttagerð sem nú þarf að verða um fyrirkomulag og sparnað á heilbrigðissviði. Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Heilbrigðismál Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Það má vera að spurningin um kirkju- heimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. … hæfir dómarar með sérþekkingu á flestum réttarsviðum Það sem deilt er á er ekki síst skortur á samráði og lýðræðislegri umræðu. 75 Ára 1.– 7. NÓVEMBER! Í tilefni af 75 ára afmæli AXIS bjóðum við vandaða fataskápa á sérstöku afmælisverði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.