Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 38
2 föstudagur 19. nóvember núna ✽ Ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar FLOTT OG FÖNGULEG Söng- konan Beth Ditto var á meðal þeirra gesta sem sóttu þýsku verðlaunahá- tíðina Bambi sem haldin var á dög- unum. Ditto er þekkt fyrir skemmti- legan klæðaburð og hélt uppteknum hætti á rauða dreglinum. NORDICPHOTOS/GETTY T ískubloggið www.tiskublogg.blogspot.com hefur vakið nokkurt umtal vegna hnytt- inna og oft á tíðum gagnrýninna skrifa tísku- unnanda sem kallar sig aðeins h. Það er Hildur Knútsdóttir sem stendur á bak við síðuna og að hennar sögn hóf hún að blogga í leiðindum sínum. „Ég er að fara að gefa út mína fyrstu skáldsögu hjá Forlaginu næsta vor. Ég var að bíða eftir að fá uppkast- ið að henni aftur frá ritstjóranum og ákvað að byrja að blogga á meðan,“ segir Hildur sem er ekki mikill aðdáandi tískublogga. „Mér finnst þau almennt frekar leiðinleg og skil ekki alveg vinsældir þeirra,“ útskýrir hún. Hildur kveðst þó hafa gaman af bloggskrif- unum en minna gaman af rannsóknarvinn- unni sem hún segir fylgja þeim. „Maður þarf að þekkja markhópinn og þess vegna þurfti ég að leggjast í svolitla rannsóknarvinnu og lesa fjölda tískublogga sem mér fannst ekki gaman,“ segir hún og hlær. Hildur segist hafa skapað hið tískumeð- vitaða alter-egó vegna þess að hún sjálf hafi ekki nægt tískuvit til að halda úti tískubloggi. „Alter-egóið kom bara af sjálfu sér þegar ég byrjaði að skrifa. Við erum mjög ólíkar að öllu leyti, deilum ekki sama smekk á fötum og skrifum líka mjög ólíkt. H. er líka gjörn á að taka öllu svolítið of bókstaflega,“ segir Hildur sem hefur aflað sér óvinsælda vegna þessa og hafa Pjattrófurnar meðal annars meinað henni aðgang að skilaboðakerfinu á síðu sinni. Hildur hyggst þó halda áfram tískuskrifum sínum svo lengi sem hún hefur tíma og áhuga. „Ég mun halda þessu áfram svo lengi sem mér finnst þetta skemmtilegt og ég hef tíma til,“ segir þessi hæfileikaríki penni að lokum. - sm Hildur Knútsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi: HEFUR ENGAN ÁHUGA Bloggar um tísku Hildur Knútsdóttir hefur vakið athygli fyrir tískublogg sitt. Alter-egó hennar skrifar færslurnar en sjálf hefur hún lítinn áhuga á tísku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef þér birtist fótsnyrtir í draumi er það fyrirboði mikilla breyt- inga á starfsvettvangi og ef þú gæðir þér á svínakjöti í draumi áttu von á miklum peningum innan skamms. Þetta og margt fleira má fræðast um í Nýju draumaráðningabókinni eftir Símon Jón Jóhannsson. Gott að eiga þessa bók í bókahillunni til að fletta upp í eftir draummikla nótt eða ráða í drauma vinkvenn- anna í saumaklúbbnum. Pistlar Láru Bjargar Björns dóttur hafa slegið í gegn og nú hefur hún soðið þeim saman í heila bók, Takk útrásarvíkingar!, þar sem hún tekur stórlaxana fyrir. Eitt- hvað til að hlæja að í skamm deg- inu og kuldanum. Tvær góðar inn í helgina Skemmtiefni og fróðleikur Draumatúlkun Bókin er bæði fræðandi og hin skemmti- legasta svo lengi sem mann dreymir ekki rottu, sem boðar erfiðleika, eða kirsuber, sem boðar hjónabandserfiðleika. Stílisti bloggar Gala Gonzales held- ur úti tískublogginu www.am-lul.blog- spot.com. Þar birtir hún myndir af sér og vinum sínum, falleg- um fötum, fylgihlut- um og öllu því sem veitir henni innblást- ur þegar kemur að tísku. Stúlkan starfar sem hönnuður og stíl- isti og er því með það á hreinu hvað er heitt og hvað ekki. Ensk blómarós Ensk stúlka að nafni Constance Phillips stendur að baki síðunni www.constance-victoria.blog- spot.com. Hún stíliserar sínar eigin myndatökur sem hún síðan birtir á bloggsíðunni. Myndirnar eru gjarnan sveipaðar rómantískum blæ og fötin einnig. Skemmtilegt blogg til að renna í gegnum. Norrænir straumar Www.barkatt-barbro. blogspot.com er norskt tískublogg. Síðunni er haldið úti af Barbro Andersen. Henn- ar helstu ástríður eru skór, sígarettur, ljós- myndun og skáld- skapur. Hún stíliserar eigin tískuþætti í bland við að birta myndir sem vekja áhuga hennar eða veita henni innblástur. EKKI MISSA AF … Afmælishátíð Kaffibarsins sem stendur yfir þessa dagana. Barinn, sem hefur sett sinn svip á lílegt skemmtanalíf Reykjavíkurborgar um árin, er orð- inn 17 ára gamall. Kaffibarinn fagnar þessum tímamótum með því að vera með afmæl- ishátíð fram til 5. des. GÓÐ TILBOÐ Á BARNUM OG MIKIÐ ÚRVAL SKEMMTILEGRA PLÖTUSNÚÐA. Það er því um að gera að lyfta sér upp í skammdeginu. Á TÍSKU Bráðfyndin Takk Út- rásarvíkingar eftir Láru Björg Björns- dóttir skartar flottri kápu. Svartur kjóll með skrauti í hálsmáli Litur: Svart og hlébarða Stærð: S - XXL Verð: 11.900 Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.