Fréttablaðið - 21.01.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 21.01.2011, Síða 44
28 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Leitin að næstu Elite-stúlku landsins hefst á laugardag en þá munu aðstand- endur Elite- skrifstofunn- ar taka á móti áhugasömum stúlkum á skrifstofu sinni við Klappar- stíg 25-27 milli klukkan 14.00 og 17.00. „Það eru allar stúlkur á aldrinum 15 til 20 ára vel- komnar, þær þurfa þó að vera yfir 170 sentimetrar á hæð,“ segir Ingibjörg Finn- bogadóttir, framkvæmda- stjóri Elite-skrifstofunnar á Íslandi. Engin íslensk stúlka hefur áður hreppt eitt af þrem- ur efstu sætunum í keppninni Elite Model of the World en Ingi- björg vonar að nú verði breyting þar á. „Við ætlum að breyta því enda er hér fjöldinn allur af gull- fallegum stúlkum.“ Tökulið mun fylgja þátttak- endum keppninnar eftir á meðan á undirbúningi stendur og verða þættirnir sýndir á Stöð 2. - sm Leita að ofur- fyrirsætu INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR Ein frægasta glamúr- fyrirsæta Breta, Katie Price, gæti verið á leiðinni með skilnað sinn og bar- dagakappans Alex Reid fyrir dómstóla. Skilnaður- inn er forsíðufóður fyrir bresku blöðin. Eftir aðeins eitt ár í hjónabandi tilkynnti fyrirsætan Katie Price að hún hygðist skilja við bardaga- kappann Alex Reid. Reid þessi er fremur vafasamur klæðskiptingur sem hefur haft atvinnu af bland- aðri bardagalist og var handtek- inn, ef marka má breska blaðið The Sun, sumarið 2006 vegna gruns um innflutning á kókaíni. Þá fjallaði breska pressan ítarlega um grófa fullorðinsmynd þar sem Alex Reid sást leika í nauðgunaratriði. Allt varð brjálað í breskum blöð- um þegar kvisaðist út að þau væru skilin og ekki versnaði ástandið hjá blöðunum þegar Reid neitaði að yfirgefa heimili þeirra nema Katie greiddi honum eina milljón punda. Sannkallaður fjölmiðla sirkus myndaðist sem virðist engan endi ætla að taka. Price hefur nú leitað til skiln- aðarlögfræðingsins Fionu Shack- leton, sem sá einnig um skiln- að hennar og André. Price hefur augljóslega áhyggjur af auði sínum og sagði í yfirlýsingu sinni, sem að sjálfsögðu var send fjölmiðl- um, að Alex Reid hefði eingöngu verið á höttunum eftir peningum og frægð. Söguþráðurinn minnir óneitan- lega á raunveruleikaþáttaseríu eða lélega sápu því breskir fjöl- miðlar halda því fram að Price hafi fyrir löngu verið búin að fá nóg af Reid og viljað skilnað. Og undir lokin hafi hún hræðst þrá- hyggju hans gagnvart sér og ekki séð neinn annan kost en að senda frá sér yfirlýsingu um skilnaðinn, án samráðs við Reid. The Sun hefur síðan eftir vinum bardagakappans að hann sé í sárum yfir skilnaðinum og að hann trúi því að Price hafi aldrei elskað sig. „Hún vildi bara hefna sín á Peter André, fyrrverandi eiginmanni sínum, og gera hann afbrýðisaman,“ hefur The Sun eftir nánum vini bardagakappans. André sá sig knúinn til að tjá sig um málið og sagðist hafa mest- ar áhyggjur af börnunum sínum tveim sem hann á með Katie Price. Breskir fjölmiðlar eru sannfærðir um að enn eigi eftir að hitna í kol- unum í þessu máli. freyrgigja@frettabladid.is Jordan í erfiðum málum GLAMÚR Það er ekki mikill glamúr yfir skilnaði Katie Price og Alex Reid, eins þekkt- asta fjölmiðlapars Bretlands. Price hefur nú leitað til þekkts skilnaðarlögfræðings. NORDICPHOTOS/GETTY 2 LISTAMENN HAFA FARIÐ BEINT Á TOPP bandaríska Billboard-listans með fleiri lög en eitt; Mariah Carey og Britney Spears. Sú síðarnefnda náði því í fjórða skipti með nýja laginu Hold It Against Me á dögunum. Augnskuggapenni sem er tvískiptur með lit á sitt hvorum endanum. Liturinn með breiðari endanum er settur yfir augnlokið og síðan er liturinn með oddmjóa endanum notaður til að ná fram “smoke” áferðinni. Nú er leikur einn að gera svokallaða “Smoky Eye” förðun. Sölustaðir: Hagkaup Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. Lyf og Heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Kringlunni, Vestmannaeyjum, Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek, Garðs Apótek, KS Sauðarkróki, Lyfjaval Bílaapótek, Lyfjaver Suðurlandsbraut, Nana Hólagarði, Rima Apótek og Urðarapótek. SMOKY EYE EFFECT NÝ TT www.maxfactor.co.uk Það er siminn.is G re ið a þa rf m án að ar gj al d sk v. v er ð sk rá . G ild ir e kk i um s ím tö l í er le nd s ím at o rg . Öll símtöl úr heimasíma til útlanda eru á 0 kr. frá klukkan 19 til 24 í kvöld. Sama hvort hringt er í erlendan heimasíma eða farsíma. Ertu með heimasíma hjá Símanum? Pssst! Frábærir föstudagar með Símanum E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 5 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.