Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 8
8 21. febrúar 2011 MÁNUDAGUR landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Námskeið um réttindi lífeyrisþega 24. febrúar – Árbæjarútibú, Kletthálsi 3. mars – Hornafjörður – Ekra, Víkurbraut 10. mars – Vesturbæjarútibú, Hagatorgi Farið verður yfir núgildandi reglur á réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun. Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000. Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninga- nefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborð- inu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikn- ingana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dóms- mál, að það getur brugðið til beggja vona.“ - kh Tækifæri til að kynna samninginn FORSETI ÍSLANDS SYNJAR AFTUR STAÐFESTINGU ICESAVE-LAGA FRÉTTASKÝRING Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave- samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu er hætt við því að Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hol- lendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagapróf- essor í samtali við Fréttablaðið. Stefán Már var einn fjögurra lögfræðinga sem skiluðu álitsgerð um Icesave-samninginn í byrjun janúar á þessu ári að beiðni fjár- laganefndar Alþingis. Lögfræðing- arnir fjórir voru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstóla- leiðinni. Í álitsgerðinni kemur fram að ef Icesave-deilunni verði ekki lokið með samkomulagi er mögulegt að Bretar og Hollendingar muni höfða mál gegn Íslendingum. Þeir muni þá meðal annars halda því fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir inn- leystu til reikningseigenda. Þessi málsókn yrði sennilega reist á því að íslenska ríkið hafi ekki fullnægt skuldbindingum sínum samkvæmt Evróputilskipun og að þeir hefðu mismunað innstæðueigendum. Bretar og Hollendingar myndu að öllum líkindum miða mál sitt við alla þá fjárhæð sem þeir innleystu en ekki einungis við rúmlega 20 þúsund evrur á hvern innstæðu- eiganda. Fram kemur í álitinu að nái ítrustu kröfur Breta og Hol- lendinga fram að ganga fyrir dómstólum er núverandi Icesave- samningur mun hagstæðari. Að sögn Stefáns Más munu Bret- ar og Hollendingar þurfa að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Ekki sé þó hægt að útiloka að þeir muni reyna að sækja málið ytra. Í álitinu er talið að ESA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Stefán Már segir það slæmt fyrir Íslendinga ef ESA vinni málið fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hafi Íslendingar í stað þess að vera með samning í höndunum verið dæmdir fyrir brot á öðrum samningi. Í álitinu er jafnframt talið lík- legt að Bretar og Hollending- ar, og jafnvel aðrar þjóðir, muni halda uppi að minnsta kosti svip- uðu andófi gegn Íslandi og íslensk- um hagsmunum og hingað til. Það hafi birst í andstöðu þeirra við lán- veitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, Evrópska framkvæmda- bankanum og fleiri aðilum. Óljóst sé hversu umfangsmiklar aðgerð- irnar geta orðið eða hve lengi þær munu standa. Þetta gæti valdið Íslandi tjóni þótt ekki sé lagt mat á eðli eða umfang þess. Í álitsgerðinni segir að kost- irnir við að halda málaferlum til streitu séu þeir að þá fáist lög- fræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkind- um setja Ísland í verri samnings- stöðu en nú og gæti leitt til óhag- stæðari niðurstöðu. Dómsmálið gæti dregist á langinn með sam- svarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Það geti einnig haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem eiga í hlut. Stefán Már hefur ítrekað bent á að hann telji að Íslendingar geti unnið málið fyrir dómstól- um. Óvissa fylgi því hins vegar að fara með málið þangað. „Það eru betri lögfræðingar en ég sem telja að við getum tapað málinu,“ segir hann. Stefán Már bendir þó einn- ig á að ákveðin óvissa fylgi núver- andi Icesave-samningi – eitthvað sem hann hefði viljað vera laus við. kristjan@frettabladid.is Í verri stöðu ef málið tap- ast fyrir dómi Algjör óvissa ríkir um hvað gerist ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Kostirnir við málaferli eru að lögfræðileg úrlausn fæst. Ókostirnir aftur á móti eru þeir að ef málið tapast er Ísland líklega í verri samningsstöðu. MÓTMÆLI Algjör óvissa ríkir um hvað gerist ef Íslendingar hafna Icesave-samningn- um. Einhverjir mótmæltu samningnum fyrir utan Bessastaði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lítið heyrðist frá stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi í gær í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfest- ingar. Bloomberg-fréttastöðin hefur þó eftir talsmanni hollenska fjármálaráðuneytisins að samningaviðræðunum um Icesave sé lokið, samningur sé á borðinu. Þá var haft eftir starfsmanni breska fjármálaráðuneytisins að þar á bæ biðu menn frekari skýringa á stöðunni á Íslandi. Bloomberg vitnar í hagfræðing hjá íslenska fjármálafyrirtækinu GAMMA sem leiðir að því líkur að skuldatrygg- ingarálag Íslands hækki í kjölfar ákvörðunar forsetans Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að íslenskir emb- ættismenn hafi rætt við erlenda starfsbræður sína í gær en staðan verði rædd nánar á næstu dögum. - mþl Lítið heyrst í Bretum og Hollendingum Samtök þjóðar gegn Icesave, hópurinn sem stóð að undirskriftasöfnun gegn Icesave-frumvarpinu á vefsíðunni kjosum.is, fagnar ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfesting- ar og vísa þar með málinu til þjóðarinnar. Þá eru forsetanum færðar þakkir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hópn- um. Þar segir að íslenska þjóðin fái nú tækifæri til að taka afstöðu til ólögvarinna krafna Breta og Hollendinga. Á fimm og hálfum sólarhring skor- uðu 37.488 Íslendingar á forseta Íslands að synja lögunum staðfestingar. - mþl Ánægðir með Ólaf Að framangreindu leiðir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu eru helstir þeir að við það fæst lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir eru aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi. ÚR ÁLITSGERÐ UM DRÖG AÐ SAMKOMULAGI UM ICESAVE-REIKNINGA. Ég tel að það hafi vantað kynn- ingu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. LÁRUS BLÖNDAL FULLTRÚI STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Í ICESAVE-SAMNINGANEFNDINNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.