19. júní


19. júní - 19.06.1952, Side 36

19. júní - 19.06.1952, Side 36
M(irgrét Eiriksdóttir dr. Franz Mixa. Hann var mjög áhugasamur og nákvæmur. — Og síðan hélduð j^ér til útlanda til frekara náms. Ég hef heyrt, að þér hafið stundað nám hjá hinni frábæru ensku tónlistarkonu, Kathleen Long? Hún er víst afburða kennari? — Já, ég fór til Lundúna árið 1936. Fór í heimavistar-kvennaskóla. Þar var músikk-kennari, miss J. Moss, sem ég naut kennslu hjá, meðan ég leitaði fyrir mér að góðum kennara. Skömmu síð- ar hóf ég nám hjá þekktum kennara, York Bo- wen. Hjá honum var ég í nokkra mánuði, en inn- ritaðist jrá í Konungalega músikk-Academíið í Lundúnum, en þar var York Bowen kennari, og var ég nemandi hans, þar til stríðið skall á, að undanteknum nokkrum mánuðum, sem ég dvaldi hér á landi. í stríðsbyrjun hélt ég heim og stund- aði kennslu hér lieima í 3 ár. Þá fór ég aftur til útlanda og heimsótti kunningjafólk mitt í Glas- gow. Þetta fólk liafði mjög mikinn áliuga fyrir klassískri tónlist, og umgengst mikið músíkanta. Meðal annarra þekkti það hinn fræga skozka píanóleikara, Lamond. Kunningjafólk mitt kom því til leiðar, að ég naut kennslu Lamonds um nokkurt skeið. Hann var nemandi Franz Lizts. — Það má kallast stór viðburður í lífi ungrar tónlistarkonu, að njóta kennslu liins frægasta píanóleikara heimsins. Hvernig hagaði sá mikli meistari hljóðfærisins kennslunni? — Kennslustundirnar hjá Lamond voru oft all- óvenjulegar og sérkennilegar. Ég átti að vera hjá honum klukkustund í einu. En þessi eina klukku- stund varð oft að mörgum — allt að fjórum tím- um. Hann talaði mikið við mig, og spilaði mikið fyrir mig, oftast Beethoven, en einnig Bach, Cho- pin og aðra gamla meistara. Ég heyrði hann aldrei spila „moderne" tónlist. Þessar einkenni- legu kennslustundir liðu fljótt. Á mig sem nem- anda reyndi lítið. Ég hlustaði og hlustaði á meist- arann, tal hans og tóna, — og það var auðvitað ágæt kennsla. Lamond var J)á rúmlega 74 ára að aldri. Ég held, að hann hafi verið einmana, þrátt fyrir frægðina. Líkast var, sem lionum væri nauð- syn á að tala við einhvern. Hann virtist lifa mjög óbrotnu lífi. Heimili hans var eins og gerist og gengur hjá alþýðufólki. Já, það er gaman að geta sagt, að maður hafi verið hjá Lamond. En sá kennari, sem ég met mest, er Kathleen Long. — Já, ég hef heyrt, að straumhvörf hafi orðið í listtúlkun yðar eftir að Jrér hófuð nám hjá henni. — Undir handleiðslu hennar fanns mér ég Jnoskast mjög mikið. Ég varð sjálfstæðari. — En einkennileg urðu tildrögin að kynnum okkar Kathleen Long og því, að ég hóf nám hjá henni. Ég liafði verið staðráðin að reyna að ná fundum Myra Hess, þegar ég kæmi til Lundúna og ef mögulegt væri, að fá tilsögn hjá lienni. Hún er ein af þekktustu píanóleikurum Englendinga og mjög dáð í heimalandi sínu og víða annars stað- ar. En oft breytast áætlanir og ráðagerðir. Viku áður en ég fór til Lundúna var Kathleen Long á ferð hér heima. Kom hún hingað á veg- um Tónlistarfélagsins og hélt hér nokkra kon- serta. Ég hlustaði á liana, og varð svo snortin af leik hennar, að ég gat vart um annað hugsað. Ég ákvað strax, að ná tali af henni áður en ég færi til Englands, og biðja hana að taka mig í tíma. Dag einn skundaði ég niður á Hótel Borg, þar bjó hún, og sagði henni frá áhugamáli mínu. Hún tók mér ákaflega vel, var elskuleg og Ijúfmann- leg. „Við getum talað um Jaetta í London,“ sagði hún. Síðan fór ég utan, og hitti hana skömmu eft- ir að hún kom frá íslandi. Hún var mjög hrifin af móttökunum Iiér og áhuga fólks á góðri tónlist. Kvöld eitt hélt hún veizlu fyrir vini sína og kunn- ingja. Bauð hún mér í veizluna, og var framúr- skarandi alúðleg við mig. Eftir nokkrar vikur hóf ég nám við Royal College of Music, og var Katli- leen Long kennari minn Jrar. Undir handleiðslu hennar var ég nær 3 ár. Hún er afburða kennari og mikill píanóleikari. Ég dái hana og virði. — Og hvenær komuð Jrér fyrst fram opinber- lega á hljólnleikapalli? 22 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.