19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 15
ofurlítið fram. Hellirinn er ekki stór, en þó er seil- ingarhæð til lofts. Áður en við lögðum af stað aftur, höfðum við hestaskipti. Ingibjörg fékk Skjöld, en Magnús lán- aði mér brúna gæðinginn sinn. Allt lék í lyndi, þvi að veðrið var yndislegt og hestarnir ágætir og alltaf hefur mér fundizt Eyjafjöllin meðal feg- urstu sveita þessa lands. Áfram héldum við austur þessa fögru fjalla- byggð, fram hjá sögustöðum og álfabyggðum, sem þjóðsögur segja að séu þarna. Hvergi var stanzað, unz komið var að Skógafossi. Einu sinni varð ég samferða Ásgrimi heitnum Jónssyni málara. Sagði hann þá, að hann teldi Skógafoss fegursta foss landsins, og sannarlega var hann fagur þennan yndislega sumardag. Landnáma segir, að Þrasi Þórólfsson frá Hörða- landi hafi numið land milli Kaldaklofsár og Jök- ulsár og búið að Eystri-Skógum. Munnmæli herma, að kista Þrasa, full af silfri, sé undir fossinum og hella ein mikil yfir henni eins og segir í vísunni: Þrasa kista auðug er undir fossi Skóga. Hver, sem þangáS fyrstur fer, finnur auólegS nóga. Engum hefur enn heppnast að ná kistunni, þó að reynt hafi, og ekki fýsti okkur að kafa undir fossinn. Kusum við heldur að hraða ferð okkar austur yfir Fúlalæk, því að nú var degi tekið að halla. Jökulsá á Sólheimasandi er ein af stytztu ám landsins. Segir Landnáma, að þeir Þrasi í Skógum og Loðmundur gamli á Sólheimum, sem báðir voru fjölkunnugir, hafi veitt ánni á lönd hvors annars, en svo sættust þeir að lokum á það, að áin skyldi þar falla, sem skemmst væri til sjávar. Löngu áður en við komum að Jökulsá, fundum við fýluna af henni, og ber hún nafnið Fúlilækur með réttu. Það var þægilegt að hugsa til þess, að hún var nú brúuð, þetta vatna tígrisdýr, eins og Guðmundur heitinn Hjaltason kallaði hana einu sinni. Jökulsá var að þessu sinni vatnslítil og mein- leysisleg, en þó skollit að vanda, og áttu þau, sem aldrei höfðu séð hana í algleymingi, bágt með að trúa því, að þessi lækur hefði orðið fleiri mönnum að bana, en nokkurt annað vatnsfall á Islandi. Hugur minn hvarflaði til sumarsins 1916. Þá sá ég Jökulsá ægilegasta. Ég var þá í för með Lofti pósti Ólafssyni frænda mínum. Þegar við komum að ánni, var hlaup að byrja og var hún í örum vexti. Hún ruddist fram grámórauð að lit, með ógurlegum straumþunga og jakaburði. Þó áleit pósturinn að reynandi væri að komast yfir hana, enda lét hann sér ekki allt fyrir brjósti brenna, karl sá. Hestarnir fóru að titra og skjálfa af kvíða, þeg- ar við nálguðumst ána, ískalda, stórgrýtta og ógur- lega. Loftur fór fyrstur og teymdi pósthestana, en sagði mér að koma á eftir og hafa gát á jökun- um. Eg hef aldrei verið hrædd i vötnum, enda vanist þeim frá barnæsku, en í þetta sinn var mér þó um og ó. Ég reið gráum hesti, skaftfellskum, mjög traustum og þaulvönum vötnum. Hægt og rólega óð hann á móti straumnum, stakk hann snopp- unni við og við ofan í vatnið, rétt eins og hann vildi kanna það. Jakarnir veltust fram allt í kring um okkur, og var ég mjög hrædd um að einhver þeirra kynni að lenda á fótum hestanna. Allt fór þó vel og við komumst heilu og höldnu yfir ána. Nú er Jökulsá brúuð og hestarnir hættir að skjálfa, þó að þeir nálgist hana. Um kvöldið kom- um við að Eystri-Sólheimum og var mjög vel fagn- að. Við Ingibjörg vorum dálítið þreyttar, en í ágætu skapi, því að dagurinn hafói verið mjög skemmti- legur. Við dvöldum í sex daga á Sólheimum. Ég hafði kennt hér við skólann fyrir nokkrum árum, og heimilisfólkið var því allt gamlir og góðir kunn- ingjar. 12. júlí lögðum við af stað frá Sólheimum. Þenn- an dag var ágætt veður, skúrir, en sólskin á milli. Nokkru austan við Evstri-Sólheima rennur áin Klifandi. Austan árinnar er Fellsfjall. Undir fjall- inu er bærinn Fell. Þar var áður prestsetur og séra Jón Steingrímsson bjó þar, meðan hann var prestur í Mýrdal. Áin Klifandi hefur gert mikil spjöll þarna. Nú er svartur sandur, aur og stórgrýti, þar sem áður var tún og engjar, svo að flytja varð bæinn. Sunn- an vegarins gnæfir Pétursev, einstakt fell úr mó- bergi 275 m hátt. Þetta mun vera sama fellið, sem í Sturlungu er nefnt Eyjan há. Ekki veit ég, livenær hún hefur skipt um nafn, en einu sinni var þar kirkja, helguð Pétri postula. Sunnan við Pétursey er sérstæður hóll, sem nefndur er Eyjarhóll. Þar segja þjóðsögur að séu huldufólksbyggðir. 1 9. JÚNÍ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: