19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 6
Eftir messu. Hvað réð þeirri ákvörðun þinni að læra guðfræði — hver voru viðbrögð fjölskyldu þinnar við svo óvenjulegu starfsvali stúlku? Það, sem réð ákvörðun minni, var áhuginn á kristilegu starfi, sem eiginlega hafði vaxið með mér frá blautu barnsbeini í starf- inu i KFUK og Kristilegum skólasamtökum. Ég hugsaði nú lítið um að þetta væri óvenjulegt starfsval stúlku þótt ég væri mestan hluta guðfræðinámsins ein kvenna í deildinni. Fjölskyld- an hefur sjálfsagt ekkert hugsað um það heldur. Ég man að mamma spurði mig einhvern- tíma eftir stúdentspróf hvort ég ætlaði að læra eitthvað meira og ég sagði: Guðfræði. Ég skal styðja þig, góða, sagði móðir mín blessuð og hún og allt mitt fólk hefur sannarlega gert það. For- eldrar mínir, systkin og mágkona hafa mikið mátt á sig leggja fyrir mig í viðleitni minni til að fá að starfa sem prestur. Þeirri viðleitni hefur verið dremilegar tekið af almenningi en mig nokkurn tíma grunaði og prestkosningar eru sannast sagna geysilegt fyrirtæki, sem enginn veit nema sá, sem reynt hefur. Hvers vegna fórstu ekki þegar að loknu námi í preststörf? Ég mátti hreinlega ekki vera að því. Ég var svo stálheppin að fá vinnu í kvenlögreglunni með guðfræðináminu, það var eins og verklegi þátturinn í náminu og ómetanlegur. Ég hélt svo því starfi áfram eftir embættispróf og vann auk þess að kristilegum málum í Hjálpræðishernum og víðar. Dætur okkar voru litlar og mikið að gera bæði heima og heiman og mér fannst guðfræði- námið nýtast vel og mat mikils þessa starfsmöguleika og starfs- reynsluna, sem ég fékk í samstarfi við margt merkisfólk. Breytti hjúskapur þinn afstöðu þinni til starfsvals þín? Nei, ég veit ekki hvernig það hefði átt að verða. Auðvitað hefði það verið erfitt ef Þórður maður minn hefði verið mótfallinn nánii mínu. En hvers vegna í ósköpun- um hefði hann átt að vera það? Hann hefur alltaf hvatt mig. Ég hef heldur aldrei verið á móti þvi að hann lærði latínu og spænsku, þó nú ekki væri. Reyndist auðsótt að fá vígslu? Islenzkar konur hafa haft laga- legan rétt til prestvígslu í áratugi. Það var talað um það áður en nokkur kona hafði sótt um prest- starf að hérna myndi nú ekki verða sama vitleysan-og baráttan og annars staðar á Norður- löndunum, við værum svo víð- sýn. Annað kom þó í ljós. Eg sótti um Kárnesprestakall þegar það var stofnað, við vorum fjögur, sem sóttum. Eg heimsótti hvert einasta hús og fólk, sem ég hitti, var verulega þægilegt og skemmtilegt. En ég fékk bara 148 atkvæði af þeim 1829 atkvæðum, sem greidd voru. Svo fluttumst við til Frakk- lands en ákvörðun mín um að gerast prestur stóð óhögguð. Þeg- ar við komum heim eftir tvö fyrstu árin ákváðum við að ég skyldi dveljast heima í eitt ár með dætur okkar og sækja um eitt- hvert laust prestakall úti á landi. Ég held ég segi þá sögu nánar. Á leiðinni heim lásum við í blaði að söfnuðinn í Súgandafirði vantaði prest. Við Þórður keyrðum vestur skömmu eftir heimkomuna og gengum formálalaust á fund for- manns sóknarnefndar. Það var Sturla Jónsson, sem þá var yfir sjötugt. Þórður var ögn fyrri til að heilsa honum og sagði að erindið væri það að við hefðum heyrt að Súgfirðinga vantaði prest. Ja, segir Sturla, svo maðurinn er bara guðfræðingur. Nei, svaraði Þórður, það er nú konan mín. Og ég bjóst við að heyra þessa venju- lega setningu, sem ég heyrði svo oft í kosningunum í Kópavogi: Æ, við viljum nú ekki kvenprest. En Sturla leit á nhg, skellti sér á lær og sagði: Ja, ekki er það nú verra. Frá honum ókum við til Ágústs Ólafssonar, sem lika er í sóknarnefndinni. Hann bauð mig velkomna til starfa og þegar ég spurði um afstöðu hans til kven-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.