19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 24
Konur og ofneysla lyfja Heimavinnandi húsmæður og eftirlaunafólk mestu lyfjaneyt- endurnir - Ástæður fyrir þessum mikla mun á neyslu lyfjanna á ólíkum aldursskeið- um? „Það er hægt að geta sér til um ýmsar ástæður fyrir þessu. Lyfjaneysla kvenna virðist vera mest á þeim aldri þegar breytingar verða hvað mestar í lífi þeirra á aldrinum 35-44 ára sbr. töfluna hér að framan. Þarna er bæði um að ræða líkamlegar og félagslegar breytingar. Þær eru að komast á breyt- ingaaldurinn, finnst þær ekki ungar Iengur og telja að tekið sé að halla undan fæti hjá sér. Börnin eru þá að fara að heiman eða kannski farin þannig að hlutverk kvenna tekur miklum breytingum á þessu aldurs- skeiði. Þær verða oft þunglyndar, finnst lífið tilgangslaust og eru vansælar og leita þá jafnvel lausna í lyfjum. Lyfja- neysla karla er aftur á móti mest þegar þeir eru á aldrinum 45-55 ára sem hefur líka sínar skýringar. Það sem styður þessa skoðun mína í sambandi við lyfjaneyslu kvenna er að einn stærsti hópur neytenda róandi deyfilyfja er einmitt heimavinnandi húsmæður. Konur virðast oft nota lyf til þess að bæla niður tilfinningar sínar og til þess að geta sætt sig við kringum- stæður sínar. Það er einmitt í slíkum til- vikum sem vel kemur í ljós að konur fá lyf við kringumstæðum sem hefði verið hægt að bregðast við á annan hátt.“ - Pú talar um að heimavinnandi hús- mæður séu einn stærsti hópur neytenda róandi lyfja? „Já, stærstu hópar neytenda slíkra lyfja eru annars vegar heimavinnandi húsmæður og hins vegar eftirlaunafólk samanber það sem fram kom á ráð- stefnunni. Trúlega er þessu svipað farið hér á landi hvað eftirlaunafólkið snertir en svo ber að hafa það í huga að hér vinna hlutfallslega miklu fleiri konur utan heimilis en gerist annars staðar“. Sárt að bregðast sem móðir - Hefur misnotkun lyfja hjá konum öttnur félagsieg áhrif en þegar karlar eiga í hlut? „Eg held að ljóst sé að konur bregð- ast öðru vísi við en karlar í svona málum. Flestar konur telja móðurhlut- verkið sitt stærsta hlutverk í lífinu og þær taka mjög nærri sér og finnst sárt þegar þeim finnst þær hafa brugðist börnum sínum. Föðurhlutverkið virðist að þessu leyti ekki vera körlum jafn mikilvægt. Væntingar þjóðfélagsins eru líka aðrar þegar konur eiga í hlut og móðir sem bregst barni sínu fær miklu harðari dóm en faðir sem bregst.“ - Hvað heldurþú að væri helst til bóta? „Það er án efa hægt að gera margt til bóta til dæmis í sambandi við uppeldi barna. Maðurinn er tilfinningavera og það er honum eðlilegt að fá útrás. Við þurfum að kenna börnum okkar að tjá sig og reyna þannig að koma í veg fyrir óæskilega bælingu. Ég held að hægt væri að draga mikið úr neyslu lyfja ef fólk fengi tækifæri til þess að tjá sig og ræða það sem því liggur á hjarta í stað þess að bæla niður tilfinningar og þurfa svo að leita á náðir lyfja eða áfengis til þess að umbera kringumstæður sínar. Það er ekki ótrúlegt að neysla róandi deyfilyfja sé oft afleiðing óæskilegrar bælingar. Það þyrfti að vera fyrir hendi þjónusta eða einhver aðstaða þar sem fólk gæti komið og fengið að tala. Það er líka alkunn staðreynd að þeir sem búa við mikið andlegt álag geta fengið hin ýmsu líkamlegu sjúkdómsein- kenni.“ Kona kemur með sjúkdómsgreininguna í samtali við landlækni, Guðjón Magnússon, kom fram að neysla róandi deyfilyfja er svipuð hér á landi og ann- ars staðar á Norðurlöndunum hvað snertir aldur og kynferði. Enn fremur kom fram að þeir sem neyta slíkra lyfja í einhverjum mæli neyta yfirleitt margs konar annarra lyfja að auki. Bent hefur verið á að ein ástæða þess að Iæknar láta konur fá lyf við aðstæðum sem unnt væri að bregðast við á annan hátt sé sú að fáar konur eru í læknastétt. Læknar hafa því oft á tíðum harla litlar for- sendur til þess að meta ástand sjúklinga sinna þegar sérstök kvenleg mál eiga í hlut ef ekki liggur beinlínis í augum uppi hvað að er. Konur í læknastétt hafa því lagt áherslu á nauðsyn þess að fleiri konur gerðust læknar. Þær hafa bent á að kona í hlutverki læknis geti vísað í eigin reynsluheim þegar um er að ræða sérmál kvenna eins og til dæmis blæðingar - karlmaður hefur ekki sömu forsendur að byggja á í slíkum tilvik- um. Viss tilhneiging virðist hjá læknum að finna auðvelda leið við flóknum vandamálum og lyfin oft auðveldasta lausnin en ekki endilega sú besta. Ýmsar ástæður geta valdið þessu eins og að framan greinir en svo má að auki benda á að konur virðast oft sjúkdóms- greina hver aðra. Þær eru mikið í sam- neyti hver við aðra og ræða þá heilsufar sitt sem ýmis önnur mál. Niðurstaða slíkra umræðna getur í sumum tilvikum orðið sú að konan leitar til læknis með sjúkdómsgreiningu upp á vasann og biður um lyf sem henni hefur verið sagt að hafi reynst vel við því sem hún segir sjálf að sé að. í slíkum tilvikum má segja að lækni geti verið mikill vandi á höndum en þegar upp er staðið er það vitanlega læknirinn sem kemur með sjúkdómsgreininguna og það er hans að ávísa lyfjum sem eru heppileg sam- kvæmt hans niðurstöðum að lokinni skoðun á viðkomandi sjúklingi. Því miður virðist því oft á annan veg farið og sjúklingar ganga út með lyf sem þeir hafa sjálfir stungið upp á að væru heppi- leg. Lyf á að nota í lækningaskyni en af framansögðu má ljóst vera að oft eru þau gefin án þess að full ástæða sé til og oft hefði verið unnt að bregðast við vandanum á annan hátt. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.