19. júní


19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1992, Blaðsíða 15
Oddrún Kristjánsdóttir, ráðningarstjóri Liðsauka: „í dag er umsækjendum illa við að bera fram ákveðnar kröfur um laun og það á við um bæði karla og konur." Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri Hagvangs: . .áberandi að konur sem ekki hafa starfað utan heimilis um nokkurra ára skeið fyllist vanmáttarkennd og vanmeti kunnáttu sína og eigið ágæti." Okkur lék því hugur á að heyra skoð- anir þeirra Oddrúnar og Þóris á þessum málum. Oddrún: „Við fyrstu sýn er meiri niunur eftir aldri en kynjum á því hvernig um- sækjendur bera sig að við atvinnuleit. Umsækjendur í aldurshópnum 25-45 ára skera sig greinilega úr hvað varðar vönduð vinnubrögð þegar þeir leggja inn gögn með upplýsingum um sjálfa sig, menntun og starfsreynslu. Þeir hafa til að bera ákveðið sjálfsöryggi og ákveðni - hafa áttað sig á því hve þessir hlutir eru mikilvægir. Þeim sem yngri eru finnst svona hlutir ekki skipta miklu máli, „kasta til höndunum". Umsækj- endur um miðjan aldur vantar oft sjálfs- traust, þeir draga úr reynslu sinni og hæfni og finnst þeir varla gjaldgengir lengur í þessu tæknivædda þjóðfélagi. Ofangreint á bæði við um karla og kon- ur. Hvað varðar kynbundinn mun þá er það greinilegt, þegar á heildina er litið, að karlar eru ákveðnari en konur, ganga hreinna til verks og ef þeir eru að leita að starfi er þeim oftast full alvara. Oft koma hins vegar upp ýmis vandamál, einkum hjá eiginkonum og mæðrum, þegar möguleiki á starfi býðst. Þessi eða hinn vinnutíminn hentar ekki vegna skólatíma barna eða leikskólans, fyrir- tækið er ekki staðsett á réttum stað í bænum vegna þess að eiginmaðurinn notar fjölskyIduþflinn í vinnuna eða ekki er búið að útvega bamagæslu þeg- ar til á að taka. Misjöfn ábyrgð kynj- anna á rekstri heimilanna kemur einnig í Ijós þegar konur geta ekki þegið starf vegna þess „að jólin eru að koma", „þriggja mánaða sumarfrí barnanna er að byrja" eða „amma er veik"." Þórir: „Almennt svarað er ekki hægt að segja að það sé munur. Ef eitthvað mætti nefna þá eru umsóknir kvenna betur útfylltar og þær koma betur undir- búnar til viðtals. Konur virðast almennt lesa umsóknareyðublöðin betur og út- fylla þau nákvæmar með tilliti til menntunar og/eða reynslu. Hins vegar er mjög mikill munur á einstaklingum með tilliti til menntunar og stöðu við- komandi. Umsóknir frá vel menntuðu fólki, t.d. þeim sem eru að sækja um skrifstofu-, sérfræði- eða stjórnunarstörf, eru vandaðri en frá öðrum og skiptir kyn þar engu máli. Einnig er mikill munur á frágangi og upplýsingum á umsóknum m.a. eftir skólum." Gera konur minna en karl- menn úr hæfileikum sínum og reynslu? Oddrún: „Konur eru hógværari hvað þetta varðar, sérstaklega ef þær hafa verið starfandi heima fyrir og eru að koma út á vinnumarkaðinn aftur. Þær fara stundum hjá sér þegar þær eru beðnar um ítarlegri upplýsingar um reynslu sína þar sem þær álíta að slíkt sé ekki líklegt til að auka möguleika þeirra á að fá starf við hæfi. Þær halda að allt sé svo breytt og að gömlu gildin eigi ekki við lengur. Oftar en ekki er þetta ástæðulaus ótti og eingöngu skort- ur á sjálfstrausti. Hins vegar eru upplýs- ingarnar oftast réttar og konur reyna sjaldan að gera meira úr sjálfum sér en efni standa til eða segja rangt til um fyrri störf og stöðu." Þórir: „Nei, en það tekur stundum lengri tíma að fá þær til að segja frá hæfileikum sínum. Það er hins vegar nokkuð áberandi að konur sem ekki hafa starfað utan heimilis um nokkurra ára skeið fyllist vanmáttarkennd og van- meti kunnáttu sína og eigið ágæti. Margar þessara kvenna reynast hinir ágætustu starfsmenn. En ýmsar þeirra sem hafa ekki starfað utan heimilis í langan eða skamman tíma eru að leita að 50-70% hlutastarfi. Þessar konur eru flestar hæfir starfsmenn en stjórnendur eru hins vegar alltof tregir að ráða fólk í hlutastörf." Koma konur verr undirbúnar en karlmenn í viðtöl? Oddrún: „Konur koma ekki verr undir- búnar í viðtöl en karlar heldur gildir hér það sem greint var frá fyrr um aldurs- skiptinguna. Þó bregður okkur oft í brún þegar konur koma með ung börn sín með sér þegar þær eru að sækja um starf. Undantekningarlaust þurfa börnin svo mikla athygli og eftirlit að mæðurn- ar geta ekki einbeitt sér að viðtalinu, sýnt hvað í þeim býr, og eyðileggja því mikið fyrir sér. Þetta er svo til óþekkt 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.