19. júní


19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 22

19. júní - 01.03.1994, Blaðsíða 22
Vel heppnaður fundur um konur og atvinnuleysi Á alþjóölegum baráttudegi kvenna, 8. mars s.l., hélt Jafnréttisráð hádegis- veröarfund í Kringlukránni meö yfir- skriftinni „Konur og atvinnuleysi - hvað er til ráða?“. Fundurinn var afar vel sóttur, en yfir hundraö konur mættu til aö hlusta á framsöguerindi þeirra Huldu Finnbogadóttur og Elsu Guömundsdótt- ur, auk söngs nokkurra kvenna úr Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur. Fundurinn hófst meö ávarpi Láru V. Júlíusdóttur, formanns Jafnréttisráðs, en hún gerði að umræöuefni þá til- hneigingu, sem nú virðist aukast, aö ýta konum út af vinnumarkaði. Konur í hálfum störfum fá reisupassann aö því er virðist til þess að karlar geti haft fulla vinnu, og aörarfá uppsagnarbréfiö daginn sem þær snúa aftur úr barns- burðarleyfi. Einnig hefur þess oröiö vart aö konum meö fagmenntun sé sagt upp störfum meðan ófaglærðir karlar hjá sama atvinnurekanda fá aö halda vinnunni. „Aö sjálfsögöu eru hér á ferð- inni fylgifiskar vaxandi atvinnuleysis. Þetta eru eins og uppvakningar eöa aft- urgöngur frá gamalli tíð sem konur héldu aö búiö væri aö kveöa niður í eitt skipti fyrir öll,“ sagöi Lára. Hulda Finnbogadóttir, sem var for- maöur Oí nefnd Félagsmálaráöuneytis- ins um atvinnumál kvenna („60 milljón króna nefndin"), greindi frá reynslu sinni af því aö starfa á þeim vettvangi. Sjálf kvaðst hún þekkja atvinnuleysið af eigin raun og taldi þá reynslu hafa kom- iö sér vel þegar hún tók viö formennsku í nefndinni. Eitt meginverkefni nefndar- innar var að úthluta styrkjum til kvenna sem vildu skapa sjálfum sér og öörum atvinnu. Hulda telur aö þeim skamm- vinnu átaksverkefnum í atvinnumálum kvenna sem ráöist hefur veriö í víöa um land megi á vissan hátt líkja viö þaö aö pissa í skóna sína: Meðan á átakinu stendur gengur allt vel, en þegar styrk- urinn er uppurinn og sérfræðiráögjafar nýtur ekki lengur viö sækir allt í sama farið aftur. Hún telur vænlegra til árang- urs ef konur ættu innhlaup í almenna fjárfestingarlánasjóöi, en oft er slíku ekki til að dreifa þar sem konur eru sjaldnast eigendur fasteigna eöa ann- arra eigna sem hægt er aö veösetja. Það er skoðun Huldu að með því að setja á laggirnar sérstaka „kvenna- banka" eöa veölánasjóöi megi ráöa bót á þessu. Elsa Guömundsdóttir er verkefna- stjóri Snerpu, átaksverkefnis í atvinnu- málum kvenna á Vestfjörðum. I Vog- inni, 1. tbl. 1993, greindum viö frá ráö- stefnu um atvinnumál sem nokkrar áhugasamar konur á Vestfjörðum héldu voriö 1992. Niöurstaöa þeirrar ráö- stefnu var aö nauðsynlegt væri aö ráöa verkefnastjóra til aö vinna að þróun og eflingu atvinnulífs kvenna á Vestfjörö- um. Elsa var síöan ráöin í starfið og hefur hún unnið að þessum málum undanfarna sjö mánuöi. Elsa sagöi frá því sem gerst hefur í atvinnumálum kvenna frá því hún hóf störf en þar leyn- ast víða vaxtabroddar sem nauðsynlegt er aö hlúa betur aö. Hún tók í sama streng og Hulda varðandi erfiöleika kvenna viö aö fá lán til aö setja í at- vinnurekstur og kvaöst hún binda mikl- ar vonir viö aö sérstakar lánastofnanir fyrir konur gætu bætt úr þeim vanda. Elsa ræddi einnig um nauðsyn þess að styöja betur viö bakið á smáfyrirtækjun- um, en slíkar einingar væru hvaö mest aðlaðandi fyrir þær konur sem hyggöu á atvinnurekstur. Bæöi í Bandarikjunum og Evrópu er þaö einkum í slíkum fyrir- tækjum sem ný atvinnutækifæri skap- ast en þar eru konur oft frumkvöölar. Þá gætir aukins áhuga meöal kvenna í þessum löndum á aö fóta sig sjálfar í atvinnurekstri, ýmist vegna þess aö þeim hefur veriö sagt upp störfum hjá stærri fyrirtækjum eöa vegna þess aö þær komast ekkert áfram innan fyrir- tækisins. Ef marka má fundarsóknina þennan dag er Ijóst að mikill áhugi er á mál- efninu og að konur ætla ekki að láta meðhöndla sig eins og varavinnuafl. Þess má geta aö umræddur fundur er hinn fyrsti í röö nokkurra funda sem Jafnréttisráö ætlar aö halda um stöðu kvenna á breyttum vinnumarkaði. Næsti fundur verður haldinn í byrjun maí. R.H. Fréttir frá kæruncfnd jafnréttismála Á árinu 1993 bárust kærunefnd jafn- réttismála ellefu kærur, tíu frá konum en ein frá karli. Þremur þessara mála lauk á árinu, eitt mál var afturkallaö en sjö færöust yfir á nýtt ár. Kærunefnd fjallaði jafnframt um 13 mál frá árinu á undan. Þrjú þeirra mála voru afturkölluð, einu var frestaö aö beiðni kæranda en öðrum málum lauk með álitsgerö frá nefndinni. Samtals lauk nefndin því viö tólf mál á árinu 1993 sem er meira en nokkru sinni fyrr. Þegar þau mál sem lokiö var viö eru skoöuð kemur í Ijós aö þrjú þeirra varða laun og meint launamisrétti og eitt mál aö hluta. Fjögur mál fjalla um stöðuveit- ingar og eitt að hluta. Þrjú mál varöa meint misrétti vegna uppsagnar úr starfi eða vinnuaðstæður og eitt mál fjallar um rétt til félagsaðildar. Sex mál og eitt mál aö hluta til, eða annað af tveimur álitaefnunum þess, eru talin brjóta gegn ákvæðum jafnrétt- islaga en fimm mál eru ekki talin varöa við lögin. Erfitt er að gefa einhvern einn sam- nefnara yfir þau mál sem afgreiöslu fengu á síöasta ári annað en aö öll fjalla þau að sjálfsögðu um misrétti vegna kynferðis. Kærendur eru eins og áður fyrst og fremst konur eöa átta kon- ur á móti fjórum körlum. Flestir kærend- ur hafa starfsmenntun og flestir vinna hjá hinu opinbera. Þetta er þó alls ekki algilt. Eitt þessara mála var kært af verkalýðsfélagi fyrir hönd konunnar. Því miöur er þaö sjaldgæft aö verkalýðsfé- lög láti sig þessi mál varöa og er þaö miður. Launamisrétti er dæmi um mál sem mikilvægt er aö trúnaðarmenn á vinnustööum og verkalýösfélög séu sér meövituð um og axli ábyrgö á. Flestum reynist sú ákvöröun aö kæra atvinnu- rekandann sinn erfið og er stuöningur stéttarfélaga því mikilvægur. Fræösla til verkalýöshreyfingarinnar um þessi mál er mikilvæg og hefur Jafnréttisráö ætíö lagt mikla áherslu á samvinnu og upplýsingamiölun til hennar. Eitt af verkefnum norræna jafnlaunaverkefnis- ins er einmitt fræösla og upplýsinga- miðlun um launamun, orsakir hans og leiöir til úrbóta. Á undanförnum mánuö- um hafa verið haldnir fundir víöa um land í samvinnu við verkalýðsfélög um þessi mál. Er vonandi að sú fundaröð fari aö skila árangri í meiri þekkingu verkalýðsfélaga um þessi mál og þar meö aukinni áherslu þeirra á þetta hlut- verk sitt. EÞ 22

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.