19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 18

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 18
Nýtt starfsfólk á Skrifstofu jafnréttismála A undaförnum mánuöum hafa oröiö miklar breytingar á starfsliði Skrifstofu jafnréttismála. Birna Hreiðarsdóttir lög- fræðingur lét af störfum s.l. haust, hún var ráöin tímabundið í stöðu fram- kvæmdarstjóra skrifstofunnar árið 1992 og í framhaldi af því varð hún starfsmaður undirbúningsnefndar fyrir kvennaþingið sem haldið var í Ábu síð- astliðið sumar. Ragnheiður Harðardóttir félagsfræðingur hvarf til nýrra starfa þann 1. febrúar sl. og starfar nú hjá embætti umboðsmanns barna. Ragn- heiður kom til starfa á Skrifstofu jafn- réttismála árið 1988 sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi. Að öðrum ólöstuðum á Ragnheiður stærstan þátt í útgáfu- starfsemi Jafnréttisráðs með ritstjórn sinni á Voginni - fréttabréfi Jafnréttis- ráðs - eins og hún var áður en til sam- starfs KRFÍ og Jafnréttisráðs kom. Síð- ustu verkefni Ragnheiöar á Skrifstofu jafnréttismála tengdust Norræna jafn- launaverkefninu. Við óskum þeim góðs gengis á nýjum starfsvettvangi og þökk- um þeim samstarfið. Á nýju ári hófu svo þrir nýir starfs- menn störf á Skrifstofu jafnréttismála, þau Brynhildur Flóvenz, Drífa Hrönn Kristjánsdóttir og Ingólfur V. Gíslason. Brynhildur Flóvenz lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1989 og stundaði síðan framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla. Hún mun fyrst og fremst vinna fyrir kærunefnd jafnréttismála en auk þess mun hún fást við ýmis önnur verkefni. Má þar m.a. annars nefna leiðbeiningabækling fyrir launþega og vinnuveitendur um hvernig koma skuli í veg fyrir og bregð- ast við kynferðislegri áreitni á vinnu- stað. Vinna við hann er á lokastigi. Brynhildur er gift Daníel Friðrikssyni skipatæknifræðingi og eiga þau fjögur börn. Drífa Hrönn Kristjánsdóttir lauk BA prófi í mannfræöi frá Háskóla íslands og MA gráðu í alþjóðastjórnmálum frá Institute of Social Studies í Haag í Hol- landi. Fyrsta verkefni Drifu á skrifstof- unni tengist áframhaldandi vinnu víð jafnlaunaverkefnið ásamt því að huga að hvernig starfi jafnréttisráðgjafa skuli háttað. Hún mun einnig verða tengiliður jafnréttisnefndanna og Skrifstofu jafn- réttismála. Ingólfur V. Gíslason lauk BA prófi í stjórnmálafræöi frá Háskóla íslands og doktorsprófi í félagsfræði frá háskólan- Norræn samstarfsáætlun á svíði jafnréttismála Á þingi Norðurlandaráðs í lok febrúar var tillaga norrænu jafnréttisráðherr- anna um samstarfsáætlun á sviði jafn- réttismála samþykkt. Samstarfsáætl- unin tekur til tímabilsins 1995 til 2000 en gert er ráð fyrir að í tengslum við fjárlagagerð fyrir hvert ár verði unnin framkvæmdaáætlun til tveggja ára í senn þar sem verkefnin verði nánar út- færð. í samstarfsáætluninni er áhersla lögð á samvinnu um eftirfarandi mála- flokka: • Aðgerðir sem tryggja konum og körl- um jafnan aðgang aö stjórnmálaleg- um og efnahagslegum ákvörðunum. • Aögerðir til að tryggja konum og körl- um sömu stööu og sömu áhrif í efna- hagslífinu. Mikilvægur þáttur þess er aö koma á launajafnrétti kynja. • Aðgerðir til að koma á jafnrétti T at- vinnulífinu. • Bæta möguleika bæði kvenna og karla til þátttöku í fjöldskyldu- og at- vinnulífi. • Hafa áhrif á þróun mála á þessu sviði bæði í Evrópu og á alþjóðavettvangi. Samþykkt forsætisráðherra Norður- landa um að við ákvörðun nýrra nor- rænna verkefna skuli taka miö af nor- rænu notagildi þeirra er höfð að leiðar- Ijósi. Því er sérstök áhersla lögð á það hlutverk norrænnar samvinnu að þróa og prófa leiöir til að koma á jafnrétti kynja en þar skiptir oft miklu sá mögu- leiki að bera saman framkvæmd, stööu og árangur á milli Norðurlanda. Sam- þætting, eða „integrering," jafnréttis- jónarmiöa á öllum sviöum, bæði innan ákveðinna málaflokka, í starfi sérhvers lands og í norrænu samstarfi er hinn rauði þráður áætlunarinnar. Áhersla er lögö á að öll tölfræði sé aðgreind eftir kynjum, á kvenna- og jafnréttisrann- sóknir, fræðsiu um jafnrétti kynja ásamt miðlun upplýsinga og þekkingar. Framkvæmdaáætlun fyrir árin 1995 og 1996 er nú að líta dagsins Ijós. Stærsta verkefni áætlunarinnar er sam- þættingarverkefnið, þ.e. hvernig náum við að koma jafnréttissjónarmiðinu að við alla ákvarðanatöku, á öllum sviðum samfélagsins og á öllum sviöum nor- rænnar samvinnu. Á þessu ári verður unnin verkefnislýsing en gert er ráð fyrir sérstöku norrænu verkefni á öllum Norðurlöndunum sem hefjist á árinu 1996. Sem dæmi um önnur verkefni sem unnið verður að á fyrstu tveimur árunum er karlaráðstefnan í Stokkhómi sem verður nú í lok april en jafnframt er 18

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.