19. júní


19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 29

19. júní - 01.06.1995, Blaðsíða 29
Fréttir úr starfi KRFÍ Núverandi stjórn g í Fráfarandi stjórn Aðalfundur KRFÍ Aðalfundur KRFÍ var haldinn að Hallveigarstöðum þann 24. apríl. Inga Jóna Þórðardóttir, sem verið hef- ur formaður KRFÍ frá 1992, tilkynnti á síðasta stjórnarfundi að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs á næsta aðalfundi félagsins. Hún var kjörin til eins árs árið 1992, en endurkjörin til tveggja ára árið 1993. í stað lngu Jónu var Bryndís Hlöðversdóttir, sem verið hefur varaformaður KRFI und- anfarið ár, kosin formaður félagsins. Ellen Ingvadóttir var kosin varafor- maður og Hulda Karen Ólafsdóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kosn- ir Valgerður K. Jónsdóttir og Málfríð- ur Gísladóttir en Margrét Vala Krist- jánsdóttir og Hrund Hafsteinsdóttir til vara. Foreldrar fram- tíðarinnar - vilji og væntingar Málþing KRFÍ í tilefni af ári fjöl- skyldunnar 1994 var haldið laugar- daginn 6. maí í Kornhlöðunni v/ Lækjarbrekku í Bankastræti. Mál- þingið var frá kl. 10.30 til 14 og flutti fjöldi fyrirlesara erindi undir yfir- skriftinni „Foreldrar framtíðarinnar, vilji og væntingar". I undirbúnings- hópi áttu m.a. sæti Sigríður Vil- hjálmsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir , Elísabet Andrésdóttir, Fjóla Guðjónsdóttir, Björg Kofoed Hansen og Sigríður Jónsdóttir. Sigríður Vilhjálmsdóttir flutti inn- gangserindi og að því loknu flutti Sig- ríður Jónsdóttir námstjóri fyrirlestur er bar heitið „Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ Þorvaldur Karl Helgason fjallaði um undirbúning fyrir hjónabandið og Sóley Bender lektor um ákvörðunina um barneign. Sólveig Þórðardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, fjallaði um fræðslu til feðra eftir fæðingu barna og Sigurður Snævarr hagfræðingur um hvað feður vilja. Fulltrúar for- eldra komu einnig með sín sjónarmið, Gígja Sigurðardóttir sagði frá því hvernig það er að vera móðir og Sveinn Helgason tjallaði um það að vera faðir. Léttur hádegisverður var á boðstólum og að loknum fyrirlestrum voru umræður sem Ingibjörg Brodda- dóttir deildarsérfræðingur stjórnaði. Kynbundnum launamun mót- mælt KRFÍ hélt morgunverðarfund á Skála Hótel Sögu 16. maí frá kl. 8.15 til 10.00. Þar var fjallað um kynbundinn launamun sem sagt var frá í skýrslu Jafnréttisráðs um launamyndunina. Á fundinum i'lutti Lára V. Júlíusdóttir, fráfarandi formaður Jafnréttisráðs, stutta framsögu ásamt þeim Guðrúnu Hallgrímsdóttur verkfræðingi og Guðrúnu Guðmundsdóttur lækna- nema. Fundurinn var vel sóttur og að framsöguerindum loknum voru fjörugar umræður. Lögð var fram til- laga að almennri ályktun til stjórn- málamanna um að fylgja málinu eftir en þennan sama dag var fyrsti sam- komudagur Alþingis eftir kosningar. Ályktunin var samþykkt samhljóða og var svohljóðandi: „Fundur Kvenréttindafélags Islands 16. maí 1995 skorar á stjórnvöld að grípa strax til aðgerða gegn hinu hróplega misrétti sem ríkir á vinnu- markaði hvað varðar launamál kvenna. Samkvæmt skýrslu Jafnrétt- isráðs um launamyndun og kynbund- inn launamun, sem birt var snemma árs, eru konur aðeins rúmlega hálf- drættingar á við karla í launum. Skýrslan sýnir svo ekki verður um villst að konur njóta ekki sama af- raksturs af menntun sinni og karlar. Stjórnvöld mega ekki lengur sitja að- gerðarlaus og horfa á misréttið aukast. Fundurinn krefst þess að grip- ið sé nú þegar til aðgerða sem leitt geta til réttlætis, svo konur geti vænst þess að sitja við sama borð og karlar í þessum efnum.“ 29

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.