Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 33
Sérblað \\ Fimmtudagur 17. mars 2011 \\ Kynning & Á dögunum tilkynnti finnski farsímaframleiðandinn Nokia samstarf við hugbúnaðarrisann Microsoft sem felst í því að snjallsímar Nokia munu í framtíðinni byggja á Windows Phone-farsímastýrikerfinu frá Microsoft. „Við teljum þetta afar jákvætt skref og að spennandi tímar séu í vændum fyrir notendur Nokia,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri Nokia hjá Hátækni, sem hefur verið umboðsaðili fyrir Nokia á Íslandi síðan 1985 og er elsti starfandi samstarfs- og dreif- ingaraðili Nokia í heiminum. „Búast má við fyrsta Windows Phone-síma Nokia í verslanir á fyrsta fjórðungi næsta árs, en Symbian-stýrikerfið, sem Nokia notar núna, mun áfram verða í símum þeirra til að minnsta kosti 2013. Að þeim tíma liðnum verð- ur samspilið fullkomnað; Nokia og Windows Phone renna saman,“ segir Þorsteinn með tilhlökkun, því víst er að snjallsímar verða þá ekki í líkingu við það sem nú þekkist. Nokia býst við að framleiða og selja 150 milljónir snjallsíma með Symbian-stýrikerfinu á næstu tveimur árum, en hingað til hafa selst 200 milljónir Symbian-síma. Því er ljóst að þróun Symbian er á fullri ferð. Von er á stórum upp- færslum á Symbian á árinu og munu uppfærslur ná til margra síma sem eru á markaðnum núna, eins og til dæmis N8 og C7. „Í fjöldamörg ár hefur samstarf Nokia og Microsoft verið náið, en nú stíga þeir skrefið til fulls. Microsoft Office hefur lengi verið búnaður í viðskipta-snjallsímum frá Nokia, en með því að samein- ast um Windows Phone-stýrikerfið auka þessir miklu risar styrk sinn til muna,“ segir Þorsteinn og legg- ur áherslu á mikilvægt atriði fyrir núverandi notendur Nokia. „Allt sem Nokia hefur sérstak- lega þróað í sína síma mun halda sér, eins og Ovi Maps, sem er lang- besta GPS- og staðsetningartæki sem völ er á í farsíma, og hug- búnaðarverslunin Ovi Store mun renna saman við Windows Mark- et og gera sameinaða hugbúnað- arverslun þeirra enn stærri og betri,“ segir Þorsteinn og útskýr- ir betur hugtakið snjallsímar. „Snjallsímar eru í raun litlar margmiðlunartölvur og hafa það umfram aðra farsíma að í þá má setja alls kyns forrit. Viðskipta- símar eru svo sér á parti, með viðbótarstuðningi við tölvupóst- lausnir, Microsoft Exchange Serv- er, Lotus Notes Traveler og fleiri forrit, ásamt öflugum viðhengja- stuðningi við Windows-skjöl, eins og Word og Excel, þar sem hægt er að vinna með skjölin í símanum eins og í hverri annarri tölvu. Úr þeim er einnig hægt að senda mjög auðveldlega skjöl yfir í HP- prent- ara og sterkur stuðningur er við IP-símkerfi. Nokia mun því halda áfram sínu „bragði“ í nýju stýri- kerfi og nýjum heimi,“ segir Þor- steinn um heillandi framtíð Nokia- snjallsíma. „Hluti af samstarfi Microsoft og Nokia er að byggja upp nýtt vistkerfi fyrir notendur snjallsíma þar sem mismunandi þjónustur koma saman og veita heildstæða upplifun. Inn í þetta nýja vistkerfi mun Nokia leggja mikið af mörk- um með sinni tækniþróun sem unnin hefur verið á síðustu áratug- um, enda hefur Nokia verið leið- andi í framleiðslu farsíma í heim- inum. Enginn farsímaframleið- andi hefur gengið eins langt í að aðlaga síma að íslensku umhverfi og Nokia, og svo verður vitaskuld áfram þegar íslenskur Windows Phone lítur dagsins ljós, en hann verður með hraðritunarstuðningi og íslenskum stöfum í lyklaborði. Það er því ljóst að það eru spenn- andi tímar fram undan hjá Nokia, hvort sem litið er til framtíðar eða nútíðar,“ segir Þorsteinn að lokum. ● Nokia er stærsti farsímaframleið- andi heims með 35% markaðs- hlutdeild í heildarsölu farsíma og snjallsíma. ● Fyrsti síminn með innbyggðum Mp3 spilara var 5510 sem kom í sölu árið 2001. Fyrsti síminn með snertiskjá frá Nokia var 7710 sem kom í sölu árið 2004. ● Samkvæmt könnun MMR sem birt var í febrúar 2011 er Nokia með um 63% markaðshlutdeild á Íslandi í heild sinni en 51% í flokki snjallsíma. ● Nokia 6210 var fyrsti farsíminn frá Nokia á íslensku og kom í sölu árið 2000. Síðan þá hefur Nokia íslenskað nærri alla síma sem fyrirtækið hefur sent frá sér. ● Árið 2007 keypti Nokia korta- fyrirtækið Navteq sem er stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar í heiminum og framleiðir landakort fyrir Ovi Maps og Garmin svo eitthvað sé nefnt. ● Nokia 1100 er mest selda raftæki í heiminum, fyrr og síðar. Talið er að allt að 250 milljónir eintaka hafi selst af þessum síma. ● Árið 2010 seldi Nokia 110 millj- ónir snjallsíma, sem samsvara 37% heimsmarkaðshlutdeild á snjallsímamarkaði. ● Fyrsti myndavélasíminn var Nokia 7650, sem kom í sölu árið 2002. Árið 2010 kom síðan Nokia N8 í sölu, sem er fyrsti farsíminn með 12 megapixla myndavél frá Nokia. ● Nokia rekur öfluga forritaveitu (Apps) sem heitir Ovi Store. Þar fást nú yfir 30.000 forrit og hlaða notendur 4 milljónum forrita á dag niður fyrir hinar ýmsu tegundir Nokia-síma. ● Nokia var stofnað árið 1885 og hefur á þeim tíma selt og framleitt langan lista af marg- víslegum vörum, eins og dekk, stígvél, sjónvörp, koparvír, pappír, talstöðvar og svo auð- vitað farsíma. 10 áhuga- verðir punktar um Nokia Nokia X3-02 Hvernig kemur það út að blanda saman hefð- bundu takkaborði og snertiskjá? Ótrúlega vel. Þeir sem hafa notað þennan síma eru sam- mála um að hér sé á ferðinni frábær sími sem býður upp á þægilega blöndu takkaborðs og snertiskjás. Síminn er frábær tónlistarsími sem styður minniskort allt að 32 GB. nokia.com/x3 Nokia N8-00 Er þetta besti myndavélasíminn í dag? Að minnsta kosti er það samdóma álit bæði fag- og áhugamanna að myndir úr þessum síma séu frábærar. Hann er einnig með GPS, Ovi Maps og allt það sem við viljum í snjallsíma. Ekki skal heldur gleyma HDMI-tengi sem gerir þér kleift að tengja hann beint við háskerpu- sjónvarp og spila HD-myndefni í Dolby 5.1. Svo er ýmislegt sem ekki er að finna í öllum símum, eins og FM-sendi sem sendir tónlist beint í næsta útvarp, „USB on the go“ þar sem hægt er tengja USB-minnisein- ingar beint við símann og Xenon Flash. nokia.com/n8 Nokia E7-00 Fullkominn snjallsími fyrir þig, sem ert stöðugt á ferðinni og vilt alltaf vera skrefinu á undan. Síminn er með fullt QWERTY-lyklaborð og 4“ AMOLED ClearBlack-skjá sem er frábært að vinna með. Fullkomin tenging við bæði Microsoft Exchange og Lotus Notes Traveller gerir þér kleift að vera með allar upplýsingar við hendina, hvar sem er. Öflugur stuðningur við Microsoft Office-skjöl og Acrobat PDF-viðhengi. Fullur stuðningur við ís- lensku og íslenska stafi. E7 er einn fullkomnasti viðskiptasími sem Nokia hefur sent frá sér í langri sögu frábærra við- skiptasíma. nokia.com/e7 Nokia C5-03 C5-03 er frábær léttur snertisími hlaðinn möguleikum. GPS-loftnet og Ovi Maps gerir þér kleift að hlaða niður kortum af yfir 180 löndum í heiminum og nota símann sem leiðsögutæki. Síminn sýnir næstu beygju og leiðarupplýsingar ásamt raddleiðbeiningu. Síminn er einnig með 5 megapixla myndavél, stuðning við minniskort allt að 32 GB og tölvupóst og flottum Mp3-spilara. nokia.com/c5 FLOTTAR NÝJUNGAR FRÁ NOKIA Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri Nokia hjá Hátækni, segir spennandi tíma í vændum hjá Nokia, en samstarf finnska farsíma- framleiðandans við bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft mun hafa miklar og ánægjulegar breytingar í för með sér. MYND/VILHELM Spennandi tímar framundan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.