Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 26. mars 2011 43 „Þetta er skírskotun í heilunarmátt íslenskrar náttúru,“ segir myndlistar- maðurinn Tolli um sýningu sína Græðandi kraft, sem verður opnuð í galleríinu Listamenn við Skúlagötu í dag. Þar verða sýndar níu myndir sem eiga það sameiginlegt að túlka þennan kraft. „Ég nota mjög jarðbundna liti,“ segir Tolli, „ég hef oft keyrt meira á sterkum litum en vildi halda mig meira á jörðinni í þetta sinn.“ Hug- myndin þar að baki er að náttúran sé eins og æðri máttur og leiki stórt hlutverk í lífi lands og þjóðar. Fólk eigi að horfa til þess og nýta sér á jákvæðan hátt. „Við getum lært það af samskiptum við náttúruna að það er bara ein leið að lifa, það er meðalvegurinn. Náttúran hefur sín efnislegu mörk en græðgin sem knýr okkur áfram er tak- markalaus. Það er hins vegar engin leið fyrir okkur að komast af nema að finna þetta jafn- vægi, ekki bara í umgengni okkar við náttúruna heldur líka innra með okkur. Þetta er auðvitað gömul saga og ný. Hvort þetta skili sér í verk- unum er síðan annað mál en þetta er að minnsta kosti framlag mitt til umræðunnar.“ Sýningin verður opnuð klukkan 16 í dag og stendur til 17. apríl. Fyrstu hundrað gestirnir fá að gjöf disk með möntru eftir Dalai Lama sem veitir þeim sem fer með hana hugrekki, eldmóð og staðfestu. Tolli ætlar líka að gefa alþingismönnum eintak af möntrunni. „Þetta er auðvitað táknræn gjöf en málið er að þetta virkar líka. Okkur veitir ekki síst af þori til að fyrirgefa í þessu samfélagi, því þá fyrst getum við farið að byggja aftur upp.“ - bs Skírskotun í heilunarmátt náttúru TOLLI Boðið verður upp á tveggja flygla Tíbrár-tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Þá setj- ast við slaghörpurnar Helga Bryndís Magnúsdóttir og Alad- ár Rácz og flytja verkin Til- brigði við stef eftir Haydn eftir Johannes Brahms, Rondo eftir Frederic Chopin, Sónata fyrir tvö píanó í D-dúr eftir Mozart og La Valse eftir Maurice Ravel. Tónsmíðar fyrir tvö píanó tíðkuðust hjá tónskáldum nítj- ándu aldar og við upphaf þeirr- ar tuttugustu. Þannig gafst tækifæri til að leyfa samtíma- mönnum tónskáldanna til að hlusta á stærri og viðameiri verk þar sem ekki var á færi allra hljómsveita að leika þau. La Valse eftir Ravel hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi leikið á tvo flygla. Hér er því um fágætt tækifæri fyrir píanóunnendur að ræða. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Flyglar fljúg- ast á í Salnum Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Þorlákshafnar leiða saman lúðra sína og sameinast í rúmlega 80 manna stórblásara- sveit um og eftir helgina. Saman munu þær halda tvenna tónleika, í Langholtskirkju á sunnudag klukkan 17 og í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar á mánudag klukk- an 20. Á efnisskránni eru verk eftir þekktustu tónskáld blásara- sveitatónlistar síðustu ára, þá Frank Erickson, Clare Grundman, Alfred Reed, Jan Van der Roost, Gioacchino Rossini og Gustav Holst. Verkin á efnis- skránni eru: Overture Jubiloso eftir Frank Erickson, Hebrides Suite eftir Clare Grundman og La Danza eftir Gioacchino Rossini. Stjórnendur á tónleikunum eru Robert A. Darling og Lárus Hall- dór Grímsson. Blásið í lúðra HELGA BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR Leikur ásamt Aladár Rácz verk eftir Ravel sem hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á tvo flygla hér álandi. Sigurður Bessason, formaður Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Friðrik J. Arngrímsson Guðmundur Ragnarsson Heiðrún Jónsdóttir Hermann Magnús Sigríðarson Sigurrós Kristinsdóttir Sveinn Hannesson Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is lífeyrissjóður Efnahagsreikningur: 31.12.2010 31.12.2009 Verðbréf með breytilegum tekjum 74.934 79.975 Verðbréf með föstum tekjum 135.603 120.167 Veðskuldabréf 15.394 14.407 Bankainnstæður 18.029 17.937 Kröfur 2.626 1.853 Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 268 232 Skuldir - 5.811 - 7.265 Hrein eign til greiðslu lífeyris 241.043 227.306 Breytingar á hreinni eign: 2010 2009 Iðgjöld 11.226 10.840 Lífeyrir - 7.785 - 7.884 Framlag ríkisins vegna örorku 969 965 Fjárfestingartekjur 9.754 14.821 Fjárfestingargjöld - 162 - 146 Rekstrarkostnaður - 303 - 272 Aðrar tekjur 38 40 Hækkun á hreinni eign á árinu 13.737 18.364 Hrein eign frá fyrra ári 227.306 208.942 Hrein eign til greiðslu lífeyris 241.043 227.306 Kennitölur: 2010 2009 Hrein nafnávöxtun 4,0% 6,8% Raunávöxtun 1,5% -1,5% Hrein raunávöxtun 1,4% - 1,7% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) -3,9% - 1,0% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 2,2% 2,0% Eign umfram heildarskuldbindingar (%) - 8,1% -11,6% Fjöldi virkra sjóðfélaga 25.175 25.521 Fjöldi sjóðfélaga með réttindi 181.127 177.791 Fjöldi launagreiðenda 3.955 4.033 Fjöldi lífeyrisþega 14.919 14.552 (Allar fjárhæðir í milljónum króna) Stjórn sjóðsins: Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Ársfundur 2011 Afkoma Hrein nafnávöxtun sjóðsins á árinu 2010 var 4,0% sem jafngildir 1,4% hreinni raunávöxtun. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 19,9% og erlendra hlutabréfa -3,3% í íslenskum krónum. Raunávöxtun skuldabréfa var 3,6%. Eignir sjóðsins skiptast þannig: Innlend ríkistryggð skuldabréf eru 47,4%, veðskuldabréf 6,4%, önnur skuldabréf 9,2%, innlend hlutabréf 2,7%, erlend verðbréf 27,1% og bankainnstæður 7,2%. Séreign Hrein eign séreignardeildar í árslok 2010 var 2.557 milljónir króna og hækkaði um 97 milljónir króna frá fyrra ári. Raunvöxtun séreignardeildar sjóðsins var þannig: Framtíðarsýn I 5,6% (nafnávöxtun 8,4%), Framtíðarsýn II 6,9% (nafnávöxtun 9,7%) og Framtíðarsýn III sem er verðtryggður innlánsreikningur bar að meðaltali 4,2% raunvexti á árinu 2010. Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu samtals 288 milljónum króna á árinu. Starfsemi á árinu 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.