Íslendingur


Íslendingur - 10.12.1915, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.12.1915, Blaðsíða 2
144 ISLENDÍNQUR 36. tbl. *■ *♦ ** * • • Stórt úrval af mjög fallegum Óordleppu H1 nýkomið í Brauns verslun. Karlmanna alfatnaður fæst með lang fallegustu sniði og Iangstærstu úrvali í Brauns verslun. Heimilisiðnaður. Kensla sú, sem Heimilisiðnaðarfje- lag Norðurlands auglýsir hjer í blað- inu er sjerstaklega ætluð unglings- drengjum, þvl þeir eru margir vinnu- litlir á vetrum, en gastu, með því að starfa að heimilisiðnaði, unnið sjer inn margan laglegan skilding. Fjelagið ætl- ar að sjá nemendunum fyrir efni f það sem þeir búa til og kaupa það af vel til búnum munum af nemendunum, sem þeir ekki gefa um að eiga eða selja sjálför. Fjeiagið hefir huga á að láta gera sem flest úr íslensku efni, að hægt er, og láta vinna úr því, sem fyrir hendi er, t. d, kössum undan vör- um. Ur þeim má gera ýms einföld húsgögn, það tíðka Ameríkumenn og fleiri þjóðir. Smáiðnað þann, er barnaskóli Akur- eyrar kennir, lætur fjelagið og iðka á námsskeiði þessu. Þeir, sem gerast meðlimir fjelagsins, fá kensluna ókeypis. (Árstillag 2 kr.) Utanfjelagsmenn greiða 2 kr. um mán. Námstfmi minst 1 mán. Kenslan fer fram f smíðastofu Gagn- fræðaskólans þrisvar f viku, 3 tfma í senn, frá kl. 4—7 sfðd. Kennari við námsskeiðið er ráðinn Haraldur Björnsson frá Veðramóti, lip- ur kennari og smekkvfs, treystum vjer honum hið besta til að gera kensluna aðlaðandi og arðberandi. UUar-kvenkápur og kvenwaterproofkápur í stærsta úrvali í 2rauns uerslun Jón Ólafsson bóndi að Hleiðargarði f Eyjafirði andaðist aðfaranótt hins 7. þ. m. Banamein hans var hjartabilun. Jón sál. var kominn um sjötugt og nær blindur. Hann var hinn mesti dugnaðar- og heiðursmaður í hvívetna. Úr Reykjavík. 7. des. fbúðarhús brann. íbúðarhús Gtsla læknis Pjeturssonar á Eyrarbakka brann til kaldra kola 5. þ. m. Innanstokksmunum tókst að miklu leyti að bjarga. Hús og munir mnnu hafa verið vátrygðir. Góðir hálfsokkar, heilsokkar, - og sjóvetlingar eru hvergi betur borg- aðir en í Brauns verslun. Ólafur Sveinsson, prentari úr Rvfk, kom hingað um daginn með e|s. »ísland«. Kennir hann hjer mönnum úr bænum og nærsveit- um, að tilhlutun ungmennafjelaganna, ýmsar íþróttir, svo sem: Sjót-, kúlu- kringlukast, lang-, há- og stangar- stökk, hlaup o. fl. Kirkjan. Síðdegismessa á sunnudaginn kl. 5. Afarfallegt silkitau í kjóla, blúsur, svuntur og slífsi nýkomið í Ærauns vers/un. Nýtt blað ætla nokkrir Siglfirðingar að stofna nú um næstu áramót. Verður það af lfkri stærð og »íslendingur« var fyrst ' og kemur út vikulega. Ekki er því ætlað að fjalla um landsmál alment, en aðeins bæjarmál og frjettir. Allur undirbúningur blaðsins er í mjög góðu lagi. Talsvert stofnfje er þegar til og prentsmiðja er keypt. Ritstjóri er að vísu enn ekki ráð- inn og prentari ekki heldur. Nýlátinn er Jón Einarsson hreppstjóri á Laugalandi á Þelamörk. Hann var kominn yfir áttrætt og hafði gegnt hreppstjórastörlum í Glæsibæjarhreppi yfir 40 ár. Þessi störf hafði hann leyst af hendi, að kunnugra manna sögn, með hinni mestu samviskusemi, en hlaut aldrei neina opinbera viðurkenningu fyrir það, enda mun hann ekki hafa til þess ætlast sjálfur. Jón heitinn hreppstjóri var maður yfirlætislaus og lifði við fátækt alla æfi. Hann var gréiadur í bezta lagi og athugull um margt, en mun lítill- ar mentunar hafa notið f æsku. Erlendar simfrjettir. EINKASKEYTI til Morgunblaðsins frá Khöfn 4. des. ítalir hafa lýst pví yfir, að f>eir muni ekki semja frið nema í sambandi við Frakka, Breta og Rússa. Austurríkismenn brjótast inn í Svartfjallaland. Wilhjálmur Pýskalandskeisari er kominn til Winarborgar. Khöfn 5. des (árdegis). Monastir er í mjög mikilli hættu stödd. Búlgarar brjótast fram að borginni. Joffre hefir verið skipaður æðsti hershöfðingi franska hersins á öllum vígvöllunum. (hádegi) Serbar yfirgefa Monastir, einu borgina sem eftir var í landi peirra. (Síðdegis.) Búlgarar hafa tekið Monastir. Khöfn 6. des. Norðurher Serba hefir komist heilu og höldnu til Svartfjalla- Iands og til fjallanna í Albaníu. Höfuðherinn hefir sameinast her bandamanna. ítalir hafa sett lið á land í Albaníu. Khöfn 9. des. Komist hefir upp mjög víðáttumikið samsæri meðal Pjóðverja í Bandaríkjunum. Fjöldi manna hefir verið tekinn höndum. g Ekkert markvert hefir borið við á orustuvöllunum. (Morgunbl. í Rvík.) Timburfarmur. Næstu daga á undirritaður von á eimskipsfarmi af ýmiskonar trjávið beina leið frá Sviþjóð. Trjáviðurinn verður seldur svo ódýrt sem unt er, og ættu menn að tryggja sér af honum í tíma það er þeir þurfa. Akureyri 4. desember 1915. Otto Tulinius. ‘V esta‘-motorinn er viðurkendur að vera bestur allra motora í skip og fiskibáta. Hann gengur næst Dieselmotorum í eldsneytissparnaði o. fi. Hefur patent glóðarhöfuð, sem c5Lrv getur alls ekki sprungið, Heldur sjer hreinum þó brent sje jarðolíu. Er sjerlega endingargóður og sterkbygður með góðum legum. Hann gengur jafn rólega og áreiðanlega hvort heldur hann gefur fullan —. hálfan — eða engan kraft. • Lárus J. Rist, Ráðhússtig' 4, gefur upplýsingar og tekur á móti pöntunum fyrir mína hönd, ]ón S. Esphólín. UmboðsmaÖur fyrir „ Vesta“ d Islandi,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.