Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.01.1931, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.01.1931, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR X fc» S-i su =s cn xO a Ö Ö CD s— »—1 s=s xO o ra S=3 s=a 5—« CG O 3 oo CSJ u* CD a =3 H 5=3 Ö co a 4=3 «♦—< si5urför aít Iand Kostir Super-Skandía vjelarinnar fram yfir glóðarliauss- og flatveikjuvjelar: Pægileg kaldræsting, fullkomin brensla hins innþrýsta eldsneytis litil eldsneytiseyðsla. reyklaust afgas, ljettur og hljóðlaus gangur rnikil aflframleiðsla. Kostir Super-Skandia vjelarinnar fram yfir diesel- og háþrýsti- vjelar: Enginn dýr og margbrotinn loftþjappari, engir nálarlokar í inn- spýtingstækinu, einföld gerð, auðveld gæsla, lítill viðhaldskostnað- ur, IítiII viðgerðarkostnaður, Iítill brunaþrýstingur í brunahylkinu lítill þrýstingur á eldsneýtisolíunni, ekki viðkvæmur á hitastig svalavatnsins, ræsing jafn auðveld í köldu veðri. Kostir, sem S u p e r - S k a n d i a - v jelin hef ur til að bera: Super Skandia getur gengið með ódýrustu hráolíu. Super-Skandia er búin til úr allra besta efni. Bulluhylkið er úr sjerstakri járnsamsetningu, sem er einstæð að endingu. Super-Skandia er Irtil fyrirferðar, samanborið við afl það, sem hún framleiðir. - Super Skandia er sjerstaklega endingargóð vjel. Super-Skandia-vjelin er sú miðþrýstivel, sem allir vjela- nofendur hafa beðið eftir með eftirvæntingu, og sem felur í sjer eiginleikana: Einfalda gerð, undirbúningslausa ræsingu og litla eldsneytiseyðslu. Aðalumboðsmaður á íslandi: CARL PROPPÉ, Reykjavík. Umboðsmaður á Norðurlandi: TÓMAS BJÖRNSSON, Akureyri. 1. í’egar Útbú íslandsbanka var stofnað hér, runnu Sparisjóður Akureyrar og Sparisj. Norður- amtsins inn í bankann, og var sú ráðstöfun vitanlega gerð í trausti þess, að útbú frá bank- anum héldi ávalt áfram starf- semi hér, meðan aðalbankinn væri starfandi. 2. Hlutafé það, er síðastl. ár var lofaö af Norðlendingum til við- reisnar íslandsbanka og síðan yfirfært á Útvegsbankann, var óefað lagt fram í fullu trausti þess sérstaklega, að bankinn héldi hér áfram starfandi útbúi. Félagið telur það ómetanlegt tjón fyrir allt Norðurland, ef Útbú Út- vegsbankans hér yrði lagt niður. Skorar það því á ríkisstjórn, banka- ráðið og bankastjórnina, að láta út- búið starfa áfram og reyna af fremsta megni að auka starfsfé þess, svo það geti komið að tilætluðum notum fyrir iðnað, framleiðslu og viðskifti.< Menn mega eiga það víst, að verði útbúið nú lagt niður, verður það ekki reist við aftur. Bankaráð Útvegsbankans skipa 4 Reykvíkingar og einn Árnesingur. Er það réttmætt eða forsvaranlegt að menn þessir taki endanlegar á- kvarðanir um þétta mál, án þess að leita álits viðskiftamanna bank- ans hér nyrðra og hlutaíjáreigenda hér? — Vissulega ekki, En í sambandi við þetta banlca- mál hlýtur sú spurning að koma fram í hugum manna, hvort það sé heppilegt íyrir atvinnulííið hér nyrðra, að bankarnir séu svo háðir fjárhagssveiflum syðra, sem raun hefir orðið á hvað eftir annað? Bæjarstjörnin. Fundur 13. ianúar. Fundur bæjarstjórnarinnar áþriðju- daginn var óvenjulega hógvær og ríkti meiri sátt og samlyndi milli bæjarfulltrúanna yíirleitt en venja heíir verið, og er það sízt að lasta, Mestar umræður urðu um fundar- gerð fjárhagsnefndar. Samkvæmt tillögu nefndarinnar var bæjarstjóra veitt umboð til að taka alt að 80 þús. kr. lán í Landsbankanum, veð- deild hans eða einhverri annari láns- stofnun til greiðslu á þeim lausa- skuldum, sem enn eru ógreiddar vegna hins nýja barnaskóla. — Spunnust um þann lið engar um- ræður. Um annan lið fundargerðarinnar urðu aftur talsveröar umræður. Var hann um erindi frá undirbúningsnefnd Elliheimilis Akureyrar, þar sem þess var farið 'á leit, að bæjarstjórnin legði fram fé það, er brunastóðin var seld fyrir — 19,500 kr. — til væntanlegrar byggingar ellihemilis á Akureyri, og skýrði nefndin jaín- framt frá, að sjóður Elliheimilisins í hennar vörslum næmi nú rúmum 15,000 kr. - Fjárhagsnefnd lýsti sig hlyáta stofnun elliheimilis, en kvaðst ekki geta lagt til, að sölu- verði brunastöðvarinnar yrði varið þannig, sakir þess að búið hafi ver- ið að ráðstafa því á annan hátt og eins væru sum skilyrðin í skipulags- skránni óaðgengileg fyrir bæjarstjórn- ina og of tílið fé fyrir diendi hjá undirbúningsnefndinni. — Hallgr. Davíðsson var eini bæjarfulltrúinn, af þeim sem töluðu, er var hlyntur málaleitun undirbúningsnefndarinnar. Aðrir játuðu nauðsjm Elliheimilisins, en að bæjarstjórnin gæti ekki hlaup- ið þar undir bagga eins og sakir stæðu, og varð það ofaná. Fjárhagsnefnd hafði haft til með- ferðar bréf frá prófessor Alexander Jóhannessyni, íramkvæmdastj. Flug- félags íslands, viðvíkjandi styrk frá bænum til félagsins. Kvað hann hlutakaup í félaginu hafa verið lof- oröum bundin af bæjarsljórn. — Nefndin kvaðst ekki geta lagt til, að bæjarstórnin legði fram fé til hlutabréfakaupa meðan ekki væri komið betra skipulag á rekstur fé- lagsins en nú væri. — Lét Brynl. þess getið m. a., að hann væri vondaufur um góðan árangur af starfsemi félagsins meðan fram- kvæmdastjórastarfið væri í höndum kennara í gotnesku — það tvent ætti ekki samleið. Félst bæjarstjórn- in ú tillögu nefndarinnar, en bæjar- stjóri lét bóka, sem sína skoðun í málinu, svohljóðandi greinargerð: »Eg lít svo á að með samþykt bæjarstjórnarinnar frá síðastliðnu sumri um fjárframlag lil hlutabréfa- kaupa í Flugfélagi íslands, beri bæj- arstjórninni skylda til, samkvæmt bókun hennar, að ákveða að leggja fram fé nokkurt til hlutabréfakaupa í íélaginu og að fjárhagsnefnd sé skyldug til . að gefa álit sitt um hversu mikið fé sé hægt að leggja af mörkum.« Tillaga lá fyrir fundinum frá Ein- ari Olgeirssyni um að veittar yrðu 30 þús. kr. til atvinnubóta í bænum, þar sem atvinnuleysi væri nú með mesta móti. Vildi Einar að bærinn tæki lán í þessu augnamiði. Vega- vinnu og, tunnugerð íanst honura einna heppilegast að ráðist væri í. Kvað hann bæinn mundi geta kom- ist að samningum við Síldareinka- söluna um að smíða fyrir hana heil- miltið af tunnum. Tunnuverksmiðju Hjalta Esphólins yrði bærinn auðvit- að að leigja. Hjalti hefði að sönnu samninga við Einkasöluna um tals- vert mikla tunnugerð en það ætti að geta orðið samkomulag um verk- smiðjuna og verkaskifting fyrir því. —1 Og tunnueínið gæti bærinn að sjálfsögðu fengið til láns. — Erling- ur var ekkert hrifiinn af tunnugerð- arhugmyndinni. Rótti Einar og Einkasalan hafa gert lítið til að hrinda því verki í framkvæmd, sem staðið hefði til að unnið yrði. — Hjalti hefði ætlað að byrja á tunnu- gerð sinni í október, en fram- kvæmdastjórn Einkasölunnar væri það að kenna að nú fyrst væri verk- ið hafið. Vildi Erlingur aö ráðist væri í að ljúka. við nýju uppfylling- una; dældin meðfram Strandgötu fylt upp og síðan lægðin neðan til við Gránufélagsgötu. Fengjust með því þar góðar byggingalóðir. — Hallgr. Davíðssyni leyst ekki á vegavinnu um háveturinn, hún myndi reymast nokkuð dýr. Og hann kvaðst því mótíallinn að meðan að bærinn væri á kafi í lausaskuldum, eins og nú ætti sér stað, að efnt væri til nýrra lána, en sjálfsagt væri að ráðast í Mérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að Jónína H. Níels- dóttir frá Æsustöðum andaðist að Kristneshæli 4. jan. s.I. — Jaröarför hennar er ákveðin að Grund í Eyjt- firði 24. þ. m. og hefst kl. 12 á hád. Aðstandendur. Jarðarför eiginmanns míns Ásgr. Péturssonar, fiskimatsmanns, fer fram miðvikudaginn 21. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna, kl. 1 e- h- Kona hins latna. þær verklegu framkvæmdir sem á- kveðnar væru á fjárhagsáætluninni, eins fljótt og gerlegt þætti. — Brynleifur kom með tillögu um að vísa málinu til atvinnubótanefndar — sem kosin var af bæjarstjórninni fyrir nokkru síðan og aldrei hefir látið til sín heyra — og var það samþykt en jafnhliða á íjárhagsnefnd að hafa það til meðferðar. Einar Olgeirsson bar fram tillögu þess efnis, að bæjarstjórnin skoraði á Alþingi að samþykkja ríkisábyrgð á rússnesku síldarvíxlunum, svo að þeir væru seljanlegir. Vrar tillagan samþykt með 7 atkv. gegn 3. — Þá var og samþykt tillaga frá Tóm- asi Björnssyni viðvíkjandi útbúi Út- vegsbankans hér og er vikið að henni á öðrum slað hér í blaðinu. Greiddu allir bæjarfulltrúarnir henni meðatkvæði nema forsetinn — Ingi- mar Eydal. Greiddi hann ekki atkv. Tillaga var samþykt frá fátækra- nefnd þess efnis, að leigendum í hús- inu Aðalstræti 23 (bæjarhúsinu), sem ekki eru á sveitarframfæri, sé sagt upp húsnæði frá 14. maí n. k., þar sem bærinn þurfi á öllu húsnæði sínu að halda íyrir þuríandi fólk. Þá samþykti bæjarstjórnin, sam- kvæmt tillögu jarðeignanefndar, að héreftir verði tekið uppsátursgjald fyrir báta í Sandgerðisbót. Jóhannes Friðriksson var endur- ráðinn aðalsótari bæjarins. samkv. tillögu brunamálanefndar. Velur nefndin með honum aðstoðarmann, þegar þurfa þykir, og skulu honum greidd laun af hinum fastákveðnu sótaralaunum, sem eru 2000 kr. um árið. Fær Jóhannes þannig þess minni laun sem hann fær meiri að- stoð við sótarastarfið. Tímakaup slökkviliðs ákveðið 2 kr. um tímann við æfingar og 3 við bruna. — Eggert Melstað slökkvi- liðsstjóra falin umsjón með öllum slökkviliðsáhöldum fyrir 600 kr. á ári. Lagðar voru fram teikningar af væntanlegu húsi fyrir þurfandi fólk, eítir þá Sveinbjörn jónsson og Jiall- dór Iíalldórsson. Að stærð á húsið að vera 8x23 m. eftir teikningu Sveinbjörns en 1 mtr. lengra hjá H. H. — 13 íbúðir eiga að vera í húsinu. Húsinu skift í tvent og má byggja annan helminginu í einu. — Ráðgerður kostnaður 60—70 þús. kr. — Bæjarstjóri lét þess getið, að hann mundi leggja fram ákveðn- ar tillögur viðvíkjandi byggingu húss- ins fvrir næsta fund bæjarstjórnar- innar. Nokkra hesta af góðu , útheyi vil eg kaupa nú þegar. Einar Gunnarsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.