Íslendingur


Íslendingur - 13.10.1933, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.10.1933, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XIX. árgangur. Akureyri, 13. okt. 1933, 44. tölubl. Enn um bannið. Alþýðumaðurinn síðasti flytur langa grein um bannið og atkvæða- greiðsluna sem fram á að fara um það fyrsta vetrardag. Slær blaðið mjög á þá strengi, að sómatilfinn- ing og stolt almennings eigi að vera svo vakandi, að hann vísi á bug með fyrirlitningu viðleitni for- ráðamanna þjóðarinnar til að opna landið fyrir löglegum innflutningi sterkra drykkja, nú á þeim alvöru- þrungnu tímum, er kreppa þjaki landi og lýð. Pessi túlkun blaðsins á aðgerð- um Alþingis og ríkisstjórnarinnar er alröng, — Forráðamönnum þjóð- arintiar — sem Alþm. kallar þessa aðila — fanst ástandið orðið þann- ig, að full ástæða væri að bera það undir þjóðina, hvort hún vildi leng- ur halda í brnnháðungina eða af- nema hana. Aðra viðleitni hafa þeir ekki sýnt í þessum efnum og er það vitanlega undir kjósendun- um komið livað ofan á verður. Og það, að atkvæðagreiðslan fari fram á krepputímum er síður en svo að vera aðfinnslnvert. Eyðslan í vin- föng mun enganveginn aukast þó bannið verði afnumið, en ríkissjóð- ur kæmi til að auka tekjur sínar við það og það stórkostlega. Má í þessu sambandi benda til Banda- ríkjanna, Par fer nú á þessum tfm- um fram atkvæðagreiðsla um bann- lögin. Pau hafa, líkt og hér, reynst þar afskaplega, og þó þar ríki nú kreppa og það langsamlega meiri en hér, ber ekki á öðru en að »sómatilfinning og stolt« almenn- ings í Bandaríkjunum sé einmitt á þá leið að sýna sem glögglegast andstöðu sína við bannið, sem sézt bezt á því, að nú hafa 33 ríki sam- þykkt afnám bannsins, með yfir- gnæfandi meirihluta —- sum með ö á móti einu — en ekkert einasta af ríkjunum lýst sig fylgjandi bann- inu. — Og öllum skvnbærum mönnum, sem meta sóma þjóðar sinnar að nokkru, ætti að vera það ljóst, að lög, sem ekki er hægt að hafa hemil á, en eru lítilsvirt og þverbrotin af öllum sléttum þjóðfélagsins, á öllum stöðum og ölium tímum, eins og verið hefir með bannlögin bæði hér og í Banclaríkjunum, að slík lög eru þjóðinni til svívirð- ingar. — En úr því að Alþm. fór að minn- ast á fjárhagsörðuileika lands manna í sambandi við atkvæða greiðsluna um bannið, þykir hér rétt að fara nokkuð inn á fjárhags- legu hliðina, sem að ríkissjóði snýr, því hún er svo stórvægileg, að enginn, sem greiðir atkvæði um bannið, má ganga fram hjá henni, heldur taka hana til athugunar í sambandi við aðrar hliðar þessa máls. — Tekjurnar, sem hin löglega sala afen is nú gefur ríkisstjórninni, nema miljónum króna í tolli og á lagningju, — Pessar tekjur munu nokkuð hafa staðið í stað á und.- anförnum árum, þrátt fyrir hina stórvaxandi »Landa*-drykkju, og er þetta því ótvíræð sönnun þess að drykkjuskapurinn hefir stórkost- lega aukist síðari árin. Allir menn, sem einhvern snefil hafa af fjármálaviti, sjá nú, að það er í meira lagi bogið við þá fjár- málastjórn, sem lætur það við- gangast, að tekjur ríkissjóðsins af áfengisnautn þjóðarinnar standi í stað eða jafnvel fari minkandi, enda þótt drykkjuskapurinn fari stórvax- andi í landinu. Peir, sem með stjórnmálin fara, og raunar allir hugsandi menn, verða að byggja á því íventiu, að ná öllum felcjunum af áfengisnautn þjóðarinnar inn í ríkissjóðinn, eða með öðrum orðum, að öll áfengis- nautn þjóðarinnar verði í löglegutn vínum, og svo hinu, að þelta verði gert án þess að áfengisnautnin vaxi í landinu- Um fyrra atriðið er það að segja, að eins og ástandið er orðið nú, verður ómögulðgt með því óbreyttu, eða með einhverjum skottulækn- ingum, að komast hjá að ríkissjóð- urinn verði af miklum hluta — helmingi eða jafnvel enn meiia — af tekjunum af áfengisnautninni. Að þessu er svona varið, liggur fyrst og fremst í því, að allmikill hluti þeirra manna, er víns neytir, er orðinn leiður á Spánárvínunum, þykja þau vond og dýr í hlutfalli við styrkleikann. — Úrræði jaessara manna, er þennan smekk hafa, verða þau, að þeir reyna að afla sér sterkra drykkja, sem verða þá ann- aðhvort smygfaðir drykkir, sem ríkið fær engan toli eða álagningu af, eða þá »Landi«, sem ríkið fær heldur engann ágóða af, að minnsta kosti ekki beinlínis. Ef lifið er til hins sívaxandi heimabruggs, og hve skjótt »Land- inn< hefir rutt sér til rúms, þá eru geysimiklar líkur fyrir því, að ef bannið helzt enn óbreytt um nokk- ur ár, að hin ólöglega áfengisnautn, »Landinn« og smygluðu sterku vín- in, verði algerlega ofan á, og jaar með hverfi að mestu þær miljóna tekjur, sem ríkissjóðurinn hefir nú af sölu löglegra vína. Vera má, að efnahagur bann- rnanna — mannanna sem aldrei eyða ?é sínu í vín, sé svo góður, að þeir þoli stóraukna skalta og N Y J A ' B I O Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: Ný mynd! Leikhússkipið (Show Boat) Tal- og söngvamynd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkin leika: Laura La Plante — Joseph Schildkraut, Mynd þessi er tekin eftir heimskunnri sögu eftir EDNA FORBERS. Hún segir frá lífi og æfintýrum um borð í »fljót- andi leikhúsi« skrautlegu, með fjölbreyttum skemmtunum og altaf velkomnu á staði, sem lifla eða enga tilbreytni þekktu í lífinu. Myndin er framúrskarandi fjölbreytt og atburðark, með fallegri hljómlist og góðum söng, ein af þeim myndum, sem sjálfsagt þótti að taka á hljóðrita, því þögla myndin fór á sínum tíma sigurför um víða veröld. Sunnudaginn kl. 5. Alþýðusýning. Niðursett verð. Framtíðardraumar 1980 Sérstaklega spennandi mynd. álögur. En þótt Halldór Friðjóns- sori, Friðrik Á Brekkan og aðrir slíkir burgeisar þoli þetta, þá er það víst, að allur þorri almennings þolir ekki að 2---3 miljónir kióna í toll um og sköttum sé dembt á lífs- nauðsynjar hans, og alveg sama gegtiir urn flest fyrirtæki og flestar atvinnugreinar, sem nú eru reknar í landinu. — Eu með engu öðru móti en með miklum toilum og sköttum verður ríkissjóðurinn að afla sér tekna, í stað þeirra sem hann missir, ef áfengisnautn þjóð arinnar verður að mikiu leyti í ó- löglegum vínum. Petta verða allir að gera sér Ijóst. Hvað hinu 'atriðinu viðvíkur, að binda veiði svo um hnútana — verði bannið afnumið — að drykkju- skapur aukist ekki við það í land- inu, þá hefir verið fatið inn á það áður hér í blaðinu. Skynsamleg á fengislöggjöf og öfgalaus bindindis- starfsemi fá rniklu til leiðar komið, sem sézt bezt á því, að næstu árin fyrir bannið var drykkjuskapur mik’.u minni í landinu en hann er nú. — Inn á gömlu brautina á því þjóðin aftur að hverfa og hreinsa af sér kám það, sem bannháðungin hefir sett á heiður hennar. Alþingl hefir verið kvatt saman fimmtudag- inn 2. nóvember n. k. Dómur íyrv. stórtempSars um bauuið. Einhver mætasti maður Good- templarareglunnar hér d landi, lnd- riði Einarsson — til margra ára mesti virðingamaður Reglunnar, stór- templar og umðoðsmaður hátemplars — skrifar nýlega í blaðið Vísi grein, er hann nefnir »Atkvœdagreiðslan um bannið«. Fer hún hér á eftir: Um bann á íslandi á nú að fara fram atkvæöagreiðsla fyrsta vetrar- dag, sem á að sltera úr jiví, hvort vér eigum að halda við því sem eftir lifir af bannlögunum frá 1909 og síðari árum, eða vér eigum að afnema þau til fulls. Fyrir nokkru höfðu fimm þjóð- lönd sett hjá sér bannlög; Finnland, Rússland, Bandaríkin, Noreg'ur og ísland. Finska þingið felldi bann- lögin sín úr gildi af fjárhagsástæð- um og hklega meðfram af því, að útlendingar sem þangað komu — auk heldur kunnugir heimamenn — sögðu að í Helsingfors væri engin fyrirstaða fyrir því, að fá hverskon- ar vín, sem væri, á matsölu- og opinberum stöðum. Rússland var. bannland þegar keisarastjórnin skildi við það. Þeir sem nú stjórna þar haía innleitt vínið aíti.r. Leir segja að vínið sé mikil ógæfa,' en ef þið vissuö hvað lifandi ósköp má gera fyrir það, sem fæst upp úr sölunni, þá —* eg man ekki hvort það voru

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.