Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 30.04.2011, Síða 32
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR32 FRAMHALD AF SÍÐU 30 Dagskrá 1. Flutt skýrsla stjórnar 2. Ger› grein fyrir ársreikningi 3. Tryggingafræ›ileg úttekt 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt 5. Önnur mál Ársfundur 2011 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 16.00, að Borgartúni 29, 4. hæð. Reykjavík 19. 04. 2011 Þ að var mikil eftirvænting í loftinu þegar prúðbúnir gestir tóku að streyma að Westminister Abbey í gær- morgun. 1900 manns var boðið í brúðkaupið, bæði konungbornum og háttsettum breskum þegnum auk vina og vandamanna brúðhjónanna. Gestir á borð við Margréti Dana- drottningu, Viktóríu Svíaprins- essu og Beckham-hjónin vöktu athygli fjölmiðla sem einnig gerðu sér mat úr skrautlegum höttum og hárskrauti kvenpeningsins. Hefð er fyrir því í Bretlandi að konur beri hatta í brúðkaupum. Margar lögðu því mikinn metnað í vali sínu á höf- uðbúnaði í tilefni dagsins. Hattadýrð brúðkaupsgesta BRESK ELÍTUDAMA Tara Palmer-Tomkinson er þekkt í Bretlandi, meðal annars fyrir að stjórna sjónvarpsþætti. Hún ákvað að klæðast hinum konunglega bláa lit frá toppi til táar og hatturinn var í frumlegri kantinum. HOLLYWOOD-BRAGUR David og Victoria Beckham voru meðal gesta en hún klæddist kjól úr eigin smiðju og litlum hatti sem sat á enninu. Einnig vakti skóbúnaður frú Beckham athygli, en hún var á sextán sentimetra hælum þrátt fyrir að vera komin langt á leið með fjórða barn þeirra hjóna. Gúrkusamlokur og Buck‘s fizz Vinkonurnar Þóra Björk Ólafsdóttir, Hallveig Rúnars- dóttir og Valdís Arnardóttir voru í hópi þeirra sem hittust í gærmorgun til að fylgjast með útsendingu frá brúð- kaupinu. „Við byrjuðum á því að baka skonsur og hella upp á te,“ segir Þóra Björk enda fátt breskara en skonsur. Nema ef vera skyldi gúrkusamlokur en Valdís mætti einmitt með þær í boðið. „Við skáluðum svo á viðeigandi stöðum í appelsínusafa og freyðivíni, en þann drykk ákváðum við að kalla Buck‘s fizz í tilefni dagsins.“ Þóra Björk segir þær hafa verið afar ánægðar með athöfnina, kjólinn og svalastund hjónanna Vilhjálms og Katrínar. „Við klæddum okkur í blómakjóla í tilefni dagsins og settum upp hárskraut.“ Þóra Björk segir þetta allt í gamni gert, en viðurkennir þó að hafa laumulegan áhuga á konungsfjölskyldum. „Ég spái hjónabandinu langlífi,” segir hún að lokum. SUMARLEG Viktoría prinsessa var smekk- leg í ferskjulituðum kjól með kvenlegu sniði og vitaskuld með hatt í stíl. Yngri systirin sem stal senunni Systir brúðarinnar og elsta brúðarmærin, Pippa Middleton, vakti mikla athygli er hún sinnti hlutverki sínu af alúð. Hún var, líkt og brúðurinn, klædd í kjól úr smiðju Söruh Burton. Pippa er 27 ára gömul og yngri systir Katrínar hertogaynju af Cambridge. Hún tilheyrir hinni svokölluðu ungu elítu í Bretlandi. Hún hefur af breskum slúðurblöðum verið útnefnd einn eftirsóttasti kvenkostur landsins og er víst ólík systur sinni að því leyti að hún er mikið partíljón og hefur ein- staklega gaman af sviðsljósinu. Í breskum fjölmiðlum hefur sú skoðun verið viðruð að Pippa sé í raun betur sett en systir hennar. Hún fái öll fríðindin sem fylgi því að vera í konungsfjölskyldunni án þess þó að þurfa að sinna skyldunum. BLÓMASKRAUT Miriam Gonzalez, kona Nicks Glegg, varaforsætisráðherra Bret- lands, vakti athygli með stórt blóm í hári. HÁSTÉTTARDAMA Sophie Winkelman, lafði Friðrik Windsor, var með klassískan breskan brúðkaupshatt á höfði. BRESKU PRINS- ESSURNAR Eugenie og Beatrice, prins- essurnar af York, klæddust sumarleg- um kjólum og skraut- legum höfuðbúnaði í anda breskrar tísku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.