Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. ágúst 2011 15 Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálf- sagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri, vegna aðstæðna sem hún sá ekki fyrir. Frelsi er aðeins orð þar til hún missir það, og þá fyrst fer hún að skilja hvað það er dýrmætt að hafa frelsi til athafna og frelsi til að velja.“ Með þessum orðum hefst bók lögmannsins og sakamálahöfund- arins Erle Stanley Gardner, The Court of Last Resort, sem kom fyrst út í nóvember 1952, og síðan í endurbættri útgáfu 1954. Sjálfur kveðst hann reyndar hafa lært að meta frelsið með því að njóta þeirra stórkostlegu forréttinda að fá að lifa lífinu eins og honum hentaði best, og þá farið að hugsa um hvað það hlyti að vera ömur- legt að vera sviptur þessu frelsi. Þegar athygli hans er vakin á manni sem hefur verið dæmdur til dauða á hæpnum forsendum kynnir hann sér málið og tekst með aðstoð sérfræðinga að finna rök sem bjarga þessum manni frá þeim örlögum. Í framhaldi af því fer hann að skoða mál ein- staklinga sem hafa verið dæmdir á veikum forsendum, og stofnar með sex öðrum sérfræðingum í sakamálum þetta fyrirbæri: The Court of Last Resort, sem á næstu árum leggur gífurlega mikla vinnu í að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið kærðir án saka og fengið harða dóma. Gardner nýtir sér tengsl við virt tímarit sem segir sögu þessara manna og síðar eru gerð- ir leiknir sjónvarpsþættir um líf þeirra og lausn. Sem og þeirra sem vinna að málinu, sem komu svo gjarnan fram í eigin persónu í lokin. Þessir þættir munu hafa verið sýndir Bandaríkjunum árin 1957-1958 og aftur 1959-1960. Býsna langt síðan, en samt áhugavert. Earl Stanley Gardner var þekktastur fyrir þættina um lögfræðinginn Perry Mason. Hann lést í mars 1970, áttatíu og eins árs. Tveimur árum áður kvæntist hann Agnesi Jean, ritara sínum til margra ára, sem var hin raunverulega Della Street. Holl áminning Upphaf bókarinnar er umhugsun- arefni. Holl áminning. Hér á landi er þetta orðað í einni setningu: Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það er margt verra en að rifja upp öðru hvoru það sem maður á og hefur. Líka að láta eftir sér að njóta þess. Svo er líka hitt sem er okkur ekki að skapi. Við eigum að tak- ast á við það án þess að láta það koma okkur úr jafnvægi. Það er til dæmis eitt af því sem er gott og gagnlegt að halda upp á. Jafn- vægið. Það er ekki alltaf auðvelt, en það borgar sig. Svo er líka mannbætandi að gera eins og Gardner, standa með þeim sem eru ranglega dæmdir, ekki vera of fljótur að trúa því versta um náungann. Eitt er að vera raunsær og glöggur, annað að vera tortrygginn. Ætla öðrum allt hið versta að tilefnis- lausu. Að ekki sé talað um þann ræfildóm að búa beinlínis til sögur um aðra, og breiða þær út. Hvernig sem allt sveiflast til að byrja með, þá endar aurinn alltaf hjá þeim sem ber hann í sér, þótt hann reyni að klína honum á aðra. Svo er hitt svo miklu skemmtilegra! Bæði fyrir viðkomandi og aðra. Allt og sumt Ég held að Gardner hafi rétt fyrir sér þegar hann mærir frelsið. Og líka hvað það getur verið sárt þegar það er skert. En stundum er það gert á löngum tíma, þannig að viðkomandi áttar sig ekki á því fyrr en það er orðið of seint. Það á bæði við um persónulegt frelsi og samfélagslegt frelsi. Það þarf hvorki að vera skarpur né skyggn til að finna hvernig smám saman er þrengt að frelsi einstaklings- ins á Íslandi í dag. Silkiklæddi kúgunarhanskinn er að herða tökin og forræðishyggjan verður æ sýnilegri. Samt er allt í spekt og huggulegheitum. Smá nöldur öðru hvoru. Skroppið milli flokka. Það er allt og sumt. Frelsi er ekki sjálfsagður hlutur Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Silkiklæddi kúgunarhanskinn er að herða tökin og forræðishyggjan verður æ sýni- legri. Það blasir við að myndin af „frelsun“ Tripólí var fölsk, að borgin hafi fallið í hendur „upp- reisnarmanna“ sem þroskaður ávöxtur strax á fyrsta degi stór- árásar á borgina. Íslenskir fjöl- miðlar sögðu þá að 95% borg- arinnar væru „frelsuð“ en þær hreinu línur hafa orðið óskýrari síðan. Það er rannsóknarefni hvað her Gaddafís stenst lengi ofureflið. Áður en innrásin í Tripólí hófst höfðu sprengjuflugvélar NATO farið 20.000 flugferðir yfir Líbíu og skotið sprengjum í 8.000 ferð- um. Og þetta eru nútímaleg eld- flaugaskot, ekki dettandi dínamít eða napalm eins og í Víetnam. Þetta hefði dugað til að koma flestum ríkisstjórnum á hnén, þó að svonefndir uppreisnar- menn séu veikir og hefðu engu getað áorkað án eldflauga og sprengjuregnhlífar NATO. Hinn grimmi harðstjóri á því greinilega mikinn virkan stuðn- ing meðal þegnanna. Að hann skuli vopna lýðinn í Tripólí bendir ekki til að hann hafi vænt sér ills úr þeirri átt. Á þeim fáu fréttastofum sem gagnrýna stríðsreksturinn má sjá mikl- ar fjöldasamkomur til stuðn- ings stjórnvöldum. Það fær þó almenningur á Vesturlöndum ekki að sjá. Stríðið sem hófst í mars var frá byrjun stríð til að steypa ríkisstjórn sem ekki nýtur vel- þóknunar vesturveldanna, þ.e. USA og nýlenduvelda ESB. Gaddafí lagaði sig að breyttum heimi eftir 1990, samdi frið við Bandaríkin og hóf samstarf við olíuauðhringa. Samt sleppti hann aldrei eigin ríkisyfirráðum yfir hinum auðugu olíulindum lands síns. Þetta reyndist með tím- anum ólíðandi fyrir vestræna auðhringa svo Gaddafí lenti á dauðalistanum. Á þeim lista eru þau ríki sem ekki fylgja reglum Vestursins upp á punkt og prik. Í bók sinni Winning Modern Wars: Iraq, Terrorism, and the American Empire frá 2003 skrif- aði Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður NATO-herjanna í Kososvostríðinu, hvað hann hefði heyrt í Pentagon í nóvember 2001 þegar rædd var væntanleg innrás í Írak: „Hún var rædd sem hluti af fimm ára hernaðaráætlun og löndin voru alls sjö, fyrst Írak, síðan Sýrland, Líbanon, Líbía, Íran, Sómalía og Súdan.“ Þessum áætlunum hefur síðan verið fylgt með sífellt virkari þátttöku vestrænna ríkja. Að baki Bandaríkjunum stendur breið- fylking, allt frá hægri haukum eins og Sarkozy og Cameron til vinstristjórnanna í Noregi og á Íslandi. Hlutverk vestrænna fjöl- miðla í Líbíustríðinu er ógn- vekjandi. Það takmarkast ekki við litaða og einhliða lýsingu mála heldur er ákveðin atburða- rás beinlínis framkölluð með hjálp fjölmiðlanna – í viðbót við undirróður útsendara frá leyni- þjónustum. Sjálft tilefni stríðs- ins var búið til í fjölmiðlum. Dæmi: Herferðin gegn Líbíu hófst í febrúar sl. þegar dreift var á netinu aragrúa Twitter- og Youtube-myndbanda sem sýndu hersveitir Gaddafís berja niður mótmæli, gera loftárásir á eigin borgara, sýndu afríska leiguher- menn Gaddafís o.s.frv. Þessu var svo dreift á CNN, BBC, al Jazeera og víðar sem sannleik sem kall- aði á afskipti „alþjóðasamfélags- ins“. Margt af því hefur verið hrakið sem hreinn tilbúningur enda er mála sannast að þegnar Líbíu hafa hvorki haft aðgang að Twitter né Youtube undan- farið svo fréttamyndirnar voru hannaðar annars staðar. Öllu er nú snúið á haus. Árásar- stríð NATO gegn smáþjóð í Afr- íku nefnist „skylda til að vernda líf óbreyttra borgara“ (ályktun Öryggisráðsins 17. mars). Loft- árásir eru friðargæsla. Óleiðitam- ur þjóðarleiðtogi er úthrópaður sem glæpamaður gegn þjóð sinni meðan mestu stríðsglæpamenn okkar daga eru frelsarar. Nú fer líku fram gagnvart Sýrlandi sem er næst í röðinni. Hinar ráðandi fréttastofur eru kirfilega tengdar NATO-herveld- unum og raunar hluti af innrásar- liðinu. Á bak við innrásina stend- ur hnattveldið eina með miðstýrð heimsyfirráð – og stýrir líka sannleikanum. Hvernig eigum við vesælar mannskepnur þá að draga hann í efa? Myndin logna af Líbíu Hernaður Þórarinn Hjartarson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Royal bringur Kjúklingabringurnar frá Holtakjúklingi eru fersk og hrein afurð sem framleidd er af mikilli fagmennsku. Þær eru fáanlegar með tvennskonar kryddlegi - rósmarín og hvítlauk eða Texas - og henta bæði á grillið og í ofninn. Nú geta matgæðingar haft það ljómandi gott í sumar. AF NETINU Bönkunum bjargað Tvenns konar rekstur virðist búa við bakstuðning stjórnvalda og skattgreiðenda, með öðrum orðum ríkisábyrgð. Annar er opinber rekstur, hinn er fjármálastarfsemi. Munurinn er samt sá, að annar líður fyrir það að verið sé að bjarga hinum. Út um allan heim er verið að draga saman í opinberum rekstri. Hér á landi hefur verið skorið niður í öllum opinberum rekstri og þá sérstaklega í velferðarkerfinu. Á sama tíma hefur ekkert fækkað að ráði í fjármálageiranum og það sem meira er, að meðan opinberir starfsmenn hafa búið við launaskerðingu og mikla rýrnun kaupmáttar, þá hafa laun í fjár- málageiranum hækkað. http://marinogn.blog.is/blog/ Marínó G. Njálsson Lagarde og kontóristarnir Christine Lagarde er nýr forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hún sagði fyrir helgina, að veikburða bankar í Evrópu þyrftu að efla eiginfjárstöðu sína. Fór fyrir brjóstið á kontóristum Evrópusam- bandsins, sem sögðu þetta rangt. Bankarnir þyrftu hins vegar betri endurfjármögnun. Ágreiningurinn lýsir grundvallarmisskilningi kontóristanna. jonas.is Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.