Íslendingur


Íslendingur - 05.03.1952, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.03.1952, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 5. jnarz 1952 Kemur út hvern miðvikudag. Ritstjóri og ábyrgðarmað ur: jukob Ó. t'élursson, Fjólug. 1, sími 1375. Auglýsingar og afgreiðsla: Eiríkur Einarsson, Hólabraut 22, sími 1748. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími kl. 10—12, 1—3 og 4—6, ! á laugardögum aðeins 10—12. PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.j. Lánadeild smáíbíiða stofnuð. Skýrt hefir verið frá því hér í hlaðinu. að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp á Alþingi sköinmu fyrir þinglok um ráðstöfun á 38 millj. króna af'tekjuafgangi ríkissjóðs á sl. ári, og náði það sam- þykki þingsins. Af þessum 38 millj. krónum skyldi 4 millj. varið til lána út á 2. veðrétt í smáíbúðum, er byggðar kunna að verða í kaupstöðum landsins og kaúptúnum. Skvldi í þessu skyni stofnuð sérstök lánadeild, og er hún nú tekin til starfa. Skilyrði fyrir að fá lán úr deildinni eru þau, að sá, setn byggir smáíbúð, byggi hana fyrir sjálfan sig einvörðungu og vinni að verulegu/leyti að bygg- ingu hennar sjálfur. í aðalatriðuin eru reglurnar um Iánveitingu deildarinnar á þessa leið: Lánadeiklin veitir einstaklingum í kaupstöðum og kauptúnum lán til smárra sérstæðra íbúðarhúsa og einlyftra sambyggðra íbúð- arhúsa. Umsóknir um lánin sendist félagsmálaráðuneytijiu, en tveir menn, sein jíkisstjórnitJ úlnefnir, ráða lánveitingUm-. Umsókn skulu fylgja fullnægjandi gögn um lóðarréttindi, uppdráttur af húsinu sem reisa á, götunafn og númer, upplýsingar um lán til hús- byggingarinnar út á 1., veðrétt og umsögn sveitar- eða bæjarstjórn- ar um húsnæðisþörf umsækjanda. Landsbankinn annast afgreiðslu lánanna, veðsetningu, þinglýsingu, innheimtu vaxta og afborgana, ■ og fást umsóknareyðublöð í honum. Arsvextir eru 5.5% og láns- timi allt að 15 árum. Hámark lánsupphæðar er 30 þús. krónur, og ekki má hvíla meira á 1. veðrétti en 60 þús. krónur. Barnafjöl- skyldur, ungt íólk, sem stofnar til hjúskapar, og fólk, sem býr í heilsuspillandi húsnæði, sitja fyrir lánveitinguin. Húsnæðisskorturinn er eitt af örðugustu viðfangsefnum bæjar- félaganna, og hefir svo lengi verið. Víða búa fjölskyldur enn í bráðabirgðahúsnæði þvi, er erlenda setuliðið hrófaði upp á ófrið- arárunum. Ungt fólk liefir vart getað slofnað til hjúskapar vegna íbúðaskorts, og sums staðar býr fólk svo þröngt, að heilbrigði þess er hætta búin. Þessi háttur, seiii hér er á hafður til að greiða fyrir smáíbúðabyggingum. á að g'eta komið 150—160 fjölskyldum að gagni, og er það vissulega til mikilla bóta, þótt ckki muni duga til að tæma íbúðar„braggana“. Togaratleilan óleyst enn. Undanfarna daga hafa fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna ásamt sáttasemjara ríkisins í vinnudeilum setið á fundum til að reyna að finna lausn togaradeilunnar, en þótt mikið liafi miðað í áttina til lausnar henni, hefir enn ekki náðst samkomulag um nokk- ur minni háttar atriði. Utgerðarmenn logaranna hafa þegar gengið furðu langt til móts við kröfur sjómanna, t.d. gengið inn á aðal- kröfuna um 12 stunda hvíld á ísfiskveiðum, þegar aflað er fyrir er- lendan markað. Fyrir tveiinur árum kom til verkfalls á nýsköpunartogurunum, og varð þjóðin þá fyrir tugmilljóna króna gjaldeyristapi, og er því ekki að undra, þótt hún fylgisl af athygli með því, sem nú er að gerast. Verzlunarjöfnuðurinn við útlönd er ekki svo glæsilegur, að við þolum langa stöðvun togaranna, en þeir munu nú stöðvast jafn- ótt og þeir koma til heimahafnar, ef ekki verður bundinn endi á deiluna áður. Að sjálfsögðu hljóta þær kröfur sjómanna, sem út- gerðarmenn hafa þegar fallizt á, að stórauka útgerðarkostnað skip- anna, svo sem í auknu mannahaldi og fleiru, og þarf því ekki að reikna með því lengur, að þessi eftirsóltu atvinnutæki beri sig í fraintíðinni nema veruleg liækkun verði á sjávarafurðum, en til þess benda engar líkur að svo stöddu. Ekki verður sagt, að uppsögn samninganna og verkfallsfyrirskip- unin ætti sér sterka undirstöðu eða bakhjarl. Sums staðar var svo lítil þátyaka í atkvæðagreiðslu um það mál, að verulegur minni hluti skipshafnar réð þar úrslitum. Svo mun a.m.k. hafa verið að því er við kemur stöðvún Akureyrartogaranna. Verkámaðurinn sl. föstudag víkur að togaradeilunni, og fer þar óviðurkvæmilegum orðum um útgerðarmenn fyrir það, að þeir skvldu ekki rjúka upp til handa og fóta og samþykkja allar kröfur wiKM.*oT iRósa Eínarsdóttir ikf 1 7« ára Njll „skáld“ kveður sér hljóðs. — Bókmennlaviðburður? — Sól- skríkjur og grájíkjur. NYLEGA kom ljóðabók á markað- inn eftir Gísla Kristinsson á Hafra- nesi, og nefnist hún Leikur lijsins. Er hún gefin úl á kostnað höfundar og kostar blaðsíðan milli 60 og 70 aura, eða 72 bls. kver, kr. 45.00. Mér hefir alltaf verið nokkur forvítni á að skyggnast í ljóð nýrra sljarna á skálda- himninum, og labbaði ég mig því inn í eina bókabúðina er ég sá kverið í glugganum, og var mér góðfúslega leyft að rýna í það. l’að er skemmst frá að segja, að strax og ég hafði rennt ang- um yfir fyrstu vísuna, var forvitni mín vel vakin, en vísan er svona: Ég gef þér rattðar rósir, ef kemur þú í kvöld, á meðan lampinn ósir á bak við gluggatjöld. ÞAÐ ER STUNDUM talað um bók- menntaviðburði, ef einhver gamalkunn- ur höfundur og jafnvel Elías Mar láta einhverja skrudduna frá sér fara, og ég held, að útgáfa þessarar litlu Ijóða- bókar sé einnig bókmennlaviðburður — d sinn luítt. Ekki verður þó sagl, að skáldinu takizt sem skyldi að betrum- bæta hina alkunnu vísu „Ausfan kald- inn á oss blés“, en þess vísa er svona: Austan kaldi úti blés, að ströndu veltist bára, liún hvergi mátti vænta hlés í kuldagusti kára. ÞA HEFIR liið nýja skáld uppgötv- að, hve þægilegl er að rírna saman orð- in sólskríkjur og gráfíkjur, og þótt því takizt ekki að skyggja á beztu ljóð Þorsteins Erlingjssonar um þröstinn og sóhkríkjuna, þá er rétt að lofa því að hafa orðið: Svanir, þrestir, sólskríkjur, syngja sumaróðinn, ég vildi gefa gráffkjur fyrir beztu Ijóðin. ÞÓTT FREISTANDI sé að taka margl fleira upp úr hinni nýju íjóða- bók, leyfir rúmið það ekki. Læt ég hér að endingu vísu, er liann kveður lil stúlku, og gefur hún sætnilega hug- mynd um ástaljóð hans, sem mildð er af í bókinni: Eg vil þér alls ekki gleyma, ó, gefðu mér hjartað þiu allt, , ég bíð og bíð alltaf heima, ó mér er að verða svo kalt. Og látum við svo þessum Ieslri loki’ð l dag eins og Starkaður mundi orða: !>“#• !l r j'f „Hin gömlu, kynni gleymast ei.“ Rósa á Stokkahlöðum er 70 ára í dag, 5. marz. A þessum merkis- degi hennar hverfur hugur minn til baka til ganialla minninga og upp rifjast fyrir niér okkar gömlu kynni. sem stofnað var til þegar á dögum beniskunnar. Allt lífið hafa leiðir okkar reyndar Iegið saman eða mætzt öðru hvoru, svo að það er sannarlega margs að minnast. Mæður okkar Rósu voru mikl- ar vinkonur. Helztu skeinmtiferð- ir móður minnar voru að heim- sækja Guðríði á Stokkahlöðum einu sinni á sumri og fékk ég þá að fara með; svo lítil stúlka, að eitthvað af þessum ferðum er rneðal minna fyrstu bernskuminn- inga. Þar kynntist ég þeiin fyrst, Stokkahlaðasystrum. Minningin leiðir fram í huganum langan, bjartan sumar- og sólskinsdag með æskuleikjum á grænu túni, skammt frá glitrandi ánni, eða uppi í hjöllum og hlíðum, þar sem auðvelt var að fela sig. Þó er bað fossinn uppi í gilinu, sem heillar mig mest og getur kallað mig með seiðmagni sinu þann lag í dag. — A Stokkahlöðum fannst mér allt fallegt, hin snol- írlega umgengni jafnt úti sem nni var svo að af bar í þá daga. þessari umgerð heimilisins á Stokkaldöðum stendur Rósa mér afnan fyrir hugskotssjónum. :nda veit ég að það hefir mótað íana og valið henni slíka átthaga- ást, að Stokkahlaði hefir hún aldrei getað yfirgefið til lengdar. Rósa á Stokkahlöðum er dóttir 'ieirra hjónanna Einars Sigfús- sonar Thorlacíusar frá Núpufelli >g konu hans Guðríðar Brynjólfs- dóttur. Hún fékk hið bezta upp- ;ldi og menntun, fyrsl á heimil- inu. hjá sínum stórgáfuðu og fjölmennluðu foreldrum. Móðir 'iennar var í fyrsta flpkknum, sem sótti Laugalandsskólann gamla, nér virðist enn i dag að hún hafi erið yfirbur^a kona, jöfn á öll- um sviðum. skáidhneigð og ljóð- dsk, listræn í smekk og vinnu- brögðum. en jafnframt athafna- »öm og dugleg búkona. Um gáfur Einars Sigfússonar þarf ekki að fjölyrða, var hann meðal annars talinn svo vel að sér i löguin, að lærðir lögfræðingar sóttu ekki gull í greipar hans. Seinna hélt Rósa áfram námi undir hand- leiðslu föðurhróður síns, Jóhann- esar Sigfússonar, sem fyrsl var kennari við Flensborgarskólann toganasjóinanna þegar í slað. Líkir hann þeim við ótinda glaipa- menn fyrir þann stirðbusahátt! En sjálfur gengur Verkainaðuriim erinda þeirrar glæpastefnu, er vinnur ski]iulega og markvisst að jiví að koma ölluiut atvinnurekstri jijóðarinnar fyrir kattarnef. Komm- únistarnir óska ekki undir niðtri eftir skjótri lausn deilunnar, jiótt jieir Iáti svo i málgögnum sínytim. Löng verkföll eru þeim vel að skapi, Jiví að jxau flýta fyrir ajlmennum skorti og eyðileggingu al- vinnulífsins, sem er það mark, er kommúnistar í hverju lýðræðis- þjóðfélagi. kqppa að. , og síðar yfirkennari við latinu- skólann í Reykjavík. Ekki þarf að efa, að hin glæsi- lega og menntaða unga kona, Rósa Einarsdóttir frá Stokkahlöð- um, átti auðvelt með að skapa sér verkefni og framtíð úti i hinutn stóra heitni, fjarri átthögunum, en Eyjafjörður og æskustöðvarn- ar drógu hana lieim með því afli, sein ekki varð við ráðið, hér vildi hún lifa, starfa og deyja. Þau systkinin þrjú hafa búið áfram á Stokkahlöðum eftir lát foreldr- anna, hef ég ekki þekkt sterkari bönd milli moldar og manna, en á milli þeirra systkina og Jieirrar jarðar, er ól þau. Rósa á Stokkahlöðum hefiv haft mikinn áhuga fyrir meimtun og félagsmálum kvenna. Hún vann ka]ipsamlega að jjví að koma upp aftur húsinæðraskólan- um á Laugalandi og hefir síðan fylgzt með störfum háns af vin- semd og áhuga. Hún var ein af forgöngukonunum að stofnun kvenfélags í Hrafnagilshreppi og fyrsli formaður þess. Þegar „Hér- aðssamband eyfirzkra kvenna“ var stofnað 1934, þá varð hún formaður Jiess og liefir verið það alla líð. I samtökum þessum hefir hún viljað vinna að hag heimil- anna á allan hátt, ekki eingöngu í verklegum efnum, heldur engtt síður að því að auka siðgæðis- jirótt þeirra og menningu, um það bera vott erindi þau, er hún hefir flutt á fundutn samtaka Jiess- ara. Samt sem áður myndi ég álíta, að sálarlíf Rósu væri aðallega slungið tveim þáttum, annars vegar átthagaelskunni, hins veg- ar djúpri skáldhneigð og þrá eft- ir fögrum bókmenntum. Hún hef- ir þá líka sjálf í frístundum sín- um skemmt sér við ritstörf, setn hún lætur þó lítið yfir og flíkar ekki mikið. Smásögur eftir hana hafa jió komið á [irent og verið lesnar í útvarpi. Tel ég jtað illa farið, að Rósa hefir ekki haft ^tneiri tíma til að gefa sig við jiessu hjartans málefni sínu. Allt sem frá licnni kemur, er skrifað á fögru máli og upprunnið frá hreinu hjarta. Vinir Rósu og samverkafólk mun í dag senda henni hlýjar kveðjur og óska henni allrar far- sældar um leið og þakkað cr fyrir liðna daga og vel unnið starf. Aðalbjörg Sigurðardóllir. Telc á móti áskrij'endum uð' tímarit- tnu Dagreoningu. Nýir kuupemlur fá ókeypis það, sem eftir er af síðasta ár- gangi ásamt Leyndardóinum ofdrykkj- unnar. Allir bugsantli menn og, konur ælltt sjálfs sín vegna að lesa þetta merkilega rit. - Dagmar Sigurjóns- dóttir, Hafnarstræti 18 B, Akureyri, sínti -372.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.