Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 18.02.1953, Blaðsíða 2

Íslendingur - 18.02.1953, Blaðsíða 2
I ÍSLENDINGUR Mlðvikudagur 18, febrúar 1953 AFMÆLI K.A. Framhald aj 1. síðu. Jónsson íþróttakennari á Húsa- vík, einn af stofnendum KA. Þá var fluttur gamanþáttur um ýmsa félaga, en því næst söng Jó- hann Konráðsson nokkur lög við undlileik Áskels Jónssonar. Að því loknu hófust frjálsar umræð- ur. Tómas Steingrímsson, fyrsti formaður félagsins, kvað sér hljóðs og flutti hvatningarorð til félaganna og minntist bernskuára félags.ns. Tilkynnti hann jafn- framt, að stofnendur þess gæfu bikar til að keppa um í knatt- spyrnu, en reglugerð yrði samin s.ðar. Þá tók Gunnar Schram símstjóri t.l máls og minntist fé- lagsins. Færði hann félaginu bik- ar að gjöf, sem hann kvaðst gera nánari grein fyrir síðar. E.nar Kristjánsson framkv.stjóri og for- maður SKÍ færði félaginu þakkir frá Skíðasambandi íslands og blkar (er hann gaf sjálfur) til fjórkeppni á skíðum (ganga, stökk, svig, brun), en það er nýj- ung í skíðakeppni hér á landi. Þá flutti Ármann Dalmannsson, for- maður íþrótlabandalags Akureyr- ar, kveðju frá ÍSÍ og forseta þess, og tilkynnti, að ÍSÍ gæfi félaginu fánaslöng með ÍSÍ-skildi og lík- an af „Syðstahúsinu“ í bænum frá íþróttabandalagi Akureyrar, gert af frú Elísabetu Geirmunds- dóttur. Þá færði Haukur P. ól- afsson og frú félaginu 500 kr. að gjöf til eflingar knattspyrnuíþrótt félagsins og formaður íþróttafé- lagsins Þór, Hreinn Óskarsson, færði félaginu málverk af Akur- eyrarhöfn, málað af Emil Sig- urðssyni. Þá tilkynntu konur þær, sem fyrstar gengu í félagið, að þær væru að koma upp sjóðstofn- un, sem þegar væru komnar i um 2 þús. krónur, og ætti það að verða einhvers konar styrktar- sjóður, sem eftir væri að semja reglugerð fyrir. Þá afhenti for- maður kvennadeildar KA mynda- albúm að gjöf. Var það prýtt KA-skildi að framan en með áletrun til félagsins á baksiðu. Albúm þetta á að varðveita mynd- ir af kven-félögum KA og íþrótta- keppendum þeirra. Bikarana og fánastöngina var ekki unnt að afhenda í afmælis- hóflnu vegna þess, að flugsam- göngur við Reykjavík höfðu fall- ið niður dagana á undan. Áskell Jónsson og Hermann Stefánsson stjórnuðu almennum söng undir borðum. Rúmlega 30 heillaóskaskeyti bárust víðs vegar að frá félögum og einstaklingum. f lok borðhaldsins þakkaði for- maður, Haraldur M. Sigurðsson, þær gjafir, er félaginu höfðu bor- izt, og öll þau hlýju orð, sem féllu í þess garð í ræðum hófslns. í viðtali við blaðið gat formað- ur þess, að ekki hafi borið á ölv- un í þessu afmælishófi, og bað hann blaðið að flytja þakkir fé- lagsins fyrir margvíslega fyrir- greiðslu og hugulsemi borgar- anna. Þá gat hann þess, að innan skamms mundi önnur hátíð verða haldin á Hótel Norðurlandi fyrir yngstu félagana, sem nánar yrði tilkynnt um síðar. Leitað atkvieða almennings með verri vímeyili Hófsemi og bindindissemi eru fagrir og ómetanlegir mannkostir, auk þess sem þelm fylgir jafnan fleira, sem mikils er um vert í hvers manns fari. Að eign manna af þessum eiginleikum er svo .njög misjöfn sem raun er á er al- eg sama eðlis og annar vaxtar- íunur þeiira, andlegur og líkam- 2gur. Hneigðir til margvíslegs hófs eru svo misjafnar, að ein- m er hófsemin engin raun en iðrum ofraun. Af hverju þetta er ;vona er hvorki rúm né ætlun að æða hér. Enda af hverju, sem að er, er aðeins um eitt að ræða il varanlegra bóta, þ.e. að rækta .'rjálsan vilja mannsins og alla ineigð til hvers konar æskilegrar íófs- og bindindissemi. Allt ann- xð er að mestu hrein blekking og afnvel skaðleg skoltulækning. Við þessa mikilsverðu og eil.'f- egu mannþroskun, sem að sjálf- sögðu verður að hefja og leggja xlla áherzlu á löngu áður en illur .ani mannsins eykur veikleika hans, er ekkert fremur að forðast sn þröngsýni og öfgar, t.d. eins og þá kenningu templara, að al- gert vínbindindi sé eina björgun- in frá skaðlegri vínneyzlu, eða þá bjánalegu fjarstæðu þeirra, að allir þeir, og mörgu, sem hafa sett sér og tamið þá gullnu lífs- reglu að gæta ávallt hófs og bind- indissemi í meðferð áfengra drykkja, séu verstu andstæðlngar allrar vínbindindisstarfsemi, smit- berar ofdrykkj unnar o. fl. þess háttar, enda standi jafnan báðum fótum á „vítis barmi“ (ofdrykkj- unnar), eins og Herinn orðar það um þá, sem ekki eru í hans stúk- um. Hafa templarar og náð með bessari gáfulegu og hófsömu kenningu sama aðlöðunarárangri og hinir „frelsuðu“ öfgabræður beirra. Að siálfsögðu er algert bind- ;ndi. t. d. um áfenga drykki og VIÐTAL VIÐ MARTEIN í HOLTI. Framhald af 1. siðu. — Og hvað hefir þá svo feng- izt við hin siðari ár? — Síðan ég hætti siglingum, settist ég að heimili mínu í Gler- árþorpi, og hef síðan einkum stundað vegavinnu hjá ríkissjóði, en um skeið hjá brezka setulið- Inu. Þá hef ég heft á hendi varð- stöðu hjá Eimskipafélagi íslands og auk þess unnið lítillega við Krossanesverksmiðj una. En nú síðustu mánuðina hef ég verið at- vinnulaus eins og raunar margir aðrir. Samtalið varð ekki lengra, en oss duld'st ekki, að fiá mörgu fleira hefði hinn sjötugi sægarp- ( ur getað sagt, ef tími hefði enzt til, og er ekki ólíklegt, að hann | eigi það eflir síðar. Lóbak, sízt til að lasta, enda hverj- um frjálst, sem kýs sér það. Þó er opinbert bindindisheit þeinr ein- unr rétt og skaðlaust, sem tiúir á það tll sálarbóta og er öruggur með að halda það. Þá er ein sú nreinlega trúarvilla emplara, og jafnframt hin furðu- legasta, að hægt sé að sljórna því með lagaboði, lrvað fari inn og út um hvers manns munn. Eru þeir svo blindaðir af þessari reg- Inblekkingu, að sterkustu and- stæðar staðrevndir koma að engu haldi, svo sem m.a. sú eðllsbundna reynsla, sem er jafngömul og vín- ið, að á ineðan mannkynið og vínið eru til, verða þau ekki ein- angruð hvort frá öðru með laga- boði, fremur en t. d. hinir and- kynjuðu helmingar mannkynsins verða, með lögboðum eða banni, skildir að öllum eðliskröfðum sam- skiptum, og að um hvort tveggja gildir hið sama og eina til já- kvæðrar þróunar, þ. e. umgengn- isfrjálsræði og langræktuð slð- þróun. Ef templarar vildu sjá og skilja þessar eilífu staðreyndir, myndi allt fara betur um bind- indisnrálin. En það er nú síður en svo, því að enn berja þeir lög- þvingunarbumbur s'nar og boða, að nú skuli bönnuð öll frjáls og opinber sala áfengra drykkja hér í bænum. Sjálfsagt sökum þess, hve löglega og frjálskeypt vín oé miklu skaðlegra til neyzlu en launfengið og ólöglega, enda eng- in allaga boðuð gegn þess konar vínverzlun og ekki orðið annars vart hér, en að templarar létu hana afskiptalausa. Við atkvæðagreiðslu þá, sem bæjarstjórn lrefir nú, eftir kröfu ' templara sem forustul.ðs, sam- þykkt að fara skuli fram, er ætl- azt til að almenningur álíti, að verið sé að leita liðveizlu hans gegn vínneyzlunni, en þetta er hin hrekkvíslegasta blekking. At- kvæðagreiðslan er aðeins og sam- kvæmt lögum unr það eitt, hvort loka skuli vínsölu ríkisins hér á staðnum, eða m. ö. o. hvort vín- sala hér skuli framvegis öll vera ófrjáls og ólögleg, komið fyrir í höndum leynivínaala einna og undir tækifærisokur þeirra og aðra svartamarkaðs-glæpsemi gagnvart drukknum mönnum og fáráðlingum. Hin fyrirhugaða at- kvæðagreiðsla kemur ekki nálægt nelnu öðru en þessu. Hún snertir ekkert aðal-vínsölu ríkisins í Reykjavlk né vínsendingar henn- ar út um landið, nema þá óbein- línis til aukinnar sölu. Er og hvorki á færi Akureyringa, né annarra bæja- eða héraðsbúa, að loka þeirri vínsölu eða vínsend- Ingum. Til þess þarf nýja löggjöf, sem ekkert bendir til að Alþingi muni sétja á næstunrii. Atkvæða- greiðslan snertir heldur ekkert, hvernig sem hún fer, hvernlg eða ..e.su mikið áfengi flytzt íll bæj- arins að henni afs.aðinni, að óðru en því, sem leiða kynni af að öll verzlun með það í bænum yrði launverzlun. Einstak.r menn og félög þ. á. m. leynisölufélög, drykkjufélög og kunnlngjahópar, gætu aflað sér vínfanga frá Reykjavík, bæði löglega og svik- samlega, eins og þeir vildu og hefðu kaupgetu til, allt upp í tonnatal. Myndu því strax, í stað opinberra vínbirgða á einum stað i bænum nú, skapast nrelra og minna faldar birgðir á mörgum stöðum og þá elnkum til leynisöl- unnar. Eins og samgöngur eru orðnar nrilli Akureyrar og Reykjavíkur, jafnvel nrun betri en við ýrnsa s.aði hér í nágrenninu, gæti hin aukna fjarlægð frá vlnsölu ríkis- ins engu orkað til þess að minnka það áfenglsmagn, sem neytt er í bænum. Hins vegar myndi fjar- lægðaraukinn hafa þau áhrif, að vínneytendur hér, sem síður vildu eiga skipti við launsalana, öfluðu sér vínfanganna frá Reykjavik í miklu stærri skömmtum en þeir taka þau nú í hér á staðnum, eða í heilum kössuin í stað flösku og flösku. Kynni þá oft svo að fara, að kunningjar og drykkjufélagar gerðu sér glaða daga og héldu sér allvel vlð á meðan nokkur dropi væri í kassanum. Sennilega myndi og fljótlega koma innlent brugg á leynlmarkaðinn, sem lægri verð- flokkur handa þeim gjaldminnstu og suðuspriltsneytendum. Hver trúir svo, að þessi nýsköp- un templaranna í bindindlsmál- unum, lelddi til nrinni og siðlegri neyzlu áfengra drykkja? Hver trúlr því, að það væri, í sama augnamiði, bindindlslegt snjall- ræði að loka öllum opinberum og löglegum vlnsölum í landinu, en hafa þó hömlulausan innflutning | 1 áfengis hverjum, sem vildi, aulc , óvlðráðanlegs bruggs? Þó væri I þetta nákvæmlega hllðstætt því, sem templarar eru nú að efna til ] og að franran er lýst. Og hvað segið þið svo konurnar, sem sjálf- ] um þykir kaffisopinn góður, en , hafið þó enn meiri ánægj u af að gleðja og hressa aðra með hon- [ um, Iíkt og margur, sem veitir öðrum vínstaup, munduð þið I ekki, sem þó eruð sem heild, miklu bann- og löghlýðnari en karlmenn, reyna að hella upp á I könnuna svipað og áður, þó að einhverjum mataræðis-ofsatrúar- j mönnum tælcist að fá lokað allri (frjálsri kaffisölu í bænum, en (kaffiinnflutningurinn samt jafn opinn og áður, enda strax komnir launsalar í hverja götu, sem ekki aðelns flyttu kafflð inn í bæinn, heldur og heim til.þeirra, sem þess óskuðu? Ég býst við að ein- hver segi, að svona einsdæmis (bjánaskapur, að banna alla frjálsa sölu almennrar neyzluvöru I í bænum, sem öllum væri þó I frjálst að flytja inn og hægt að (fá til sín daglega í heilum bíl- , förmum, geti engum dottið í hug og spurnlngln því ekki svara vcrð. En hvað vantar á, að þetta sé samt alveg hliðslætt því, sem nú s'.endur til með vlnið, aðeins um aðra almenna neyzluvöru að . æða, og þó einnig, að ýmsra dómi, bæði óþarfa og skaðlega, sé neyzluhófs ekki gælt. Líkt og með vínið. Úr því ekki er mögulegt, með lokun vínsölu rík'sins hér á s'.aðn- um, svo miklð senr að draga úr, auk heldur að taka fyrlr innflutn- ing áfengra drykkja til bæ'arins g þar með meiri og minni of- neyzlu þeirra, er lr.eint óskiljan- legt, að nokkur maður, sem ekki hefir leyn'sölu-hagsmuni í huga, s'culi rísa gegn því að sala og öll dre fingarafgreiðsla þessarar vöru fari franr opinberlega og með öglegum og venjulegutrr hætti eins og unr aðrar alnrennar sölu- vörur. þarfar og óþarfar. Enn óskiljanlegra er þetta þó, þegar 'ress er gætt, að því skaðlegri sem ofneyzla og önnur misnotkun vör- innar er, því meira ríður á, að öll dreifing hennar meðal neyt- enda sé launungarlaus, á fyllstu opinberri ábyrgð og í hinum trú- verðugustu höndum. Enn er og það, að á engri vörusölu er eins hægt og öruggt að fljótgræða og stórgræða ög á sölu áfengra drykkja. Vegna þess, út af fyrir sig, er ekki lítilsvert. hvernig sölu þeirra og sölugróða er konrið fyrir. Templarar, sem ekki verður annað séð en að séu í álögum lrvers konar vanhugsana, telja sölu áfengra drykkja bezt skipað með leynisölu eingötrgu. Að laun- salinn geti, í fullum friði og ábyrgðarleysi, þjónað því sjónar- nriði einu að þrautnýta sér alla gróðanröguleika viðskiptanna og síðart falið Irinn auðtekna ábata af þeim fyrir skattheimtu ríkis og bæjar. Þannig telja templarar bezt borglð hófsemi og slðsemi í vínsölu og vínneyzlu. Finnist templurum eitthvað of- mælt hér, sem ég á ekki von á, veilir það þeim tækifærá til að gefa aðra skýringu á lokunarat- lögu þeirra að hinni einu löglegu og frjálsu vínsölu hér í bænum. Tekjur bæjarsjóðs af vínsölu ríklsins hér nema nú árlega rúm- um fjórðungi milljónar oganætti efalaust fá þær hækkaðar íil mik- illa muna, ef bæjarstjórnin beitti sér fyrir því. Þessar tekjur og tekjumöguleika gangast nú ternpl- arar fyrir um að fá gjaldendur bæjarins til að samþvkkja að fella niður og bæta síðan bæjarsjóði með hækkuðum útsvörum þeirra. Hvaða bindindissjónarmið valda því, að þessu og öðru þykir rétt að fórna til þess eins að efla neð- anjarðar áfengissölu bæði innan- bæjar og utan og jafnframt h'na siðlausustu áfengismlsnotkun? Er áfengisverzlun launsalanna, rnarg- víslegur skaði af-henni og bæjar- smán, án þess að nokkuð fáist að gert, ekki þegar nægilegt áhyggju- , efni, þó ekki sé rekinn á fjörur | þeirra sllkur hvalur, sem lokun frjálsrar vínsölu hér í bænum, jafnhliða óhindruðum og ótak- mörkuðum víninnflutningi, yrði þeim? Sveinn Bjarnason.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.