Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 09.04.1953, Blaðsíða 6

Íslendingur - 09.04.1953, Blaðsíða 6
6 íSLENDINCUR Fimmtudagur 9. apríl 1953 ■fáert að því rök, aS höfuS óvinur okkar aS fornu og nýju sé Bret- inn. Fyrstir útlendinga sóttu þelr á hin íslenzku miS, eftir aS þeir voru búnir aS ganga svo frá NorSursjónum, aS hann var orS- inn hálfgerS eySimörk og áleitn- astir hafa þeir veriS allra veiSi- þjófa viS strendur íslands. Skal ég nú enn betur finna orS- um mínuni staS meS því stuttlega aS vitna í „De Lamar“ fyrirlestra forstjóra fiskirannsóknanna í Bretlandi E. S. Russels, sem mag- ister Árni FriSriksson heflr þýtt, en fáir hér heima kynnt sér. AnnaS erindiS nefnir hann „Eyðing eldri miða“, og segir þar m. a.: „f erindi þessu ætla ég fyrst og fremst að gera grein fyr- ir, hvaSa áhrif hinar áköfu botn- fiskveiSar, sem staSiS hafa síSan um aldamót, hafa haft á fiskstofn ana í Norðursjónum. Ýmsar spurningar hljóta aS koma upp í hugum okkar um þessi mál. HvaSa áhrif hafa veiS- arnar á fiskstofninn? Hefir heild- araflinn minnkaS? Eins og drep- iS var á í fyrsta erindi mínu. fæst nú aSelns lítill hluti af afla Breta úr NorSursjónum, og fer sá hluti stöSugt minnkandi. Á árunum 1903—05 nam NorSursjávarafl- inn um þaS bil 50%, en hlutdeild þessa svæSis minnkaSi s'öSugt og ört niSur í 16% áriS 1935 og 12% 1936—37. ASalorsök þessara miklu breyt inga er sú, aS fjarlægari miSIn eru miklu arSbærari, stofninn e: meiri og aflinn þá tiltölulegs meiri líka, miSaS viS fyrirhöfn ÞaS er mjög eftirtektarvert hversu meSaldagsaflinn frá fjar lægu miSunum er miklu meiri miSaS viS hvern dag, sem skipiS var úr höfn, en frá heimamiSum eSa jafnvel miSmiSum, þrátt fyr- ir miklu lengri veiSisókn“. Hann gerir svo töflu yflr meS- aldagveiSi enskra togara af hotn- fiski úr NorSursjónum 1906— 1937 þ. e. meSalveiSi hvern dag sem skipiS hefir veriS úr höfn. Taflan sýnir, aS dagvelSin 1906 var 17.6 vættir en 1937 aS- elns 13.3. Dagafli af ýsu í NorSursjónum yfir nefnt tímabil var 7.8 vættir 1906 en aSeins 2.6 vættir 1937. Um skarkolann, sem hann telur mikilvægasta flatfiskinn í NorS- ursjónúm, segir hann m.a.:„MeS- alstærS fiskslns á miSunum hefir því minnkaS mjög og getur helzta orsök þess aSeins veriS aukin fiskisókn“. Þegar hann er húinn nægilega aS rökstySja arSrániS í NorSur- sjónum, segist hann ætla aS snúa sér aS öSru mikilvægu fiskisvæSi, sem um langt áraskeiS heflr veriS ný.tt, sem sé Islandsmiðum. Um þau segír hann: „Þau liggja flest frekar nálægt ströndum íslands, því áS sjórinn dýpkar ört út frá landgrunninu, strax er nokkuS dregur frá landi. Þau hafa alltaf veriS mjög fiskisæl, einkum af þorski, skarkola, IúSu og ýsu. Fisks'.ofnarnir viS ísland eru aS miklu leyti sjálfstæSir og einangr- aSir, enda þótt á síSari árum hafi veriS samgöngur milli stofnanna viS ísland og Grænland. ViS SuSur- og suSaustuihluta landsins, þar sem Golfstraumur- inn kemur upp aS ströndinni, eru hrygningarstöSvar fyrir þorsk, ýsu og skarkola. SíSan eftir stríSIS 1914—18 hefir gildi íslandsmlSanna auk- izt, og nú veiSa Bre'.ar þar meira en á nokkru öSru svæSi, sem til- greint er í hagskýrslunum. TogaraveiSar Englendinga hafa lukizt þar stórum síSan um 1925, ig var fjöldi velSistunda áriS 1937 nærri orSinn tvöfalt meiri m 1925. MeS því aS ensku togararnir eiSa bróSurpartinn af afla sín- m viS ísland, þá má fullvrSa, aS óknin þangaS hefir aukizt hin iSari ár. ViS viljum nú virSa ,’vrir okkur ýsuna. Ýsuaflinn er ýndur á 5. mynd, og ná línuritin innig til áranna fyrir stríS. ASal-niSurstaSan, sem fæst af línuritinu, ef borin eru saman tímabilln 1920—25 og 1932—35, er sú, aS fiskisókn eykst um 100%, en heildaraflinn 1932—35 var miklu minni en á fyrra tíma- bilinu. Og úr því aS meSaldags- aflinn hafSi minnkaS, hlaut stofn- inn aS hafa dregizt saman. Skýrslurnar staSfesta fyllllega þá niSurstöSu, sem vIS komumst aS meS því aS athuga dagsaflann, aS ýsustojninn hafði minnkað til muna. Allar líkur benda til þess, að ýsustojninn sé að minnka á /s- landsmiðum. Hlutfallsfjöldi stóra skarkolans hefir einnig minnkað til muna. Hann var 19% 1921 og 1922, 17% 1923 og 1924, en heflr lækkaS síSan niSur í 9%. Heild- araflinn hefir fariS rýrnandi. — Þróun lúðuveiðanna er mjög lík þróun koIaveiSanna aS öSru en því, aS heildarafla lúSu hrakar miklu örar, og dagveiSin breytist mjög I tlS eftlr síriSiS. MeSal- veiSin á 100 togtímum 11 vættir 1922—29, en aSeins 8.6 vættir 1930—37. Sýnist það vera greinilegt, að stofninn hejir dregizt mjög sam- an. ViS höfum nú lokiS því aS at- huga ýsu, skarkola og lúSuvelS- arnar vIS ísland, og höfum kom- izt aS þeirri niSurstöSu, aS stofn- ar þessara þriggja tegunda hafi látiS mjög á sjá, vegna hinna áköfu vei3a“. Þetta eru helztu kaflainir, sem okkur varSar úr nefndum fyrirlestri, en þaS eru líka rök og tölur sem tala. í síS- asta fyrirlestrinum segir svo: „Ég hefi reynt aS sýna fram á þaS í þessum fyrirlestrum, aS ránfiski á sér staS í mörgum greinum log- veiSanna í NV-Evrópu. Hér er tvennt öSruvísi en skyldi. í fyrsta lagi er of mikil veiSIsókn, sem veldur því aS afllnn er fyrir neS- an þaS hámark, sem hann gæti staSiS á. í öSru lagi er fiskurinn veiddur of ungur, en meS því er sóaS til ónýtis mergS af undir- málsfiski, sem ætti aS njóta lífs og vaxtar í sjónum. Róttækar reglur um möskvastærS geta ráS- iS bót á síSara talda bölinu, en viS hinu fyrr lalda er aSeins ein róttæk bót. sem sé minnkun fisk- veiða“. Fyrir okkur íslendinga er minnkun flskveiSanna í þessu þrennu fólgin: 1. Að friða hin islenzku mið fyrir ágangi Breta og ann- arra útlendlnga, 2. Að friða þau fyrir innlend- um togurum og dragnóta- bátum og 3. Búa svo sjálfir að sínu. Húsavík í marz 1953. Júl. Havsteen. Arni Eylands: Bnddar götur Fjárveitingin 1952 er ónotuð enn. Þær 400 þús. krónur, sem veittar voru til skurðgröfukaupa 1949-’51 hafa heldur eigi verið no’aðar til þeirra hluta en standa inni hjá Véla- nefnd, svo að nú eiga að vera handbærar kr. 800.000.00, til skurðgröfukaupa, enda er verð slíkra véla nú orðið afar hátt, svo að vart fást meira en 3 vélar fyrir þessa upphæð. Á 10 árum, 1942-’51 hef- ir alls verið grafið: Skurðgröfur Vélasjóðs 32 að tölu (Vélasjóður á nú 30 gröfur)..... 1.619.741 m, 6.100.866 rúmm. Skurðgröfur ræktunarsam- bandanna 1945—’51, 11 vélar .............. 547.089 m, 1.952.065 rúmm. Skurðgröfur Nýbýlastjórn- ar ríkisins, 1947-’51, 3 vélar (fjórða vélin bætt- ist við 1952) .... 177.773 m, 809.648 rúmm. En auk þess hafa skurð- gröfur Vélasjóðs grafið fyrir Nýbýlastjórn 1947 -’51 ............... 114.993 m, 551.011 rúmm. Er sá gröftur innifalinn í afköstum skurðgrafa Vélasjóðs. Aðrar grafvélar, 1947- ’51, 8 að tölu ........ 20.490 m, 126.253 rúmm. lls grafið 1942-’51 .... 2.384.093 m, 8.988.852 rúmm. II$í ■ y Þannig er lengd skurðahna alls um 2.384 kílómetrar, er það heldur lengra en siglingaleiðin frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar. Ef reiknað er með meðalkostnaði við gröft með skurð- gröfum Vélasjóðs hafa þessar framkvæmdir kostað alls kr. 19.858.945.00. Af því hefur ríkissjóður greitt sem framlag um 8.427.469 krónur, en bændur um 11.431.476 krónur. Meðalkostnaður á grafinn rúmm. reiknast kr. 1,44 1942, en fer hækkandi í kr. 2,96 1951. Meðalverð árin 1942-’51 verður kr. 2,21 á rúmm. Þetta er afar mikil framkvæmd, hvernig sem á það er litið. Mikið af því, sem búið er að vinna að framræslu á þennan hátt kemur á næstu árum smám saman að vaxandi notum, og myndar grundvöll að þeirri auknu túnrækt, sem framundan er. Fyrstu jarðýturnar. Verkfæranefnd fær 2 hina fyrstu beltatraktora með jarð- ýtum til landsins sumarið 1943, Intemational TD-9. Aðra notaði nefndin til tilrauna, en hina keypti Sigfús Ofjörð, í Norðurkoti í Flóa. Voru þetta fyrstu ýtumar, sem innlendir menn unnu með hér á landi. Allir þekkja framhald þess við ræktunars'.örf, vegagerð og margar aðrar framkvæmdir. Kaup fyrstu ýtunnar voru ákveðin sumarið 1942, er vinnubrögð og afköst skurðgröfunnar í Garðaflóa á Akra- nesi komu í ljós. Hugmyndin var fyrst og fremst að nota vélina við að dreifa ruðningum frá hinum vélgröfnu skurð- um eða jafna þá, sem ræktunarvegi. Við það tók hin fyrsta ýta til starfa 14. ágúst 1943. Síðar um haustið var unnið með henni að vegagerð á Skorholtsmelum í Melasveit og lagður hinn fyrsti vegarkafli, sem gerður var með jarðýtu hjá Vegagerð ríkisins. Er það skjótast sagt, að not þessarar vélar reyndust langt fram yfir það, sem Verkfæranefnd og aðrir höfðu gert sér grein fyrir að líklegt væri, og þarf eigi annað en að benda á, hve snar þáttur notkun slíkra véla er nú, í fjölmörgum framkvæmdum vor, sumar og haust, og samgöngum á vetrum. Nú eru til á landi hér rúmlega 200 beltatraktorar með jarðýlum, og af þeim eru sennilega nær 150 að verki við ræktunarstörf að meira eða minna leyti. Verður ei með tölum talið liverju þessar vélar hafa af- kastað. Ræktunarsamböndin. Búnaðarþing 1943 skipaði nefnd til að vinna „að rann- sókn á framleiðslu landbúnaðarins og markaðsskilyrðum fyrir landbúnaðarafuzðir“. í nefndinni áttu sæti stjórnamefndarmenn Búnaðarfélags íslands: Bjarni Ásgeirsson, Jón Hannesson og Pétur Ottesen, og auk þeirra Jón Sigurðsson Reynistað og Hafsteinn Pét- ursson Gunnsteinsstöðum. Meðal tillagna og gagna sem nefnd þessi hafði til athug- unar voru tvær þingsályktunartillögur frá Alþingi. í febr. 1943 er samþykkt á Alþingi tillaga til þingsálykt- unar um ráðstafanir til eflingar íslenzkum landbúnaði. Flutningsmenn Brynjólfur Bjarnason, Kristinn E. Andrés- son og Sigurður Guðnason. Fjallar hún mest um að fela Bún- aðaffélagi íslands að rannsaka skilyrði til búsetu í landinu með aukið þéttbýli fyrir augum, og sem undirbúning nýrrar löggjafar varðandi landbúnaðinn. Þann 15. des. sama ár er samþykkt á Alþingi önnur til- laga til þingsályktunar svohljóðandi: Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að hún feli Búnaðarfélagi íslands framkvæmd rannsókna, leið- beiningastörf, nauðsynlega skipulagningu og undirbúning lagasetningar. er lýtur að þeim málefnum landbúnaðarins, er hér verða talin: 1. Víðtækum jarðvegsrannsóknum í helztu jarðræktar- héruðum landsins, og skal jafnframt aflað yfirlits um slærri og smærri mýrlendi, er vel þykja henta til fram- ræslu, með tilliti til aðstöðu til verksins sjálfs, til landsgæðanna og annai's, er máli skiptir. Skulu rann- sóknir þessar jöfnum höndum gerðar á þeim stöðum, er Búnaðarfélag íslands velur til athugunar, og þar sem lireppabúnaðarfélög og aðrir hlutaðeigendur æskja rarmsóknanna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.