Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 02.09.1953, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.09.1953, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Miðvikudagur 2. september 1953 Ernm við með símðieilu! Göngum næst stórþjóðum Ameríku um símanotkun Það er ekkert undarlegt, þótt símareikningar okkar séu háir. Við erum sem sagt einhverjir mestu símanotendur heimsins, þrátt fyrir að alls staðar finnist okkur vanta síma, bæði í borg og byggð. Það eru aðeins Bandarík- in og Canada, sem nota símann meira en við. Stórþjóðir Evrópu standa okkur ekki snúning. Það væri merkilegt rannsóknaratriði, bvers vegna við eyðum svona mörgum símtölum. Gæti það staf- að af því, að við spyrjum svo oft eflir framkvæmdastjóra eða skrif- stofustjóra hjá opinberum stofn- unum og ýmsum fyrirtækjum, sem annað hvort eru nýfarnir út í kaffi, rélt ókomnir úr mat eða kaffi, eru á fundi, á laxveiðum, í golfi eða ... . ? Og svo er ekki óalgengt, að menn noti símann fyrir 30 aura til að hringja í næsta herbergi, heldur en að standa upp úr stólnum. En hér kemur yíirlit yfir sima- notkun þjóðanna, tekin upp úr „Vísi“ 25. ágúst: Hver íslendingiir talaði sem svarar einu sinni á dag að' meðal- tali í síma árið 1951. en það tákn- ar, að við crum þriðja þjóðin í röðinni í heiminum, að því er snertir talsímanotkun. Þessar upplýsingar og margar fleiri má finna í skýrslu, sem nefnist „Telephone Statistics of the World“, sem gefin er út i New York, en hér er um að ræða yfir- lit um talsímafjölda, notkun og annað, er að þeim málum lýtur. í hitteðfyrra námu shntöl ís- lendinga samtals hvorki meira né minna en 52.900.000, en það svar- ar til 364.8 á hvert mannsbarn á landinu, eða sem næst einu á dag allan ársins hring, eins og fyrr segir. KANADAMENN TALA MEST. Það eru Kanadamenn, sem nota simann mest, en þar námu samtölin 378.2 á mann á ári. — Bandaríkjamenn voru aðrir í röð- inni, og voru þeir álíka duglegir við símanotkunina og nágrannar þeirra, en hver Bandaríkjamaður talaði 376.3 sinnum í síma það ár. Svíar voru fjórðu í röðinni (309.6), þar næst Danir (257.1), þá Argentínumenn (167.7), en Norðmenn voru sjöundu (157.5). Geta má þess, að alls voru í notkun hinn 1. janúar 1952 um það bil 79.4 millj. talsímaáhalda. í níu löndum voru talsímar fleiri en ein milljón: Bandaríkjunum, Brellandi, Kanada, Vestur-Þýzka- landi, Frakklandi, Japan, Sví- þjóð, Ítalíu og Ástralíu. Út- breiddastur var síminn í Banda- ríkjunum, þar sem 29.3 áhöld komu á hvert hundrað íbúa. Sví- þjóð var næst (25.2), Kanada (22.1), Sviss (19.9), Nýja Sjá- land (19.9) og Danmörk (17.5). 21.368 TALSÍMAR HÉR Á LANDI. Alls voru i Bandaríkjunum hinn 1. janúar 1952 rúmlega 45.6 millj. talsíma, en 5.7 millj. í Bret- landi. — Talsímar ú íslandi mið- að við sama tíma voru 21.368. Engar skýrslur lágu fyrir um alsímafjölda í Rússlandi á þess- um tíma, en síðustu skýrslur, sem tnenn hafa aðgang að, eru frá 31. .íarz 1936, en J)á löldust íalshnar í landinu 861 Jjúsund. í Vestur-Þýzkalandi voru þeir jamtals 2.7 millj., en í Austur- >ýzkalandi og Berlín aðeins 359.000. /h/////////////////. IVAR VAR ÞAÐ VIÐUR- KENNT? í þáttum Hannesar á horninu í Alþýðublaðinu síðastl. sunnudag segir: „Það er í raun og veru viður- kennt í blaðinu íslendingi á Ak- -ireyri nýlega, að það hafi kostað Sjálfstæðisflokkinn 700 þúsundir .róna að vinna fsaíjörð við síð- ustu kosningar“. Hvar er svo þessa „viðurkenn- ingu“ að finna, sem Hannes íalar um? Sennilega les hann alls ekki íslending en treystir aðeins á, að það, sem collega hans, Bragi, seg- ir, sé aldrei málum blandað. Það er því rétt að rekja iildrög þess- arar fávíslegu villu Hannesar. Fyrir skönunu síðan birli Bragi Sigurjónsson þá „frétt“ í Alþm. eftir einhverjum „Sjálfstæðis- manni“, að kosningin á ísafirði hefði kostað Sjálfstæðisflokkinn 700 þús. króriur. Þessi frétt hefir hvergi annars staðar sézt, enda mun hún til orðin í hinum frjóa skáldheila ritstjórans. Islendingur vék lítillega að þessu rausi Alþm. skömmu síðar og kvað þessa „fregn“ Alþm. fela í sér brigzl um kjósendur Alþýðuflokksins að hafa Jiegið „mútur“ til að bregð- ast Hannibal, en hingað iil hefði það ekki heyrzl „að þeir seldu at- kvæði sín fyrir peninga hverjum sem hafa vildi“. Hið „gáfulega" svar Braga var þetta: Islendingur staðfestir sögu mína! Og svo rekst Hannes á horninu á þetta snjalla svar skáldsins og verður svo hrifinn, að hann íekur það sem góða og gilda vöru. JAFNAÐARMENNSKA BRAGA. I næstsíðasta Alþýðum. skrifar ritstjórinn all-langa grein, er ber yfirskriflina „Jafn kosningarétt- ur“. Virðist honum J)ar fremur ósanngjörn sú stefna Framsóknar- flokksins að skipta landinu upp í einmenningskjördæmi, og skal honum ekki láð það, því að ef sú kjördæmaskipan hefði verið við síðustu kosningar, œtli Alþýðu- jlokkurinn nú engan mann á þingi! Tillaga hans í sömu grein um að veita börnunum kosningarétt um leið og þau fæðast, og að pabbinn fari með alkvæði þeirra þar lil þau ganga eftir honum sjálf um 18—20 ára aldur, mun varla hljóta mikið fvlgi, enda er þá ekki um jafnan kosningarétt að ræða. Minnir slíkt of mikið á þá reglu, að atkvæðamagn hlut- •hafa í félögum fari eftir hlulafjár- eign þeirra. Með slíku fyrirkomu- lagi mundi rilstjóri AlJ)ýðu- mannsins hafa 5—7 faldan kosn- ingarétt á við fyrrverandi rit- stjóra, og ætti hver maður að sjá, að slíkt er fjarri því að vera „jafnaðarmennska“. Og miklar barneignir hafa aldrei verið talin sönnun fyrir ótv.'ræðum hæfileik- um til að selja þjóðum löggjöf og stjórna löndum, — nema síður sé. Hins vegar gelur hvort íveggja farið saman. Það mætti til dæmis benda á, að mesti stjórnmálamað- ur íslands að fornu og nýju var maður barnlaus, og mundi enginn hafa tahð sanngjarnt, að íil dæm- is Barna-Pétur hefði haft marg- faldan atkvæðisrélt á við hann. Verður tillaga ritstjórans })ví að ’eljast mjög skjóthugsuð og van- hugsuð! ÚRSLITAKOSTIR EöA KAUPBÆTIR. Það er spaugilegt að sjá fyrir- sagnirnar í stjórnarandstöðublöð- unum undanfarna daga, þegar pau eru að skrifa um viðræður núverandi stjórnarflokka um á- .ramhaldandí samstarf um stjórn .andsins. Alþýðublaðið og Verka- naðurinn iala í fyrirsögnum urn „úrslitakosti“, sem Sjálfstæðis- ilokkurinn hafi sett Framsókn. Á Alþýðublaðinu verður helzt skil- .ð, að úrslitakostir Sjálfstæðis- fl. séu þeir, að Framsókn taki við utanríkismálunum, en hann fái forsætisráðherraembætlið í stað- ínn, og vilji ekki sleppa dómsmál- unum í hendur Framsóknar ojan á utanríkismálin! llvílíkir úrslita- kostir! En svo kemur Varðberg með svohljóðandi fyrirsögn um sama efni: „Líkur eru til, að ráð-' herrar verði hinir söinu og áður. Framsókn hafi fprsætisráðherr- ann og fái ulanríkismálin í kaup- bæti“. Ekki ber nú stjórnarandstöð- unni of vel saman, enda varla von, þar sem öll Jreirra skrif eru byggð á ágizkunum lítilla spámanna. HVAÐA KJÖTVERÐ ER RÉTT? I Lögbirtingablaðinu 22. ágúst er birt auglýsing frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins um verðlag á nýju kjöti, og er það sagt kr. 28.30 í smáaölu. Þrátt fyrir þelta er kjötverðið hér á Akureyri minnst 29.50. Er nú búið að skipta landinu niður í verðlags- svæði ú ný, og tilkynnir Fram- leiðsluráð landbúnaðarins aðeins Reykjavíkurverð á kjöti, m. ö. o. aðeins verð á I. verðlagssvæði? ___*_____ Fálieyrd framkoiua langferðakílstjora Ekur aftan á bíl sem stendur kyrr á vegi, og ræðst síðan með skömmum á ökumann hans Bílstjórastétt landsins er fjöl- menn, og er þar eins og í öðrum stéttum „misjafn sauður í mörgu fé“. Mikill meiri hluti stéttarinnar er háttvís, kurteis og vill ekki vannn sitt vita, en alllaf eru til menn innan um, sem þykjast „eiga veginn“, eins og það er kall- að. Dæmi um hina síðarnefndu og fúgætari tegund bílstjóra finnast öðru hverju, og fer hér á eftir frá- sögn Arnar Péturssonar lögreglu- þjóns af viðskiplum sín.um við einn: „Síðastliðinn sunnudag fór ég með fólk úr Starfsmannafélagi Akureyiarbæjar í berjamó austur í Köldukinn, og ók bílnum A 402, sem er eign Vatnsveitu Akureyr- ar. Á undan mér voru aðrir b.lar frá sama félagi. Er ég kom austur í Ljósavatnsskarð, sá ég slrákúst liggja á veginum, sem ég taldi að bíistjóri, sem fór skönnnu á und- an mér, hefði misst af bílnum og hugðist hirða hann. Beygði ég fram hjá kústinum, dró úr ferð- inni og staðnæmdist skannnt fyr- ir framan kústinn. En rétt eftir að ég var stanzaður, tók slúlka í bilnum eftir J)ví, að langferðabíil frá Norðurleið h.f. kom á mjög hraðri feið á eftir, og gerði hún mér aðvart, en áður en ég fengi vikið bílnum renndi liann aftan á bíl minn, og varð af því allmikið högg, svo að farþegarnir hentust lil, og höfðu þeir lengi á eftir ó- þægindi í hálsi og baki. Skemmd- ir urðu þó ekki sjáanlegar á bíln- um. Ok ég nú út á vinstri vegarbrún og stöðvaði bílinn þar, og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir, að bíl- stjórinn á langferðabílnum myndi einnig stanza og hafa tal af mér eins og fyrir er mælt í bifreiða- lögunum, þegar slíkt kemur fyrir. En áður en ég komst úr bíinuin ók hann sína leið. Hélt ég nú á- fram ferðinni, og reyndist bíllinn- í lagi. En þegar ég kem austur í Köldukinn, stendur þar á vegin- um áðurnefnd bifreið og bifreið- arstjórinn (Jósúa að nafni) á miðjum veginum og vildi sýni- lega hafa tal af mér. Stanzaði ég })á hjá hönum og gaf mig á tal við hann. Kom hann að rúðunni hjá mér og lók að atyrða mig fyrir að hafa súiðvað á veginum. Taldi ég það lieimilt að stöðva á veginum, þar sem maður hefði á- stæðu til eða fyririnæli um, og vissi ekki um bíl á eftir sér, sem gefið hefði Iiljóðmerki. Kvaðst hann þá hafa ællað að komast I ca. 100 metra færi og gefa þar hljóðmerki, en hljóðmerki gaf hann ekki fyrri en rétt eftir að ég var stanzaður. Sýnir þessi fram- burður lians, að hann hefir a. m. k. verið um 100 metrum fyrir aft- an mig, er ég stöðvaði bílinn á veginum, og virðist það vera nægileg vegalengd til að slöðva bíl, sem á að vera í því- lagi að honum sé trúandi til að flytja daglega um 30 farþega milli Norður- og Suðurlands, enda er svo íyrir mælt í bifreiðalögunum, að b 11, sem ekur á eftir öðrum, fari ekki nær honum en svo, að hann geti stöðvað bíl sinn á 1/3 af vegalengdinni milli bílanna. En er við vorum að þjarka um þetta, kom bill að, svo að við urðum að færa okkur, og varð ekki af frek- ara samtali. Farþegar mínir skildu hvorki upp né niður í framkomu bíls'jór- ans. Kváðust þeir hafa ætlað, að það væri ekki stjórnandi bílsins, er kyrr stæði á veginum, sem Yetli að biðja afsökunar, heldur sá, sem æki aftan á hann. Annars íinnst mér ekki sitja á bílstjórum, að hella sér yfir aðra fyrir að stöðva bíl sinn á vegi, sem sjálfir hafa gert sér það að leik að aka fram fyrir annan bíl og „snarstöðva“ til þess að hinn æki aílan á, en flýta sér síðan á brott.“ Þetta var frásögn Arnar Pét- urssonar, og mun hann hafa kært yfir framkomu bílstjórans. Heybruni Síðas'liðinn laugardag, skönunu eftir hádegi, var leitað til Slökkvi- liðs Akureyrar um aðstoð vegna elds í heyhlöðu að Borgarhóli í Ongulsslaðahreppi. Fóru nokkrir menn fram eftir með slöngur, eii er þeir komu á vettvang, hafði fjöldi manns úr nágrenninu safn- azt saman á staðnum og barðist við eldinn. Flultu þeir vatn í tunnum á bifreiðum úr nálægu vatnsbóli, og tókst fljólt að ráða niðurlögum eldsins, þótt hann sýndist allmikill. Var nokkuð af heyinu rifið úr hlöðunni og flutt á brott. Mun á að gizka kýrfóður hafa eyðilagzt af eldi, en auk þess orðið nokkrar skemmdir af vatni. Telja kunnugir, að líklegt sé, að kviknað bafi út írá rafleiðslum í hlöðunni, því að ekki liafði hita orðið vart í heyinu, svo að telj- andi sé. Hjartaásinn, 8. liefti þ. á. flytur Jietta efni: Þú komst í nótt, kvæði eftir Ólaf Þ. Ingvarsson, Blaktandi strá, saga e. Friðjón Stefánsson, Svipmynd lífsins, saga e. Guðjón Sigurðs- son, Ljóðbrot og lausavísur, Blóð- baðið í New Orleans, sönn glæpa- saga, Merkilegt atvik, saga e. Sherwood Anderson, Frjáls eins og vindurinn (ástarsaga), Skelli- naðran, saga e. John Rowland, Gleðisagan, Dulrænar frásagnir, Kvikmyndaþáttur, Smáleturssag- an, þýddar greinar, danslagatext- ar, framhaldssaga, smælki o. fl.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.