Íslendingur


Íslendingur - 05.05.1954, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.05.1954, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 5. maí 1954 Kemur út hvern miðvikudag. Utgefandi: Útgájujclag íslendings. Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. PétuTsson, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skrifstofa og afgrciðsla í Cránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Kröíugöngur eða hersýningar Hinn alþjóðlegi frídagur verkalýðsins, sem á seinni árum er far- ið að nefna hátíðisdag allra launþega, er nýlega liðinn hjá. Þessa dags er jafnan minnst með svipuðum hætti i einu og sama landi. En á næsta misjafnan hátt í lýðfrjálsum löndum og löndum komm- únismans. í Vestrænum löndum, t. d. á Norðurlöndum, þar sem verkafólk lifir við einhver fullkomnustu mannré'tindi, öryggi og launakjör, er til þekk.'st, setur „kröfugangan“ sérstakan svip á daginn, þar sem verkafólkið ber áletruð spjöld, þar sem krafizt er hækkaðra launa, styttri vinnutíma o. s. frv. En í löndum kommúnismans, þar cem verkafólkið semur ekki um kjör s'n heldur fær þau skömmtuð af ríkisvaldinu og þar sem verkföll og allar kröfur um bætt kjör eru landráð, — þar hefst hinn mikli hátíðisdagur verkamannsins á ctór- kostlegum hersýnlngum. Þar er verkamanninum strax bent á, þegar hann kemur út á götuna að morgni, hvers hann megi vænta, ef hann léti í Ijósi óskir um hærri laun, styt'.ri vinnutíma og lækkað verð- lag á nauðsynjum, t. d. að verðlag á neyzluvörum yrðu færðar eitt- hvað til samræmis við það, sem tíðkast í „auðvaldsrikjunum“. A þetta er Sovét-verkamaðurinn minntur reglulega ár hvert, á hátíðis- degi sínum, ■— og oftar, sé þess þörf, eins og sýndi sig í Austur- Þýzkalandi 17. júni í fyrra. Og meðan aðdáendur hins kommúniska harðræðis og hernaðaranda bera spjöld sín um borgargötur lýð- ræðisríkjanna með kröfunni um frið, fara stærstu hersýningar ver- aldar fram á Rauða torginu í Moskva. Atvinnuöryggið fyrir mestu. Hér á landi hefir afkoma verkamannsins verið betri undanfarna mánuði en löngum áður. Atvinnuöryggið s.l. ve'.ur meira en marga undanfarna. Dýrtíðinni haldið í skefjum. Ráðstafanir gerðar af stjórnarvöldum og Alþingi til stórkostlegra atvinnuframkvæmda í landinu mörg ár fram í tímann. Ný skattalöggjöf sett, er eykur per- sónufrádrátt og veitir ívilnun þeim, sem leita þurfa sér atvinnu í fjarlægð frá heimili sinu, o. s. frv. Samt sem áður hafa verkalýðs- félögin tekið upp baráttu fyrir því að mega segja upp kjarasamn- ingum með eins mánaðar fyrirvara, þvert ofan í þær venjur, cem viðurkenndar eru jafnt af verkamönnum sem atvinnurekendum flestra þjóða. Látið er í það skína, að uppi séu fyrirætlanir um að rýra enn kaupmátt krónunnar með nýrri gengislækkun. Sýnilegt cr þó þeim, sem litið geta raunsætt á málin, að ekkert er líklegra til að kalla yfir okkur nýja gengislækkun en nýjar launadeilur eftir góð- an vinnufrið í hálft annað ár. Fyrir nýjum kaupdeilum hafa heldur ekki verið færð önnur rök en nokkurra aura verðhækkun á pakka af Brazil.ukaffi, og þótt önnur vörutegund lækki i verði, þykir ekki ás’æða til nýrra kjarasamninga. Og þvi minni ástæða er hér á landi til næstum fyrirvaralausra uppsagna á kjarasamningum, að við búum við vísitölukerfi, þannig að kauplagsvísitalan stendur jafnan í ákveðnu hlutfalli við framfærsluvísitölu. Blöðin hafa skýrt frá því, að atvinnustéttir, sem búa við einhver hin beztu kjör um laun og vinnulíma, sem hér þekkjast, segi nú upp samningum með kröfu um styttan vinnutíma. Fjölmörg verkalýðs- og sjómannafélög hafa og sagt upp samningum frá 1. júní n. k. Einn þýðingarmes’á atvinnuvegif þjóðarjnnar, togaraútgerðin, berst nú í bökkum, svo að leggja hef.r mátt togurum við landfestar sakir mannfæðar. Ef ofan á það ástand á að bæta vinnudeilum, er hætt við, að hið tiltölulega góða atvinnuöryggi, sem verkafólk hefir búið við undanfarna mánuði, sé úr sögunni, en atvinnuleysi komi í staðinn. Sé það hins vegar alvara þeirra blaða, er helzt telja sig berjast fyrir hagsmunum verkafólks, að 1. maí eigi að vera sigurdagur „í haráttu alþýðunnar fyrir atvinnu og fyrir velmegun“, eins og Verkamaðurinn heldur fram, þá eru nýjar vinnudeilur ekki sigurstranglegar til að ná því marki. Hærra kaup en atvinnuvegirnir þola eykur ekki atvinnu fólksins, slyttur vinnut.'mi heldur ekki vel- megun þess.En um það mun enginn tgreiningur, að einmitt atvinnu- öryggið sé undirstaða þeirrar velmegunar, sem hver þjóðfélags- þegn á að geta búið við. kvenna Hvernig á að nota klór og bleikivatn? Matlhíasarhús aftur á dagslcrá. — Bréf Jónasar Jónssonar til bœjar- stjórnar. — Erindinu vel tekið í bœjarsljórn. — Bréf um barna- leikvöllinn á Oddeyri. FYRIR TÆPUM þremur árum var rætt um það hér í b.aðinu. að bærinn Hvað æ’.li þær húsmæður séu margar, sem nota klór eða bleiki- vatn á þvottinn slnn og sem í raun og veru vita, hve sterk þau efni eru, er þær hafa handa á milli og hvaða áhrif þau hafa á þvottinn. Þess. efni eru hvort íveggja mjög sterk og þarf nokkra kunnáttu til að nota þau á léltan hált, þannig að gera ekki meiia ógagn með þeim heldur en gagn. Któr eða bleikivatn má aldrei iáta í málm- ílát, þv. að þau leysa upp alia málma. Það má heldur ekki lála með sóda eða salmiaki og siðan skolað vel á eftir. Kolfinna. BletHr í ullarefni. Einn af hinum mörgu kostum ullarefnis er sá, hve til.ölulega auðvel; er að ná úr því bleitum. Það verður aðeins að hafa það hugfast, að ekki má nota bleikju- vatn eða önnur efni, sem inni- halda klórkalk til að ná úr því bletlum, þ. e. þau skilja eftir í ull- arefninu gula bletti, sem ekki nást (eða bær og iíki) keypti húseignina Sigurhæðir á Akureyri, hið gamla í- búðarhús stórskáldslns Matth.'asar Jochumssonar, og kæmi þar upp „Matt- hía arsafni" i likingu við þau minja- söfn, er ýmsar aðrar þjóðir varðveita um ástsælustu skáld sín og rithöfunda. Var þá gengið út f.á því, að a. m. k. skrifstofa skáldsins yrði sérs.aklega út- búin sem líkust því, er hún var, þegar það orti inörg sinna beztu ljóða og sálma, sem lifa munu á vörum þjóðar- innar áratugi eða aldaraðir. Mætti því ekki ceinna vera að hefja söfnun á gömlum húsmunum skáldsins, sem vera mundu dreifðir meðal afkomenda þess víðs vegar um land. Óskað var eftir umræðum um málið, en af þeim varð lítið cða ekki. Málinu sýnt fuilkomið tómlæti, þar til nú fyr- ir nokkrum dögum, að bæjarstjórn Ak- ureyrar berst all-ýtarlegt bréf frá Jón- asi Jónssyni fyrrv. ráðherra, þar sem bann tekur mál þetta upp, en áður mun hann hafa hreyft þeim tilmælum við afkomendur skáldsins, að þeir greiddu þe sari hugmynd götu með því að leggja fram það af húsmunum skáldsins, sem enn væru við 1 ði í eigu þeirra. í BRÉFI SÍNU getur Jónas um hlið- ,tæð söfn erlend s, svo sem Göethe- og Schillcrs-húsin í Weimar, Runebergs- safnið finnska. Andersenshúsið í Od- in e, bæ Bjö.-nstjeme Björnssons, Aulestad í Noregi, og hver helgidómur þessi söfn séu viðkomandi Jijóðum. Þá ■ninnist liann á, hvernig hugsa megi >ér framkvæmd málsins. Akureyrarbær kaupi húsið Sigurhæðir og beiti cign- irnámi, ef til þurfi. Síðan segir hann: „GAMLIR MENN OG KUNNUGIR vita glögglega um alla húsaskipun eins ng hún var á síðustu árum skáldsin-, ng er auðvelt að breyta húsinu í það horf. Síðan væri eðlilegt að lcita til Alþingis og gefa því kost á að leggja fram helming af kaupverði hússins. En hvernig sem sú málaleitan færi, má kalla það smáatriði fyrir bæ, sent gerir út mörg skip og á verksmiðjur sem græða og tapa stórfé árlega eftir því sem atvinnurekcturinn gengur. Slíkur bær getur vel staðizt að kaupa gamalt timburhús, sem þar að auki mundi verða bænum drjúg tekjulind. Þá yrði leitað til frænda og samvis'ar- manna skáldsins cftir hlutum úr húsi hans, þe'rra sem enn eru tll. Vitað er um, að allmargir slíkir hlutir eru í cigu manna á Akureyri og hjá frænd- fólki Matthíasar annars staðar á land- Framh. á 5. siðu ullar- eða silki-íalnað eða fatnað, sem saumaður er með silkilvinna, liggja í klórupplausn, því að klór- ið eyðiieggur allan slíkan fatnað- Þegar klór er notað, er það hrært út með dálitlu sjóðandi vatni og síað, þynnt síðan með volgu valni. Hæfilegt er að nota ^4 bolla af þurru klóri í ca. eina fötu af volgu valni. Þvotturinn, sem lagður er í, á að vera hreinn og blautur og má liggja . 1—4 klst., hreyfður til öðru hverju á meðan, látinn í hreint vatn og skolaður vel. Til þ ess að ná klórlykt.nni er bezt að hengja þvottinn út. Einn- ig er gott að láta þvoltasóda cða salmíakspíritus saman við skol- vatnið til þess að taka lyktina. Ég er hræddur um að margar hús- mæður sjóði þvottinn til þess að ná lyktinni, en það má ekki undir nokkrum kringumstáiðum gera, vegna þess að klórið virkar því meira sem vatnið er hei'ara og slílur því þvottinum alltof mikið. Það er ekki víst, að það komi fram á þvottinum strax, þó það geti l.ka komið fyrir, að flíkurn- ar eins og drafni í sundur eftir einn lil tvo þvo'ta. Það getur al- veg eins verið, að skemmdirnar komi fram í því að rýra endlng- argildi falanna og það oft svo, að munað geiur mörgum árum að flíkin hefði gelað enzt lengur. — Bleik.vatn er sterkara en klór vegna þess að í það er blandað sóda og einnig er það notað heitt. Það er auðvell að búa (il heima, °g er hér uppskrift af því: 50 gr. þvotlasódi er leystur upp í 3 dl- af sjóðandi v-alni, og í öðru lagi er 25 gr. af klórkalki hrært út í 7 dl. af köldu vatni. Báðar upp- lausnirnar eru síaðar saman í emaillerað eða tréílát, látið botn- falla, leginum hellt ofan af og botnfallið skili'ð eftir, blandað til helminga með sjóðandi vatni. þeg- ar það er notaið, að öðrum kosti er það sett á dökkar flöskur, ó- blandað og gej mt þar til það er notað. Með þessu er gott að ná kaffi- og te-blettum, áva xtabletlum, ýms- um litarblettum og til þess að gera einstök stykki, sem eru mjög Ijót eða illa farin, falleg aftur. Þvotlurinn má «kki liggja í bleiki- vatninu lengui en hálftíma, og gæta skal of‘ að honum og hreyfa hann til á meðan. Ef aðeins cr um einstaka bletti :ti'S ræða eru aðeins bletlirnir settir ofan í. Sett í vatn úr. Venjulegum blettum úr ullar- efni má ná úr með eftirtöldum að- ferðum: Blóði — með köldu vatni. Bleki — með köldu vatni, síð- an er bletturinn nuddaður með sítrónsýru-krislalli og skolaður á eftir úr vatni. Kajfi — næst bezt úr með gly- ceríni. Bletturinn er vættur og nuddaður og síðan, að stundar- fjórðungi liðnum, þveginn úr sápuvatni. Líkjör — með volgu vatni. Eg8Íum — með köldu vatni. Ef heitt va'.n er borið á nýjan eggjablett hleypur eggið og sezt í hina eins'öku þræði efnisins, svo að næstum ómögulegt er að ná þeim úr. VísnaMlknr Ifér koma nokkrar nýjar vor- vísur eftir Bjarna frá Gröf: Jökli hrindir jörðin fríð, jakar synda ána, fjölga rindar fjalls í hlíð, fag.ir tindar blána. Vor;ð hlær um völl og hól, vakir blærinn þýði, verður að færa valdastól vetur hærufríði. Blíðu Ijósi blað á grein bráðum hrósað getur. Birtist rósin björt og hrein, berst að ósi vetur. Lautarbolla lítil gtrá Ijósi kollinn baða. Karlar rollum kveða hjá, krakkar í pollum vaða. Fuglar hreiður fela í mó, frjálsir eyða degi, upp til heiða, út við sjó, eiga breiða vegi. Grænkar land við gylhan sæ, gcislum blandast rálin, ljósið andar lífsins blæ, léltast vandamálin. Græðir niargt hið góða vor, gleymist hjartakalinn, þá er bjart um bóndans spor, blómaskart og dalinn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.