Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 8

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 8
8 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 11. apríl 1956 þúsund. Er hér um merka starf- semi að ræða, sem sjálfsagt er að styrkja og efla í framtíðinni. Styrkir íil leiklistar og fleira. Á fjárlögunum í ár er sami styrkur til Leikfélagsins og var í fyrra, eða kr. 25 þús., en hann var þá verulega hækkaður. Til þess að létta undir með starfsemi leikfélaganna úti á landi hefir Al- þingi veitt allríflegan styrk til leikfélagasambandsins, og var hann nokkuð hækkaður í vetur. Ætlast er til, að sambandið noti styrkinn m. a. til þess að útvega félögum leikrit, búninga og veiti leiðbeiningar, eftir því sem hægt er. Lúðrasveitin er með sama fram Iag, kr. 20 þús. Þá er Tónlistar- skólinn með kr. 20 þús. Þetta framlag hefir verið óbreytt í nokkur ár, en hefði þurft að hækka vegna aukins tilkostnaðar. í landinu eru nú starfandi níu tónlistarskólar, sem njóta styrks úr ríkissjóði frá kr. 10 þús. á skóla. Eðlilegast væri, að sett yrði löggjöf um fjármál tónlistar- skólanna og þá kveðið á um þátt- töku ríkisins í rekstri þeirra. Tónlistin er svo sterkur þáttur í menningarlífi þjóðanna, að það opinbera kemst ekki hjá því að veita tónlistarskólunum stuðning, en án þess verður ókleift að halda þeim uppi svo nokkur mynd sé á. Heimavisf M. A. | Til heimavistarbyggingar Menntaskólans eru á fjárlögum kr. 250 þús. eins og verið hefir. Var full nauðsyn á að fá það j framlag hækkað, þar sem nú stendur fyrir dyrum að fullgera húsið. En um hækkun náðist ekki samkomulag i fjárveitinganefnd. Vonandi verður samt unnt að halda byggingunni áfram í suin- ar, þótt lokamarki verði ekki náð. því ekki annað sýnilegt, en að allt reki á reiðanum og dýrtíðin leiki; lausum hala, meðan Framsókn og Alþýðuflokksbrotið, sem kalla sig „þriðja aflið“ í landinu, etja landsmönnum út í harðskeytta kosningabaráttu með það eina takmark, að klekkja á Sjálfstæðis- jlokknum. Slíkt ábyrgðarleysi á jafnalvarlegri stundu væri eins- dæmi í stjórnmálasögu vorri. Enda mætti líklegt telja, að sum- ir af hinum fyrri kjósendum nefndra flokka, sem nú verður fyrirlagt að kjósa frambjóðanda annars flokks, finnist þeir þá geta ráðið því, hvar í flokki þeir ^ kjósa. En væntanlega eigi tilgang- j ur, — eða öllu heldur tilgangs-1 leysi þessarar ævintýramennsku, eftir að skýrast betur, áður en að kosningum kemur. Fundur Sjálfstæðismanna Framhald af 1. síðu. Brotihlaup Framsókrtar engin nýjung. Hin furðulegu og fyrirvaralitlu samvinnuslit Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórn væru sýnilega til þess eins að gera tilraun til að bola Sjálfstæðisflokknum, stærsta flokki þjóðarinnar frá öllum á hrifum. Framsóknarmenn hefðu hvorki í ríkisstjórn né á Alþingi komið fram með ágreiningsmál, fyrr en þá rétt fyrir þingslit, að þeir rufu þá samstöðu, sem verið hafði um utanríkismál. Það hefði greinilega komið fram í málflutn ingi Hermanns Jónassonar, að höfuðatriðið væri að eyða áhrif- um Sjálfstæðismanna, t. d. í láns- stofnunum þjóðarinnar. Væri það út af fyrir sig einstætt fyrirbæri hjá einum stjórnmálaflokki eins og Framsóknarfl. að rjúka úr stjórn, án þess að benda á ákveðn ar ástæður fyrir samvinnuslitum eða leggja fram tillögur um, hvað gera skuli. Þá sagði Jónas, að enga þyrfti að undra þessi fram- koma, er litið væri á fortíð Fram- sóknarflokksins. Hann hefðf" heimtað kosningar sumarið 1949, þegar stjórn Stefáns Jóh. Stefáns- sonar sat að völdum, vegna tylli- ástæðna, sem síðan hefði aldrei verið minnst á eftir kosningarnar. Fyrir síðustu kosningar hefði flokkurinn lýst því yfir, að sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn væri lokið, og ráðherrar flokksins færu úr stjórninni eftir kosning- ar. Síðan hefðu þeir tekið þátt í stjórnarmyndun undir forsæti Ólafs Thors. Ræddi Jónas þessa sögu nánar og hvatti alla Sjálf- stæðismenn til þess að mæta sam- fylkingu Framsóknarmanna og Krata með því að þjappa sér enn betur saman og vinna ötullega að sigri Sjálfstæðisflokksins við næstu kosningar. Engin stefna — og þó Þá tók Magnús Jónsson, 2. þingmaður Eyfirðinga til máls. Gat hann fyrst um helztu fram- kvæmdir í héraðinu, sem njóta stuðnings Alþingis og ríkisstjórn- ar, svo sem rafmagnslagna um héraðið, símalagna, hafnarbóla og vegamála. Kvað hann Eyja- fjarðarsýslu nú einna bezt á vegi stadda í rafmagnsmálum allra sýslna á landinu, og gera mætti ráð fyrir, að sími yrði kominn á öll býli í sýslynni innan tveggja ára. Þá vék hann að stjórnmála- ástandinu, er hann kvað um þess- ar mundir einkennilegra hér á landi en nokkru sinni, síðan nú- verandi flokkakerfi myndaðist. Annar stjórnarflokkurinn hefði sagt upp stjórnarsamvinnu, án þess að nokkurntíma hefði komið upp ágreiningur í ríkisstjórninni um framkvæind málefnasamnings ríkisstjórnarinnar. Hinn óánægði flokkur, Framsóknarflokkurinn, éti í veðri vaka, að skipta þyrfti um stjórnarstefnu. Slíku hefði hann aldrei hreyft í ríkisstjórn- inni, og enn væri kjósendum í landinu hulið, hverrar stefnu mætti vænta, ef Framsókn og AI- þýðuflokksbrotið, sem gengið hefðu í kosningabandalag, næðu tilætluðum árangri með þeim kaupskap. Ekkert hefði verið lát- ið uppi um nauðsyn samvinnu- slitanna, nema að „klekkja“ þyrfti á Sjálfstæðisflokknum. Það mætti kannske kalla það stefnu út af fyrir sig, en núverandi ástand í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar virtist ekki hentug- asti tíminn til að hlaupa frá allri ábyrgð með þann tilgang einan í huga. Sjálfstæðismenn hefðu lagt fram tillögu um, að ríkisstjórnin gerði sérstakar niðurgreiðsluráð- stafanir til að koma í veg fyrir 17—22 stiga hækkun á vísitöl- unnni á þessu ári, sem óhjákvæmi leg væri talin, ef ekkert væri að gert. En þeim tillögum hefði Framsóknarflokkurinn ekki vilj- að sinna, 6em þá hefði þegar ver- ið gripinn kosningahrolli, og væri Ferniiiigrarbörii í Akureyrarkirkju 15. apr. kl. 10.30 f.h. Umræður og fyrirspurnir. Ræðum frummælenda var tek- ið með dynjandi lófataki, cn að þeim loknum var orðið gefið frjálst. Til máls tóku auk þing- mannanna Árni Jónsson tilrauna- stjóri, Árni Ásbjarnarson bóndi og Vignir Guðmundsson blaða- maður. Allir hvöttu þeir fundar- menn til að liggja ekki á liði cínu í þeirri kosningabaráttu, er þjóð- inni væri nú hrundið út í, og vinna sameiginlega að því að gera sigur Sjálfstæðisflokksins I kosningunum glæsilegri en nokkru sinni áður. Að lokum tóku Jónas G. Rafn- ar og Magnús Jónsson til máls og svöruðu þá m. a. fyrirspurnum, sem fram komu í ræðum fundar- manna. Var fundinum lokið litlu fyrir miðnætti. ___*____ YFIRLÝSING. Að gefnu tilefni viljura við undirrit- aðir rafvirkjar á Akureyri tilkynna, að það er ákvörðun okkar, að hlaupa ckki inn í verk, sera starfsbræðu(§okkar hafa hafið vinnu við, nema fyrir liggi saraþykki verktaka, eða hann vegna vanrækslu á einhvern hátt sé dæmdur frá verki. — Akureyri 31. marz 1956. Ingvi Iljörleifsson, Viktor Kristjáns- son, Gústav Jónasson, Ásgeir Jónsson, Ásgrímur Tryggvason, Anton Kristj- ánsson, Þorsteinn Sigurðsson, Jón Eg- ilsson, Valgarður Frímann, Magnús J. Kristinsson, Eggert Ólafur Jónsson, G. Ólafsson, Haraldur Guðmundsson, Þor- valdur Snæbjörnsson, Steinar Marinós- son. Bændafélag Eyfirðinga hélt kynningarfund að Hótel KEA í fyrrakvöld, og sóttu hann um 140 manns, aðallega bændur og konur þeirra. Ræðu flutti Þór- arinn Björnsson skólameistari, Guðmundur Frímann las frumort kvæði, kvikmyndir voru sýndar. Við sameiginlega kaffidrykkju tóku til máls: Jón G. Guðmann Skarði, Árni Jónsson tilraunastj.J Árni Ásbjarnarson Kaupangi, Jó- hannes Laxdal Tungu, Aðalsteinn Guðmundsson Flögu og Jón Mel- stað Hallgilsstöðum. Ennfremur var sungið undir stjórn frú Sig- ,ríðar Schiöth. Drengir: Ari Viðar Jónsson, Munkaþverárstr. 31. Árni Gunnar Tómasson, Gránufé- lagsgötu 55. Ástráður Bcnedikt Hreið- arsson, Fjólugötu 11. Birgir Ilólm Þór- hallsson, Gleráreyrum 10. Bjarni Aðal- steinsson, Oddeyrargötu 12. Einar Kar- sten Tveiten, Gránufélagsgötu 57. Elias Bjarni Elíasson, Grænumýri 6. Eiríkur Franz Ragnarsson, Gránufélagsgötu 39. Gissur ísleifur Helgason, Sólvangi. Guðmundur Jón Bjarni Finnsson, Norðurgötu 45. Guðmundur Ragnar Sigurgeirsson, Aðalstræti 13. Gunnar Jónsson, Oddeyrargötu 23. Hafliði Guðmundur Eiríkur Ólafsson, Flúðum. Hafsteinn Guðvarðsson, Hafnarstræti 29. Hallgrímur Jónsson, Klapparstíg 1. Hans Normann Hansen, Kaupvangs- stræti 22. Haukur Ileiðar Ingólfsson, Fjólug. 6. ívar Sigmundsson, Brekku- götu 47. Helgi Brynjar Þórisson, Þór- unnarstræti 124. Hjörtur Bjarni Jóns- son, Gleráreyrum 2. Jakob Friðþórsson, Möðruvallastræti 3. Jóhannes Pétur Le- ósson, Aðalstræti 14. Jón Jakobsson, Eiðsvallagötu 1. Jón Ævar Ásgrímsson, Munkaþverárstræti 27. Jónas Valgeir Torfason, Eyrarveg 25. Kristinn Ed- ward Ilaraldsson, Ilafnarstræti 18 b. Reynir Björgvinsson, llelgamagrastræti 19. Pétur Heiðar Sigurðsson, Fjólu- götu 16. Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Byggðaveg 109. Sigurgeir Bernharð Þórðarson, Aðalstræti 50. Skúli Guð- laugsson, Gránufélagsgötu 43. Stefán Árni Tryggvason, Ilrafnagilsstræti 26. Sveinbjörn Vigfússon, Hafnarstræti 97. Sæmundur Gunnar Þóroddsson, Bergs- stöðum. Sævar Frímannsson, Grenivöll- um 22. Víkingur Sævar Antonsson, Eiðsvallagötu 5. Þórhallur Ilöskulds- son, Grænumýri 7. Stúlkur: Anna María Sigurgeirsdóttir, Aust- urbyggð 8. Anna Marý Björnsdóttir, Aðalstræti 4. Ásgerður Ásgeirsdóttir, Spítalaveg 9. Bryndís Jónsdóttir, Fífil- brekku. Edda Guðlaug Bolladóttir, Brekkugötu 8. Elín Ásta Káradóttir, Sólvöllum 1. Elínborg Ingólfsdóttir, Víðimýri 11. Fríða Aðalsteinsdóttir, Klettaborg 1. Guðrún Margrét Antons- dóttir, Rauðumýri 14. Halla Þorvalds- dóttir, Kaupvangsstræti 3. Hallfríður Tryggvadóttir, Brekkugötu 25. Herdís Gunnlaugsdóttir, Brckkug. 14. Hrafn- hildur Jónsdóttir, Norðurgötu 52. Inga Ragna Iloldö, Lögbergsgötu 1. Jónína Hóhnfríður Víglundsdóttir, Staðarhóli. Kristín Guðjóna Hvammberg Péturs- dóttir, Aðalstræti 19. Kristín Jónsdótt- ir, Holtagötu 2. Kristín Kristjánsdótt- ir, Brekkugötu 12. Margrét Halldóra Kristinsdóttir, Hamarsstíg 22. Margrét Hólmfríður Magnúsdóttir, Víðimýri 9. Margrét Pálína Loftsdóttir, Bjarmastig 15. Margrét Stefanía Kristjánsdóttir, Brekkugötu 5. María Sigbjörg Svein- björnsdóttir, Hafnarstræti 83. Ragn- lieiður Ileiðreksdóttir, Eyrarveg 23. Ragnheiður Jónsdóttir, Eyrarvegi 1. Rannveig Björnsdóttir, Grænumýri 4. Svava Gunnarsdóttir, Lækjargötu 22. Svanfríður Larsen, Skólastíg 5. Unnur Kristinsdóttir, Hafnarstræti 81. Þor- gerður Jörgína Jörundsdóttir, Ægis- götu 16. Þórey Ólafsdóttir, Naustum 4. Heiðorshona dttrœð í dag verður áttræð frú Salóme Cristiansen í Krossanesi. Hún er merk kona og gleymist þeim ekki, sem af henni hafa kynni. Frú Salóme er ekki víSförul. Æskuár sin, manndóms- og elliár hefir hún dvaliS á sama staS. ÞaS er því ekki aS undra, þótt ræturn- ar, sem binda hana þar, liggi djúpt, og séu sterkar. í marg- breytilegu umhverfi hefir hún lif- aS og starfaS. Orskammt undan gjálfrar sjórinn viS ströndina. Umhverfis er iSjagrænt tún. Fögur fjallasýn blasir viS augum. StórbrotiS athafnalíf hefir rofiS kyrrS dagsins og veitt mörgum atvinnu. Salóme er greind kona. Hispurs laus í orSum og hreinskilin. Hún vanmetur ekki þaS, sem gildi hef- ur og lætur ekki blekkjast af svikagyllingu þess einskisverSa. Hún er fróS og minnug og kann vel aS segja frá liSnum atburSum. Trúkona er hún. í þeim málum á hún ekki viS aS stríSa efasemd- ir eSa hik. Og eitt er þaS í fari þessarar konu, sem ekki má fella niSur aS geta um. ÞaS er hennar órofa tryggS. Fjölda mörg sumur var frú Salóme ráSskona hjá Holdö, sem var framkvæmdastjóri og meS- eigandi verksmiSjunnar í Krossa- nesi, meSan hún var eign NorS- manna og rekin af þeim. MaSur hennar, valmenniS dygga, Lárus Cristiansen, var umsjónarmaSur verksmiSjunnar. Holdö var vana- látur og góSu vanur um allt hús- hald. En ánægSur var hann meS íslenzku ráSskonuna, sem rækti starf sitt af kunnáttu og myndar- skap. Á yngri árum var Salóme glæsileg kona. Og háa elli ber hún vel. Ekki varS þeim hjónum barna auSiS. En eina fósturdótt- ur eiga þau, sem gift er í Noregi. Salóme mín góS. Langt er síS- an viS lögSum af staS í leiSang- urinn mikla. Flestir þeir, sem hófu ferSina samtímis okkur, eru horfnir sjónum. Nýjar fylkingar fylla veginn. Víst hefSi ég kosiS, „vegsystir“ mín, aS taka í hendur ykkar hjóna á þessum merkisdegi. En fjötur hefir falIiS um fót. En hugurinn, sem alltaf er léttur í spori, leggur nú leiS sína heim til ykkar meS fullt fang af blessunar- óskum og þakklæti. 7. apríl 1956. Guðrún Jóhannsdóttir frá ÁslúksstöSum. ÍSLENDINGUR fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: AKUREYRI: Blaðasalan, Hafnarstræti 97, Blaða- og sælgætissalan v. Ráðhústorg, Bókaverzlun POB, Bókaverzlun Gunnlaugs Tryggva, BókaverzL Edda,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.