Íslendingur


Íslendingur - 27.02.1959, Blaðsíða 4

Íslendingur - 27.02.1959, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 27. íebrúar 1959 Þankabrot... l)r Skagafirði Sauðárkróki 20. febr. Veðurfar hér í janúar mátti heita stillt og íremur gott. Engin illviðri né veruleg snjóalög, en frostasamt mjög framan af mán- uðinum. Síðasta vikan mild og stundum hláka. Frá 30. jan. milt, en óstöðugt veður oftast og stund- um hvasst af suðlægum áttum. Síðustu dagana oftast stórviðri, er valdið hefir allmiklum skemmd- um einkum á húsum. Tveir stærstu þilbátar vorir liggjandi við hafn- argarðinn hafa skemmst allmikið og annar sokkið. Fiskafli hefir talsverður verið einkum framan af janúar, meðan frost voru mest. Og fisktaka hér bæði úr togurum og eigi síður úr þilbátum hér, er gengu þá og ganga, þegar gefur. Gengu héðan 5 innanbæjar bátar (frá hér um bil 5—22 lesta) og öfluðu yfirleitt vel. Eru þeir taldir hér eftir stærð: Andvari (stærstur). Formaður og eigandi Halldór Sigurðsson. Bjarni Jónsson. Formaður Árni Snjólfsson, eig. Sauðárkróksbær. Jón formaður. Eigandi Jón Jósa- fatsson o. fl. Sigurvonin. Eigendur Valdemar Magnússon og Ólafur Axel Jónsson. Mummi. Eigendur Lárus Runólfsson hafnsögumaður og synir hans. Þrír aðrir þilbátar eru hér. En þeir hafa af ýmsum á- stæðum lítið gengið eða ekkert þetta tímabil. Fiskiðnaður fer hér fram í tveim fyrártækjum. Eru þau bæði staðsett á Eyrinni norðan og vestan hafnargarðsins: Fiskiðja Sauðárkróks rekin af Kaupfélagi Skagfirðinga og Fiskiver Sauðár- króks rekið af bæjarfélaginu. — Öll þessi aðstaða hefir veitt hér talsverða atvinnu allmörgu fólki, þótt betur mætti vera. Þorrinn hefir mátt heita lipur og lundgóður í þetta sinn. Og þótt illa léti í honum stundum og hann hvessti sig nokkuð alvarlega nú undir lokin, má heita að hann hafi mildur verið og snjóléttur, eink- um miðað v.ið það, sem gjarnan er búizt við af honum í vitund ís- lendingsins, og sem mótað er í spurningu hins mikla skörungs og útgerðarkappa, Geirs Zoega til verkamanns síns: „Hvað er a tarna, maður minn, — með strút upp að augum og vettlinga upp að olnboga! — hvað ætlarðu að brúka á Þorranum?“ Á þessum Þorra hefir hvorki þurft háan strút né laskalanga vettlinga. Heilsufar hefir mátt heita gott. — Yfirleitt ósjúkt og mannheilt í byggð og bæ. Mislingar hafa þó stungið sér allvíða niður. Sjúkra- húsið okkar gamla er sem stendur aðallega gamalmennahæli og fæð- ingarstofnun. Hið nýja er enn í smiðum og miðar vel fram. Standa vonir til að langt komið verði fyrir árslokin næstu. 75 ára afmœlis Góðtemplara- reglunnar í landi voru var allvíða mixmst hér, s. s. í Sauðárkróks- kirkju við messugerð, í „Gagn- fræðaskóla“ hér með flutningi er- indis, í eldri bekkjum barnaskóla, á Löngumýrarskóla samkomu, á námsskeiði bílstjóra hér o. s. frv. Ennfremur héldu templarar hér afmœlisfund fyrir almenning í húsi sínu hér með kvikmyndasýn- ingu og ræðuhöldum, þar sem á- gætir orðkappar frá Akureyri og Regluboði Stórstúkunnar fluttu mál Reglunnar. Félagslíf má annars teljast fremur dauft hér nú. Þó starfa ýmis félög nokkuð og sum vel, s.s. leikfélag, kvenfélag, taflfélag, templarastúkur tvær (fullorðinna og barna), ungmennafélag og verkainannafélag. Og einkum starfa stöðugt með fundarhöldum vikulega, Rotaryklúbbur og Rauða Krossdeild ungliða. — Stjórn- málaflokkar hver um sig kalla menn sína saman innbyrðis. Má vera að viðsjár séu nokkrar milli flokka, og er það þá eigi ný bóla á þeim vettvangi. En svo kemur þar til sem víðar hinn sætlega verkandi sáttasemj ari, liinn mikli og máttki samnejnari alls félags- legs áhuga, sem allir flokkar og flokkabrot og flokksleysingjar geta gengið upp í — dansinn. Hann, sem með öllu sínu tvístigi, tipli og tifi, allri sinni íegrunar- tækni og faðmlögum, augnaskot- um og óstöðvandi „rokki og rolli“ megnar að breyta jafnvel sterk- ustu og ströngustu pólitískum réttlínum og öðrum línum og straumum í óviðráðanlega hring- iðu aðdráttaraflsins — ekki tunglsins og tilraunaskeyta tækninnar, heldur blátt áfram manns og meyjar, karls og konu, er krefst að fá að hlýða eigin lög- um í ópólitískri hærri einingu. — Verður við það að una, og allir flokkar sáttir að sitja, eða standa og dansa. „0, þú voldugi Róma- rétturl“ var sagt í gamla daga. Skólalíj og starf fer allt fram að vanda eftir sínum reglum. Hólaskóli, Löngumýrarskóli, ,Gagnfræðaskóli“ Sauðárkróks starfa allir fullum fetum og með fullsetnum bekkjum. Barnaskól- arnir sömuleiðis. Námsskeið til meira prófs bíl- stjóra fór hér fram um mánaðar- tíma og er nýlokið. Voru nemend- ur 23. Má segja að þeír væru hvaðanæfa: Úr Skagafirði og Snæfellsnesi, Akranesi, úr Horna- firði o. s. frv. Kennarar voru: Bergur Arnbjarnarson Akranesi, Geir Bachmann Borgairnesi, Vil- hjálmur Jónsson Akureyri. Náms- skeiðið endaði með prófi, og munu allir hafa staðist það. Próf- dómari Gunnar Þórðnrson yfir- lögregluþjónn hér. Undirritaður fékk sérstakt tækifæri til að kynn- (Framh. af 2. síðu.) „HVER STJÓRNAR ÞVÍ,“ segir bæjarbúi, „aff ílestaRir rafljósastaurar í bænum standa framrni í kantsteina- brúnum gangstéttanna? Slíkt er írá- munalegt verkvitsleysi. Er hverju glöggu auga auðsjáanlegt, aff staurar jjessir eiga aff standa viff innri brún gangstéttanna, effa inni á lóðajöffrum, og uppi viff húsveggi í þröngum götum. Ef nú skal í snjúavetrum moka gang- stéttarnar ineff dráttarvélarsköfu, eins og svo hyggilega hefir veriff gert und- anfariff, eru staurar þessir fyrir verkinu og geta jafnvel skemmzt. Þetta verður Rafveitan aff lagfæra tafariaust, enda hefir hún liaft vansæmd af núverandi fyrirkomulagi um aRtof langan tíma. ANNAÐ ATRIÐI, sem hér verffur beint til bæjarstjóra, er sú tilhögun við grjótmulningsvél bæjarins, að sömu tveir menn sitja alltaf fyrir hærrakaups- vinnu við að mata véRna. Þessu á aff skipta þannig, aff hverjir 2 menn fái aff- eins einn dag við véRna í einu og bíði svo, unz röffin kemur aff þeim aftur. KYNDUG ER SÚ ÁKVÖRÐUN að láta nú um háveturinn vinna við suður- lengingu holræsis í Fjörunni, meffan klaki er í götunni og illa gcngur að hleypa umferðinni á Naustaveginn. Verffur því þröng mikil í Fjörunni og liætt viff, svo sem reynsla liefir líka áff- ur sýnt, að hakkar holræsisins hrynji sífeRt niffur undan klakabrún, sem síff- an verffur hættuleg. Þá er fyrirhugað aff breikka veginn í austur og einnig aff púkka þann hluta, sem fyrir er. Þarf þá aff ryðja ofan af eldri línunni, og ælti aff ýta því austur sem undirstöðu undir nýju breikkunina. En sh'kt er ckki hægt nenta í þíffri jörff um sumar- (lag.“ „FRJÁLS ÞJÓГ spyr nýlega að því, hvort ríkisútvarpiff sé „einkastofn- un skrifstofu- og verzlunarfólks“, og hefir þar í huga, að morgunútvarpiff hefjist ekki fyrri en kl. 8, þegar verka- menn og iffnaffarfólk sé farið til vinnu, og missi þaff því bæffi af morgunfréttum og morgunleikfimi. Þetta tel ég ekki að öllu leyti rétt. Á flestum vinnustöðv- um mun nú vera útvarp, þar sem verka- fólkið hlustar á morgunútvarpið, og þar sem það drekkur morgunkaffið kl. 10, fær þaff yfirlit frétta og veffurlýsingu í kaffitímamim. Fæstir verkamenn, sem fara í gatnagerff effa uppskipun á morgnana, mundu byrja á morgunleik- fimi, enda inun hún fyrst og fremst ætluff þeim, sem standa við búffarborff effa eldhúsborff lengst dagsins, effa sitja viff rit- og reikningsvélar effa við bókfærslu. Þó væri mjög athugandi, vegna verkamanna, sem vinna úti, aff morgunútvarpiff hefjist á morgunfrélt- um ki. 7.30 og hætti þá kl. 9.30 aff lokn- um veffurfregnum og húsmæffraþætti. ast þessu námsskelð.i. Leyfir hann sér eftir þá kynningu eindregið að lúka á það lofsorði. Að svo mæltu bið ég alla les- endur mína vel að lifa. J. Þ. Björnsson. IITSALA MÁNUDAGINN 2. MARZ hefst útsala á margs konar vefnaðarvörum, svo sem: BARNAFATNAÐI KJÓLATAUI NYLONSOKKUM, kvenna og karla KVENHÖTTUM og mörgu fleira. STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN. Óvenju goti tækifæri til oð gera góð kaup. Verzlunin LONDON Skipagötu 6. — Sími 1359. Innilegar hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Sigrúnar Sigurhjartardóttur Eldjórn og heiðruðu minningu hennar með hlýjum kveðjum, blómum og minningargjöfum. 1‘órarinn Eldjárn og fjölskylda. wamwmmm Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila ó söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi. Samkvæmt heimild í lögum nr. 100, 1948 og síðari breyt- ingum laga nr. 86, 1956, verður atvinnurekstur þeirra fyrir- tækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt og útflutn- ingssjóðsgjald vegna síðasta ársfjórðungs 1958 eða eldri, stöðvaður þar til full skil hafa verið gerð og verður stöðvunin frainkvæmd eigi síðar en mánudaginn 2. marz n. k. Skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu 23. febr. 1959. Sigurður M. Helgason — settur ■— frá Kristoeshwli Frá og með 1. marz 1959 hefir BIFREIÐASTÖÐ ODDEYRAR tekið að sér að annast sætaferðir milli Akureyrar og Kristnes- hælis. Ferðunum verður að öðru leyti hagað á sama hátt og að undanförnu. Til sölu Junkers loftpressa árgangur 1955, stærð 126 cuf./min. Til- boðum sé skilað á skrifstofu bæjarverkfræðingsins á Akur- eyri, fyrir liádegi laugardaginn 7. marz n. k. — Nánari upp- lýsingar veitir undirritaður daglega milli kl. 11—12 í síma 1438. Bæjarverkfræðingurinn, Akureyri. Oska§t ltcypt 4—5 tonna vöruhifreið, árgangur 1955 eða yngri. Er til við- tals kl. 11—12 daglega, sími 1438. Bæjarverkfræðingurinn, Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.