Íslendingur


Íslendingur - 23.09.1960, Blaðsíða 5

Íslendingur - 23.09.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. september 1960 ÍSLENDINGUR 5 SkrifstifiKiir, sem 0 »140 hausa á fjallk — Mætt við Pál frá (írænavatiii, sfötng:an. — Páll Jónsson frá Grænavatni varð 70 ára 3. þ. m. I tilefni af því heimsótti ég hann að Hring- braut 8 Húsavík og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, er hann góðfúslega svaraði. — Ertu ekki Þingeyingur í húð og hár og þá ögn drjúgur yf- ir því, eins og fleiri eru sagðir þaðan úr sveit? Páll kímir og segist ekki vilja viðurkenna, að Þingeyingar séu montnari en aðrir. — T. d. hefi ég setið við gleðskap með bænd- um úr fjarlægri sýslu, þar sem svo var tekið til orða: „Vér stór- bændur“. Svo þroskað mont hefi ég ekki fundið í minni sýslu, segir Páll. Skagfirzk og eyfirzk ætf. — Ef ég á að rekja ætt mína, þá er föðurætt mín bæði skag- firzk og eyfirzk. Faðir minn, Jón Hinriksson, er fæddur Þingeying- ur, en afi minn, Hinrik, var kenndur við Tunguháls í Skaga- firði. Var hann með vissu talinn 6. maður frá Hrólfi sterka í bein- an karllegg. Ég afsaka mig með því að vera 8. liðurinn. Amma mín, Þorgerður Jónsdóttir, kona Hinriks, var kennd við Ytra-Gil í Eyjafirði. Faðir minn ólst upp á hrakhól- um. Fluttist 8 ára að Kálfaströnd í Mývatnssveit. Segir hann svo í ljóðabréfi á efri árum til vinar síns: Æskan flæmdist út á hjarn, allt varð geðið þvingað, þá ég átta ára barn áður færðist hingað. Effir maanvirðingum. Við ferminguna var hann látinn sitja neðstur. Þá var raðað eftir mannvirðingum. Prestur sagði þó á eftir: „Þú svaraðir bezt, Jón.“ Fermingarárið fluttist hann að Grænavatni. Var þar fram yfir giftingu, og fæddist þar hans elzta barn, Jón, er síðar var kenndur við Múla. Þá fór hann frá Græna- vatni og byggði upp á Stöng. Var það harðsótt, enga styrki að sækja í ríkissjóð. A Stöng bjó hann í 10 ár. Missti þar konu sína, Friðriku Helgadóttur frá Skútu- stöðum frá 6 ungum börnum. Flytur síðan að Litlu-Strönd, gift- ist þar annarri konu sinni, Onnu Ásmundsdóttur. Missti hana eftir stutta sambúð, einnig 3 ung börn, er þau eignuðust. Þriðja kona föður míns og móðir mín var Sig- ríður Jónsdóttir frá Arnarvatni, hálfsystir Þorgils gjallanda. Þau voru sammæðra. Móðir þeirra var Guðrún, laundóttir sr. Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð. Hann fékk þá annan mann til þess, stöðu sinnar vegna, að gang- ast við faðerninu, en g'uggnaði fyrir altarinu og fermdi hana sem sína dóttur. Póls-nafnið úr Eyjafirði. — Hvað voru systkini þín mörg, og hvar ert þú í röðinni? — Við vorum sex alsystkini, Páll á Grœnavatni. en alls fæddust föður mínum 15 börn, og er ég örverpið. Nú erum við aðeins tvö á lífi, ég og Sól- veig á Grænavatni. Foreldrar mínir fluttust úr Mý- vatnssveit að Hólum í Eyjafirði. Sú ferð gafst þó verr en skyldi, því að féð hrundi niður úr bráða- pest. Hurfu síðan til baka að 3 ár- um liðnum og settust að á Hellu- vaði, og þar fæddist ég 3. septem- ber 1890. — Pestin hefir máske komið í veg fyrir, að þú yrðir Eyfirðing- ur? — Má vera, en úr Eyjafirði er nafn mitt komið. — Hvernig þá? — Jú, faðir minn kynntist mörgum mætum Eyfirðingi, t. d. Páli Steinssyni hreppstjóra á Tjörnum, afa þeirra Páls í Einars- nesi og Davíðs á Kroppi. Þarna er nafnið. Síðar á lífsleiðinni hefi ég notið nafns og mætt margri vinsemd frá Eyíirðingum. — Geturðu sagt mér nokkuð sérstakt frá bernskuárunum? — Nei, ekki minnist ég neins í bili. Ég ólst upp við algengustu sveitastörf. Fór í göngur, sat yfir kvíám, var sendur milli bæja og jafnvel til Húsavíkur. Árið 1899 brá faðir minn búi. Tók þá elzti albróðir minn við, — Sigurgeir ( —, og var ég á hans vegum næstu 10 árin, til 19 ára aldurs. 50 króna skuldasöfnun. — Þú munt hafa notið ein- hverrar skólagöngu? — Já, haustið 1909 fór ég í Gagnfræðaskólann á Akureyri, og hafði þá ekki teljandi úr öðru að spila en sumarkaupinu, er var kr. 2.25 á dag fyrir 10 tíma vinnu að vegagerð, og dugðu þá engar setur. Þar af fór 1 króna í fæði. Þættu það hörð hlutföll nú. En um sláttinn fékk ég 15 krónur urn vikuna. Með þetta lagði ég upp til Akureyrar til 8 mánaða dvalar. Á ég enn bók yfir það, sem ég eyddi, 245 krónum, og kom skuld- laus heim. — Ekki hefir þú nú haft mik- ið um þig fyrir þetta fé. — Ó-nei. Enda ekki búningur né annað til þess fallið, mórauðar vaðmálsbuxur, máske bættar, og fleira eftir því. Samt sótti ég fyr- irlestra og sást í leikhúsi. — Það hefir ekki verið á frumsýningu? — Varla það. Annars voru kröfur til fata ólíkar þá og nú. — Svo varstu annan vetur í skóla. Varstu jafn sparsamur þá? — Nei, eyðslan var sýnu meiri, eða 287 krónur, og skuld- aði ég þá um vorið 50 krónur. Er það eina teljandi skuldin, sem ég hef stofnað til um dagana. — Hvernig hefir þú farið að því að verða efnalega sjálfstæð- ur? — Ég hefi aldrei varið tekjum mínum í skuldavexti og haft megna ótrú á ógætilegum lántök- um, jafnt einstaklinga og ríkis. — Hvað tókstu þér fyrir hend- ur að lokinni skólavist? — Þá leitaði ég eftir atvinnu hjá Kaupfélagi Þingeyinga en fékk eigi. Gekk þá á fund Aðal- steins kaupmanns Kristinssonar Húsavík, er síðar varð svili minn, og lét hann mig fá vel launaða vinnu fram að slætti. Veikt'isl' af vosi. Sumarið 1911 var kalt og vot- viðrasamt. Var ég mest að hey- skap fyrir sjálfan mig, þá aðal- lega í útsköfum og startjörnum, sem aðrir vildu ekki nýta. Um haustið fór ég aftur til Aðalsteins og hugðist fara í 3. bekk eftir áramót. En í októberbyrjun veikt- ist ég af svæsinni liðagigt, sem stafað mun hafa af vosbúð sum- arsins, og lá til áramóta. Lauk þar minni skólagöngu, því að ég var óvinnufær í hálft annað ár og hefi varla á heilum mér tekið síð- an. Þegar hér var komið fluttist ég að Grænavatni. Átti þar konu- efni, Hólmfríði Guðnadóttur, bónda þar. Fékk ég þar þá að- hlynningu, að ég náði sæmilegri heilsu. Alltaf leiguliði. — Hvenær giftust þið og fór- uð að búa? — Við giftumst 1913, árið eft- ir að ég kom að Grænavatni. Unnum sem vinnuhjú hjá tengda- foreldrum mínum til 1922. Þá hætti tengdafaðir minn búskap, en ég fór að búa á % hluta jarð- arinnar og bjó þar í 22 ár, til 1944, þó alltaf leiguliði. Keypti þó jarðarhlutann um leið og ég flutti burt og á hann enn. Konu mína missti ég 23. júlí 1930. ■— Hvað eignuðust þið af börnum? — Tvö, Droplaugu og Þorgeir. Droplaug hefir séð um heimili mitt, síðan hún komst á legg. Áð- ur voru það mágkonur mínar, Guðfinna og Snjólaug, er gerðu mér fært að halda áfram búskap. Þorgeir er kvæntur og búsettur hér á Húsavík. — Hefir ekki sauðfjárbúskap- ur verið þitt aðalstarf? — Jú, vissulega, þó á ýmsu hafi gengið, því árið, sem ég var frá verkum, mátti ég farga flest- um kindum mínum, er ég hafði verið að basla við að koma upp. — Hvað hafðirðu flest fé? — Ég hafði aldrei margt, mest um 130 á fóðrum, en reyndi að láta hverja kind gefa sem mest af sér. — Þú munt varla hafa farið varhluta af trúnaðarstörfum í þinni sveit? — Ekki voru þau mikil. Aldrei hlaut ég hreppstjóra- eða oddvita- tign, nema þá til vara. En í sveit- arstjórn var ég 20—30 ár og sinnti ýmsum ólaunuðum störf- um. Vildi breyttan verzlunarrekstur. — Hefir þú ekki alltaf verið ákveðinn samvinnumaður? — Jú, — það hefi ég sjálfur

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.