Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1963, Blaðsíða 8

Íslendingur - 21.06.1963, Blaðsíða 8
Söfnim Sj ómannadagsins á Ak. gekk með ágaétum Stórhöfðingleg gjöf í sjóslysasöfmmina SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ liér á Akureyri bauð blaðamönnum s.l. laugardag til kaffidrykkju í tilefni af 25. Sjómannadeginum á Akureyri, sem haldinn var á annan í hvítasunnu og gerði þeim grein fyrir helztu verkefn- um hans á því tímabili. Hafði Þorsteinn Stefánsson hafnar- vörður, formaður ráðsins, orð fyrir því. Fyrsta verkefni Sjó- mannadagsins kvað hann hafa verið söfnun í Björgunarskútu- sjóð Norðurlands, er Slysavarna deildirnar á Norðurlandi liefðu þá verið farnar að vinna að. En eftir að draumurinn um björg- unarskipið hafði náð uppfyll- ingu og björgunar- og gæzluskip ið Albert var fullbyggt og af- hent til starfa og Landhelgis- sjóður hafði tekið við rekstri þess, var þessu fyrsta hlutverki um leið lokið. Þá var ágóði af Sjómannadeg- inum látinn renna til Fjórðungs- sjúkrahússins og lagt í sjóð til byggingar dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna hér um slóðir, en því máli hefur ekki verið frekar hreyft, og er sá sjóður því ósnortinn. Ráðið hefur orðið að leggja fé í kaup á kappróðr- arbátum, svo unnt væri að halda uppi kappróðri á Sjómannadag- inn, sem hefur verið frá upphafi einn helzti liðurinn í hátíðahöld um dagsins. Margt fleira kvað Þorsteinn að nefna mætti, er orðið hefði að kaupa beinlínis vegna hátíðahalda Sjómanna- dagsins. Þá gjörði gjaldkeri ráðsins, Eggert Olafsson vélstjóri, grein fyrir tekjum dagsins, sem nú í vor runnu til sjóslysasöfnunar- innar. Kvað hann þær aldrei hafa orðið meiri en nú. Hefði ágóði af merkja- og blaðasölu numið um 39 þús. krónum og nettóhagnaður orðið 29333 krón ur. Væri tilkostnaðurinn tiltölu- lega lægri en áður vegna þess hve margir einstaklingar og fyr irtæki hefðu gefið eftir eðlilega þóknun sína eða tekjur af sölu, og vildi Sjómannadagsráð þakka öllum, sem þannig hefðu brugð- izt við. Þá hefðu Sjómannadags- ráði borizt gjafir til söfnunarinn (Framhald á blaðsíðu 2). Er minkurinn aS eyða fuglalífi í Slútnesi? Þungaflutningar á óhefluðum vegum Björk, Mýv., 19. júní: Segja má, að skipt hafi um tíðarfarið 23. maí (uppstigning- ardag). Gerði þá óvenju mikla hita á þeim tíma árs. Urðu það mörgum viðbrigði frá frostinu og kuldanum þá að undanförnu. Fyrst var nokkuð þurrt, en nú síðustu daga hafa komið helli- dembur. Kom jarðargróður mjög snögglega, og raunveru- lega hefur grasið þotið upp úr jörðinni. Ný köl virðast ekki vera mjög mikil í túnum. Lítur 580 nemendur í G. A. sl. vefur Bygging viðbótarhúss er hafin Krlstinn Jóhannsson ynni- á'ð; málverki af Sveini heitnum, er skólanum yrði fært að gjöf. 5 ára gagnfræðingar gáfu upphæð í Gjafasjóð nemenda til minning ar um bekkjarbróður þeirra lát- inn, Valmund Sverrisson. Skólinn veitti tvenn bókar- verðlaun, umsjónarmanni skól- ans fyrir gott starf, og fyrir beztu ritgerð í íslenzku á gagn- fræðaprófi. Þá gaf Lionsklúbb- urinn Huginn bók að verðlaun- um fyrir hæsta samanlagða eink unn í ritleikni, vélritun og stærð fræði, og Bókabúð Rikku gaf önnur bókarverðlaun. GAGNFRÆÐASKOL A AKUR- EYRAR var slitið 31. maí s.l., og flutti Jóhann Frímann skóla- stjóri yfirlit um störf skólans á síðasta skólaári, kvaddi gagn- fræðingana og afhenti þeim próf i vottorð þeirra. S.l. vetur voru í skólanum 580 nemendur í 22 deildum, þar af 16 í bóknámi. Fastir kennarar auk skólastjóra voru 23 og 9 stundakennarar. Gagnfræðapróf tók 81 nemandi og luku því allir. Hæstu einkunn þar tók Anna Jóna Garðarsdóttir verknámi 8.18, eníbóknámi var hæst Birg itta Pálsdóttir með 8.11. 34 nem- endur þreyttu landspróf. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Hall- dór Halldórsson 2. bekk, 8.91 (hlaut 9.46 í bóklegum grein- um), en önnur varð Svava Ásta Jónsdóttir 1. bekk, 8.83. Gjafir og verðlaun. 10 ára gagnfræðingar færðu minningarsjóði Sveins Eiríksson ar (en hann var af þeirra ár- gangi) peningaupphæð, en sjóð- inn stofnuðu þeir fyrir 5 árum. Einnig skýrðu þeir frá því, að Viðbygging hafin. Skólinn hefur lengi átt við húsnæðisskort að stríða, svo að taka l\efur orðið húsnæði á leigu í byggingu Húsmæðraskólans. Lítur út fyrir, að skólinn verði enn að búa við þá erfiðleika næsta vetur, því þótt viðbótar- bygging sé hafin, eru litlar líkur til, að nokkuð af henni verði til nota næsta vetur. Bygging þessi er við suðurenda skólahússins, og er hún nokkru stærri en það. því vel út með sprettu ef ekki kólnar nú, og ætti því sláttur að geta hafizt ekki seinna en í fyrra. Sauðburður gekk vel það ég til veit, og allur búpeningur gekk vel fram undan vetrinum. Að vísu skiptir það megin máli, að góður gróður sé kominn, þegar lambám er sleppt eins og nú átti sér stað. Minnkandi varp í Slútnesi. Andavarp stendur nú sem hæst. Virðist það svipað og und anfarin ár. Þó vekur það at- hygli, að bezta varpeyjan í Mý- vatni, Slútnes, er nú orðin næst um eggjalaus við það sem áður var. Áminkurinn að sjálfsögðu mestan þátt í því. Er það að von um geysilegt tjón. Síðan um ára mót hafa unnizt hér um 20 minkar og meiriparturinn í boga. Nokkur minkagreni hafa unnizt í vor. Aftur á móti hef- ur enn fundizt lítið af refum, aðeins 2 greni. Bendir það ekki til þess, að mikið sé af þeim. Þó geta enn fundizt greni á (Framh. á bls. 7) ÍSLENDINGUR 49. ÁRG. . FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1963 . 27. TBL. Straumandarhreiður í víðirunna að Vatnsenda í Ljósavatns- skarði. (Ljósm.: Bára Aðalsteinsdóttir). Þjóðháfíðarhöldin á Akureyri Stóðust nokkurn veginn áætlun, þótt illa viðraði - Hellirigning kom í veg fyrir dans VI 4 f 4 $ í f rA 16% LÆKKUN SAMKVÆMT bráðabirgða- fréttum, sem blaðinu hafa borizt mun vera ákveðið, að gildandi útsvarsstigi verði nú lækkaður hér á Akureyri um 16% í STAÐ 5% í FYRRA. Enda þótt heildarupphæð útsvara og aðstöðugjalda sé samkvæmt fjárhagsáætlun 22% HÆRRI en í fyrra, er nú hægt að veita 11% meiri afslátt á útsvarsstiga en í ANNAÐHVORT ár a. m. k. undanfarinn áratug, höfum við Akureyringar orðið að sætta okkur við, að „veðurguðirnir" rugluðu allar áætlanir þjóðhá- tíðarnefndar, og leit svo út á sunnudaginn, að sú áætlun hlyti að raskast, því að þá var öðruhverju úrhellisrigning og veðurspá ekki upplífgandi. ,En úr þessu rættist betúr en .vonir Stóðu til. '' ; ' Það var dumbungsveður að morgni 17. júní og hafði rignt mikið um nóttina. En er fram kom á morguninn tók að rofa til í lofti og sjá til sólar. Hélzt veður nokkurn veginn þurrt fram til kvölds, og skein sól yf- ir bæinn öðru hverju, en er leið á kvöldið, dundi regnið yfir á fyrra. Veldur því mikil tekju aukning einstaklinga og auk in umseíning atvinnufyrir- tækja. Þá er þess að geta, að þriYt fyrir þessa lækkun, eru ALL AR BÆTUR ALiWfANNA- TRYGGINGA UNDAN- ÞEGNAR ÚTSVARI HÉR Á AKUREYRI. Nánar verður skýrt frá úts.varsálagning- unni í næsta blaði. . ný, svo að síðasta atriðinu, dansinum á Ráðhústorgi, varð að sleppa að mestu, en að öðru leyti var auglýst dagskrá órof- in. Snemma að morgni, eða um kl. 8, fóru fánar að sjást við hún á húsum í bænum og skip- um í höfninni og fjölgaði jafnt og þétt. Kl. 10.30 um morgun- inn • ók blómskreyttur bíll með hljóðfæraleikurum um götur bæjarins, og bárust bæjarbúum þaðan hátíðaróskir og hvatning til að láta ekki sitt eftir liggja til að gera daginn sem hátíðleg- astan. Kl. 13.30 hófust hátíðahöldin á Ráðhústorgi með leik Lúðra- sveitar Akureyrar, og 20 mínút um síðar var þar haldin hátíða- guðsþjónusta, þar sem sr. Birg- ir Snæbjörnsson prédikaði en kirkjukórinn söng. Þá setti for- maður þjóðhátíðarnefndar, Jens Sumarliðason, hátíðina með á- varpi og lýsti tilhögun hennar, og Jóhann Konráðsson söng nokkur lög við undirleik Árna Ingimundarsonar. Þá birtist fjallkonan í skautbúningi (Hlað gerður Laxdal) og flutti ávarp sitt í ljóði eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Var nú hátíðahöldunum á torginu lokið og viðstöddum skipað upp í ski-úðgöngu út á íþróttasvæðið undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar. Var það að lokurn ein stærsta skrúð ganga,: er hér hefur sézt, og lék (Framh. á bls. 7)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.