Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1965, Blaðsíða 6

Íslendingur - 13.08.1965, Blaðsíða 6
Frá 7 Á SJÖUNDA þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra sem haldið var á Sauðárkróki í júní sl. voru eftirfarandi tillögur sam- þykktar: TILLÖGUR ATVINNU- OG FÉLAGSMÁLANEFNDAR „Að heimilað verði að veita að- ildarfélögum Öryrkjabandalags íslands lán til þess að reisa leigu íbúðir fyrir öryrkja. Að fatlað fólk fái aðild að þeim lánum sem um ræðir í 7. gr. B. lið frumvarpsins um efna litla meðlimi verkalýðsfélaga, enda verði sett sérstök reglu- gerð um skipulag byggingu ör- yrkja, sem hentar þeim bezt hverju sinni. Yrði stjórn Sjálfs bjargar, landssambands fatlaðra gjörð ábyrg fyrir lánum. Hefði hún tillögurétt um úthlutun þeirra, en sæi jafnframt um, að ef tökuaðili vildi selja íbúðina, þá ættu fatlaðir forkaupsrétt á íbúðinni. Ef heilbrigður maður kaupir íbúðina yrði lánið að greiðast upp. Að fatlað fólk fái aðgang að lánum til kaupa á eldri íbúðum sem því hentar. Samþykkt verði tilmæli til Arkitektafélags íslands um að teikna byggingar með tilliti til fatlaðra. Að leitað verði eftir árlegum ríkis og bæjarstyrk til öryrkja- vinnustofa á vegum Sjálfsbjarg ar, hliðstætt því sem tíðkast í Svíþjóð." TILLÖGUR F AR ARTÆK J ANEFND AR. „7. þing Sjálfsbjargar, landssam bands fatlaðra, lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri sem náðst hefur í úthlutun bifreiða, en vill þó ítreka eftirfarandi at- riði: Að á næsta ári verði úthlutað til öryrkja 250 bifreiðum 4—5 manna eins og gjört var við síð- ustu úthlutun. Endurveitingum verði fjölgað frá síðasta ári. Að öryrkjar fái frjálst val bif reiðategunda. Að úthlutun bifreiða til ör- yrkja fari fram samkvæmt til- lögu Sjálfsbjargar þar að lút- andi. í því sambandi vill þingið minna á 7. gr. tillagna Sjálfs- bjargar um merkingu bifreiða. „Þingið er einhuga um að heimilað verði að merkja bif- reiðar með lausum merkjum og að merki þessu verði eingöngu veitt því fatlaða fólki sem ó- fært er til gangs eða getur að- eins gengið út í farartæki við húshlið“. TILLÖGUR TRYGGINGA- MÁLANEFNDAR „Að haldið verði áfram baráttu fyrir löggjöf um endurhæfingu öryrkja á grundvelli þess laga frumvarps, sem samþykkt var á þingi Sjálfsbjargar 1964. Að við endurskoðun laga um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla verði felld niður tekjuviðmiðun vegna greiðslu á hjálpartækjum (hjólastólum, gervilimum, umbúðum, stöfum og skóm) fyrir öryrkja. Að aðstandendum barna, með skerta orku, verði tryggð greiðsla, sem af fötlun þeirra leiðir. að eftir að skerðingarákvæðin voru felld niður, hefir verið not- uð sú aðferð að lækka örorku- mat öryrkja þannig, að þeir nytu ekki fulls lífeyris. Sérstaklega bendum við á á- kvæði 13. greinar um skarðan rétt öryrkja til lífeyris, og of lága heildarupphæð sem ætluð er til örorkubóta. v Ennfremur að endurskoðuð verði reglugerð um úthlutun ör orkustyrkja frá 27. nóv. 1961. Sérstaklega verði fellt niður hið óréttláta ákvæði um úthlut un örorkubóta til fatlaðra hús- mæðra, en þeim tryggður sami réttur og öðrum bótaþegum“. Góður afli á dragnóta- og ufsabátum HEYSKAPUR hefur gengið vel hér í sveitinni, þótt spretta væri rýr framan af sumri. Nýting heyja hefur verið góð og spretta sæmileg síðustu vikur. Heldui' er dauft yfir atvinnu lífinu vegna lélegrar síldveiði, en það bætir úr, að allmikill afli hefur borizt hingað undan- farið af dragnóta- og ufsabát- um, og vinna verið nokkurn veginn samfeld í frystihúsun- um . S.M. EPLI APPELSÍNUR SÍTRÓNUR BANANAR (S HAFNAR SKIPAGOIU SIMI 1094 og útibú Áfgreiðsluslúlka óskssf BÓKABÚÐIN HULD Hefur fagra áferð. Er sterkt og endingargott. Er ódýrast. Er auðvelt að þvo. Nvtt! Nýtt! SPORTJAKKAR (CAR-COATS) með skinni á vösum og kraga. RÁÐHÚSTORGI 3 ? GLERÁRGÖTU 6 Nokkrir unglingspiller 14 ára og eldri, geta fengið ATVINNU nú þegar í Hraðfrystihusi Útgerðarfélags Ak- ureyringa li.f. VERKSTJÓRINN. Síðsumarsferð til BRIGHTON á suðurströnd Englands 3.—12. sept. n.k., með viðstöðu í LÓNDON. Verð kr. 9.875.00. FERÐ ASKRIFSTOF A SKIPAGÖTU 13 SÍMI 1-29-50 ÚTSALA Mánudaginn 16. ágúst hefst ÚTSALA á KÁPUM, HÖTTUM o. fl. Mjög mikill afsláttur. VERZLUNIN HEBA SÍMI 1-27-72 FRANSKIR DÖMU-STRIGASKOR margar fallegar gerðir. FINNSK GÚMMÍSTÍGVÉL fyrir börn og fullorðna. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL SHELL benzín 02 olíur °pið 111 kl-23-30 FERÐANESTI VIÐ EYJAFJARÐARHRAUT ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.